Frá sveitarstjóra; Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla; umsókn um í C1

Málsnúmer 202011083

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 966. fundur - 19.11.2020

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið auglýsti nú í nóvember eftir umsóknum um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, flokkur C.01 í stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024.

Stjórn SSNE velur þau verkefni sem sótt er um fyrir Norðurland eystra og á fundi sínum þann 11. nóvember sl. valdi stjórnin verkefni Dalvíkurbyggðar, Friðlandsstofa - Anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð, sem eitt af umsóknum frá landshlutanum.

Friðlandsstofa er verkefni sem sveitarstjórn hefur unnið að í nokkurn tíma og er sprottið af því að finna nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu lokagögn sem fylgdu umsókninni til Ráðuneytisins þann 16. nóvember sl. á lokadegi umsóknarfrests.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

Á 966. fundi byggðaráðs þann 19. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið auglýsti nú í nóvember eftir umsóknum um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, flokkur C.01 í stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024. Stjórn SSNE velur þau verkefni sem sótt er um fyrir Norðurland eystra og á fundi sínum þann 11. nóvember sl. valdi stjórnin verkefni Dalvíkurbyggðar, Friðlandsstofa - Anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð, sem eitt af umsóknum frá landshlutanum. Friðlandsstofa er verkefni sem sveitarstjórn hefur unnið að í nokkurn tíma og er sprottið af því að finna nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu lokagögn sem fylgdu umsókninni til Ráðuneytisins þann 16. nóvember sl. á lokadegi umsóknarfrests.
Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi afrit af bréfi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til umsækjenda um styrk á grundvelli aðgerðar C.1. í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2020, dagsett þann 9. desember 2020. Fram kemur að verkefnið Friðlandssstofa - anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð fá alls 35 m.kr. styrk sem skiptist niður á árin 2021-2023.

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til að stofnaður verði 3ja mannaða vinnuhópur og að eftirtaldir skipi vinnuhópinn. Hlutverk og verkefni vinnuhópsins verði samkvæmt erindisbréfi:
Katrín Sigurjónsdóttir frá B
Rúna Kristín Sigurðardóttir frá D
Kristján E Hjartarson frá J
Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin í vinnuhópinn.

Byggðaráð - 971. fundur - 17.12.2020

"Á 330. fundi sveitarstjórnar þann 15. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
966. fundi byggðaráðs þann 19. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið auglýsti nú í nóvember eftir umsóknum um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, flokkur C.01 í stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024. Stjórn SSNE velur þau verkefni sem sótt er um fyrir Norðurland eystra og á fundi sínum þann 11. nóvember sl. valdi stjórnin verkefni Dalvíkurbyggðar, Friðlandsstofa - Anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð, sem eitt af umsóknum frá landshlutanum. Friðlandsstofa er verkefni sem sveitarstjórn hefur unnið að í nokkurn tíma og er sprottið af því að finna nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu lokagögn sem fylgdu umsókninni til Ráðuneytisins þann 16. nóvember sl. á lokadegi umsóknarfrests.
Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi afrit af bréfi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til umsækjenda um styrk á grundvelli aðgerðar C.1. í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2020, dagsett þann 9. desember 2020. Fram kemur að verkefnið Friðlandssstofa - anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð fá alls 35 m. kr. styrk sem skiptist niður á árin 2021-2023.

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til að stofnaður verði 3ja manna vinnuhópur og að eftirtaldir skipi vinnuhópinn. Hlutverk og verkefni vinnuhópsins verði samkvæmt erindisbréfi:
Katrín Sigurjónsdóttir frá B
Rúna Kristín Sigurðardóttir frá D
Kristján E Hjartarson frá J

Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin í vinnuhópinn."

Sveitarstjóri kynnti drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn. Gerðar voru nokkrar breytingar á fundinum á erindisbréfinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi erindisbréf með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 331. fundur - 19.01.2021

Á 971. fundi byggðráðs þann 17. desember 2020 var til umfjöllunar tillaga að erindisbréfi vegna vinnuhóps um nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi erindisbréf með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísaði til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint erindisbréf fyrir vinnuhóp um nýtt hlutverk Gamla skóla eins og það liggur fyrir.

Byggðaráð - 985. fundur - 20.05.2021

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 14:24.

Með fundarboði fylgdu gögn frá Vinnuhópi um Gamla skóla og Friðlandsstofu:
a) Minnisblað vinnuhópsins til byggðaráðs.
b) Kostnaðaráætlun frá AVH um endurbætur húsnæðisins ásamt yfirliti.
c) Fundargerð þriðja fundar vinnuhópsins þann 18.05.2020.
d) Þrjár fundargerðir samtalshóps starfsmanna um verkefnið frá 15. apríl, 27. apríl og 17. maí.

Gögnin eru lögð fram til kynningar og umræðu í byggðaráði en stefnt er að ákvarðanatöku sveitarstjórnar á næsta fundi þann 15. júní n.k.
Ofangreint til umræðu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með drög fyrir byggðaráð að könnun meðal íbúa.

Menningarráð - 86. fundur - 25.05.2021

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, kynnti fundagerð vinnuhóps um nýtt hlutverk fyrir gamla skóla.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 986. fundur - 27.05.2021

Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var eftirfarandi bókað;

"Með fundarboði fylgdu gögn frá Vinnuhópi um Gamla skóla og Friðlandsstofu:
a) Minnisblað vinnuhópsins til byggðaráðs.
b) Kostnaðaráætlun frá AVH um endurbætur húsnæðisins ásamt yfirliti.
c) Fundargerð þriðja fundar vinnuhópsins þann 18.05.2020.
d) Þrjár fundargerðir samtalshóps starfsmanna um verkefnið frá 15. apríl, 27. apríl og 17. maí.

Gögnin eru lögð fram til kynningar og umræðu í byggðaráði en stefnt er að ákvarðanatöku sveitarstjórnar á næsta fundi þann 15. júní nk.
Ofangreint til umræðu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með drög fyrir byggðaráð að könnun meðal íbúa."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra að könnun meðal íbúa í samræmi við ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram ofangreind drög að könnun í samræmi við umræður á fundinum og setja í loftið á heimasíðu sveitarfélagsins.

Byggðaráð - 988. fundur - 10.06.2021

Á 986. fundi byggðaráðs þann 27. maí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var eftirfarandi bókað;

"Með fundarboði fylgdu gögn frá Vinnuhópi um Gamla skóla og Friðlandsstofu:
a) Minnisblað vinnuhópsins til byggðaráðs.
b) Kostnaðaráætlun frá AVH um endurbætur húsnæðisins ásamt yfirliti.
c) Fundargerð þriðja fundar vinnuhópsins þann 18.05.2020.
d) Þrjár fundargerðir samtalshóps starfsmanna um verkefnið frá 15. apríl, 27. apríl og 17. maí.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram ofangreind drög að könnun í samræmi við umræður á fundinum og setja í loftið á heimasíðu sveitarfélagsins.


Gögnin eru lögð fram til kynningar og umræðu í byggðaráði en stefnt er að ákvarðanatöku sveitarstjórnar á næsta fundi þann 15. júní nk.
Ofangreint til umræðu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með drög fyrir byggðaráð að könnun meðal íbúa."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra að könnun meðal íbúa í samræmi við ofangreint."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað þjónustu- og upplýsingafulltrúa vegna könnunar um Gamla skóla.

Niðurstöður íbúakönnunar um Gamla skóla og Friðlandsstofu.

Könnunin var opin frá 31. maí og til og með 7. júní.

Niðurstöður eru eftirfarandi:
Alls tóku 48 manns þátt í könnuninni og skiptust atkvæði þannig:

1.
valmöguleiki 33 atkvæði
2.
valmöguleiki 5 atkvæði
3.
valmöguleiki 5 atkvæði
4.
valmöguleiki 4 atkvæði
5.
valmöguleiki 1 atkvæði

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 986. fundi byggðaráðs þann 27. maí 2021 var eftirfarandi bókað: "Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var eftirfarandi bókað; "Með fundarboði fylgdu gögn frá Vinnuhópi um Gamla skóla og Friðlandsstofu: a) Minnisblað vinnuhópsins til byggðaráðs. b) Kostnaðaráætlun frá AVH um endurbætur húsnæðisins ásamt yfirliti. c) Fundargerð þriðja fundar vinnuhópsins þann 18.05.2020. d) Þrjár fundargerðir samtalshóps starfsmanna um verkefnið frá 15. apríl, 27. apríl og 17. maí. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram ofangreind drög að könnun í samræmi við umræður á fundinum og setja í loftið á heimasíðu sveitarfélagsins. Gögnin eru lögð fram til kynningar og umræðu í byggðaráði en stefnt er að ákvarðanatöku sveitarstjórnar á næsta fundi þann 15. júní nk. Ofangreint til umræðu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með drög fyrir byggðaráð að könnun meðal íbúa." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra að könnun meðal íbúa í samræmi við ofangreint." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað þjónustu- og upplýsingafulltrúa vegna könnunar um Gamla skóla. Niðurstöður íbúakönnunar um Gamla skóla og Friðlandsstofu. Könnunin var opin frá 31. maí og til og með 7. júní. Niðurstöður eru eftirfarandi: Alls tóku 48 manns þátt í könnuninni og skiptust atkvæði þannig: 1. valmöguleiki 33 atkvæði 2. valmöguleiki 5 atkvæði 3. valmöguleiki 5 atkvæði 4. valmöguleiki 4 atkvæði 5. valmöguleiki 1 atkvæði. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Forseti sveitarstjórnar losaði um fundarsköp og leyfði óformlegar umræður um málið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til byggðaráðs til fullnaðarafgreiðslu í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 990. fundur - 01.07.2021

Á fundi sínum þann 15. júní 2021 vísaði sveitarstjórn ákvarðanatöku um nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla til fullnaðarafgreiðslu í byggðaráði.

Fyrir fundinum lágu upplýsingar um kostnað verkefnisins og útfærslur frá sveitarstjóra, forstöðumanni safna og þjónustu- og upplýsingafulltrúa.
Frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 991. fundur - 08.07.2021

Á fundi sínum þann 15. júní 2021 vísaði sveitarstjórn ákvarðanatöku um nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla til fullnaðarafgreiðslu í byggðaráði.

Fyrir fundinum lágu upplýsingar um kostnað verkefnisins og útfærslur frá sveitarstjóra, forstöðumanni safna og þjónustu- og upplýsingafulltrúa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði í endurbyggingu á Gamla skóla og byggingunni falið nýtt hlutverk. Byggðasafnið verði flutt úr Hvoli, fuglasýning og Friðlandsstofa sett upp. Fleiri kostir verða skoðaðir áfram hvað varðar frekari starfsemi í húsinu. Jafnframt verði áfram til skoðunar framtíðarnýting á elsta hlutanum.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2022-2025.