Byggðaráð

1028. fundur 16. júní 2022 kl. 13:15 - 18:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla; niðurstöður úr myglurannsókn og uppfærð kostnaðaráætlun

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fundinn Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13:15.

Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí sl. var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið sat Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs fundinn. Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl 2022 var m.a. eftirfarandi bókað: "Til umræðu áform um úttekt á Gamla skóla með tilliti til myglu og úrræði sem þyrfti þá mögulega að grípa til, áður en lengra er haldið. Bjarni Daníel vék af fundi kl. 13:35.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram að málinu og gera könnun á verði og verkefnatillögum hjá nokkrum aðilum." Bjarni Daníel gerði grein fyrir þeirri könnun sem hann hefur gert á verði og verkefnatillögum. Niðurstaðan var að fá verkfræðastofuna Eflu í úttekt með tilliti til myglu. Efla tók sýni þann 26. apríl sl. sem bíða greiningar og tekur að jafnaði tvær til þrjár vikur að fá niðurstöðu sem verður í formi minnisblaðs frá Eflu.Lagt fram til kynningar."

Í skýrslu frá Eflu kemur fram að veruleg viðhaldsþörf er komin á allt mannvirkið. Gangast þarf í gagngerar endurbætur á þökum, gluggum og gólfefnum en einnig er brýnt að hlúa betur að rakaöryggi mannvirkisins með nýrri utanhúsklæðningu. Ástand fráveitu-, neysluvatns, hita- og raflagna var ekki kannað en gera má ráð fyrir að öll þessi kerfi þarfnist endurnýjunar. Engin vélræn loftræsting er í mannvirkinu en mikilvægt er að huga að uppsetningu slíkra kerfa við endurnýjun eldra húsnæðis. Með breyttri starfsemi uppfyllir húsið ekki nútíma kröfur eða reglugerðir til mannvirkja gagnvart heilsu, öryggi og aðgengi. Sterklega er mælt með að húsið verði mikið endurnýjað og þá gefast tækifæri til að endurhanna innra skipulag hússins.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi;
Minnisblað/ skýrsla frá Eflu, dagsett þann 20. maí 2022, með niðurstöðum úr ástandsskoðun, efnissýnagreiningu og rakamælingum.
Kostnaðaráætlun frá AVH, dagsett þann 2. mars 2022 vegna endurbóta á Gamla skóla.
Kostnaðaráætlun frá AVH, dagsett þann 8. júní vegna endurbóta á Gamla skóla og að teknu tilliti til skýrslu frá Eflu.
Minnisblað frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsett þann 16. júní 2022.


Lagt fram til kynningar og vísað til frekari umfjöllunar hjá vinnuhóp um Gamla skóla og Friðlandsstofu -sjá lið 2. hér á eftir, með því markmiði að taka saman kynningarefni fyrir íbúa byggt á fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum um verkefnið.

2.Vinnuhópur um Gamla skóla og Friðlandsstofu; framhaldið

Málsnúmer 202102064Vakta málsnúmer

Á 1018. fundi byggðaráðs þann 24. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 345. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var samþykkt tillaga byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að leita tilboða í hönnun og útboðslýsingu vegna endurbyggingu á Gamla skóla sem og endurbyggingu á elsta hlutanum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
fundargerð vinnuhóps um Gamla skóla frá 23.02.2022.
Drög að umsókn í C.01. sértæk verkefni vegna sóknaráætlana vegna Nýsköpunar- og fjarvinnsluseturs í Dalvíkurbyggð. Þar kemur fram að elsti hluti Gamla skóla á Dalvík verði endurbyggður til að hýsa verkefnið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að send verði inn umsókn skv. ofangreindu."


Vinnuhóp vegna Gamla skóla og Friðlandsstofu skipa:
Katrín Sigurjónsdóttir (B)
Rúna Kristín Sigurðardóttir (D)
Kristján Hjartarson (J)

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindisbréf vinnuhópsins til upplýsingar.
Lagt fram til kynningar, sjá 1. lið hér að ofan.

3.Frá Almannavörnum ríkisins; Samræmd greining á áhættu og áfallaþoli

Málsnúmer 202205201Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Almannavörnum, dagsettur þann 27. maí sl., þar sem fram kmeur að Almannavarnir hafa hrint af stað áhættuskoðun og greiningu á áfallaþoli íslensk samfélags. Þessi vinna er liður í starfi Almannavarna til að aðstoða alla þá sem þurfa að uppfylla kröfur í 15. og 16 gr. laga um almannavarnir. Þar segir að ráðuneyti, undirstofnanir og sveitafélög skulu kanna áfallaþol þess hluta íslensk samfélags sem heyrir undir starfsemi þeirra. Almannavarnir hafa útbúið leiðbeiningar sem eru aðgengilegar á vefsíðu Almannavarna, leiðbeiningarnar auðvelda öllum þesssum aðilum að gera greiningu á áhættu og áfallaþoli. Einnig hefur verið búin til vefgátt sem á að tryggja samræmdar upplýsingar um áfallaþol íslensk samfélags.

Nauðsynlegt er að tilkynna tengiliði sveitarfélagsins sem eiga að hafa aðgang að vefgáttinni. Annars vegar aðilar sem fær það hlutverk að vera ábyrgur aðili innan viðkomandi starfsemi til að staðfesta svör sveitarfélagsins. Hins vegar þá aðila sem geta skráð sig inn í kerfið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirtaldir starfsmenn verði með aðgang að gáttinni:
Sveitarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og slökkviliðsstjóri. Sveitarstjóri verði sá aðili sem er ábyrgur aðili.

4.Frá Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar; Almannavarnanefnd í umdæmi LSNE

Málsnúmer 202206027Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar, dagsettur þann 7. júní sl., þar sem fram kemur að Almannavarnanefndin í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er skipuð bæjarstjórum / sveitarstjórum og oddvitum allra sveitarfélaga í umdæminu samkvæmt 2. gr. samstarfssamnings um almannavarnir í umdæmi LSNE. ( ALNEY ). Að loknum sveitarstjórnarkosningum þann 14. maí sl. urðu / verða sveitarstjóraskipti í einhverjum sveitarfélaganna og einnig voru samþykktar sameiningar einhverra sveitarfélaga í umdæminu. Óskað er eftir því að í þeim sveitarfélögum þar sem breytingar hafa orðið á skipan sveitarstjóra / sveitarfélaga að koma upplýsingum um meðfylgjandi samstarfssamning á framfæri innan sinnar stjórnsýslu. Fram kemur m.a. í samstarfssamningnum að staðgenglar bæjar- og sveitarstjóra eru varamenn þeirra.


Bjarni Daníel vék af fundi kl. 13:56.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa samstarfssamningnum til umhverfisráðs til upplýsingar.

5.Frá 346. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní sl.; Öflun heildstæðra upplýsinga um samstarfssamninga - framtíðarfyrirkomulag barnaverndarmála

Málsnúmer 201801108Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:56.

Á 346. fundi sveitarstjórn þann 8. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2022 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Þórhalla Karlsdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 13:30. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð nr. 4 frá vinnuhópnum frá 17. maí sl. Samkvæmt lið 1 eru lögð fram lokadrög að samstarfssamningi ásamt viðaukum 1-4. Vinnuhópurinn samþykkti að leggja drögin fram til afgreiðslu hjá sveitar-/bæjarstjórnum sveitarfélaganna. Samkvæmt lið 2 þá var vinnuhópnum einnig falið að móta tillögu til sveitarstjórnanna um framtíðarfyrirkomulag vegna breytinga á barnaverndarmálum. Gildistöku nýrra barnaverndarlaga var frestað til áramóta þar sem enn er margt óljóst af hendi Ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um framkvæmd laganna. Vinnuhópurinn vísar því þessum lið til nýrra sveitarstjórna sveitarfélaganna og lýkur störfum. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög ásamt viðaukum 1-4 um samstarf milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra og vísar samningnum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa framtíðarfyrirkomulagi vegna breytinga á barnaverndarmálum til nýrrar sveitarstjórnar. Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
Til máls tóku:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, staðgengill sveitarstjóra.
Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að lið b) verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar og úrvinnslu.
Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög með viðaukum 1-4 um samstarf milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta."

Til umræðu framtíðarfyrirkomulag í barnaverndarmálum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra félagsmálasviðs að ræða áfram við samstarfsaðilann, Fjallabyggð, um framtíðarfyrirkomulag barnaverndarmála. Í framhaldinu verði óskað eftir fundi með bæjarráði Fjallabyggðar sem fyrst um ofangreint málefni.

6.Frá Barna- og fjölskyldustofu; Leiðbeiningar til sveitarstjórna um skipan barnaverndarnefnda eftir sveitarstjórnarkosningar

Málsnúmer 202206010Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Barna- og fjölskyldustofu, dagsettur þann 27. maí 2022, er varðar leiðbeiningar til sveitarstjórna um skipan barnaverndarnefnda eftir kosningar 14. maí sl.
Almenna reglan er að barnaverndarnefndir sem voru starfandi á síðasta kjörtímabili halda umboði sínu og starfa áfram til 1. janúar 2023. Ef barnaverndarnefndir geta ekki starfað áfram eftir sveitarstjórnarkosningar þarf aðkomu sveitarstjórnar að því að kjósa nýja tímabundna barnaverndarnefnd sem mun starfa til 1. janúar 2023.

Til umræðu ofangreint.


Eyrún vék af fundi kl.14:11
Lagt fram til kynningar.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202205027Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.
Launafulltrúi kom á fundinn kl. 14:11.

8.Jafnlaunavottun 2021

Málsnúmer 202008033Vakta málsnúmer

Á 344. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1023. fundi byggðaráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað: Á 952. fundi byggðaráðs þann 27. ágúst 2020 var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið sat launafulltrúi áfram fundinn og kynnti tillögu vinnuhóps að Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar. Tillagan var kynnt á fundi framkvæmdastjórnar þann 24. ágúst s.l. og ekki komu fram ábendingar. Til umræðu ofangreint. Rúna Kristin vék af fundi kl.13:35. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir.Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð og yfirfarin Jafnlaunastefna Dalvíkurbyggðar af frá rýnifundi stjórnenda (framkvæmdastjórn) þann 23. mars sl. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar með þeim breytingartillögum sem liggja fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar með þeim breytingum sem gerðar hafa verið.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsa frá iCert vegna viðhaldsúttektar jafnlaunavottunar fyrir Dalvíkurbyggð. Niðurstaða úttektarstjóra er að markmiðum viðhaldsúttektarinnar hefur verið náð og að jafnalaunkerfi Dalvíkurbyggðar uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 og innri kröfur. Úttektarstjóri mælir því með óbreyttir stöðu vottunar á jafnlaunakerfi Dalvíkurbyggðar innan hins tilgreinda gildissviðs allir starfsmenn Dalvíkurbyggðar.

Launafulltrúi fór yfir helstu niðurstöður á fundinum.

Rúna Kristín vék af fundi kl. 15:56.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá Skíðafélagi Dalvíkur;Ályktun frá aðalfundi Skíðafélags Dalvíkur -uppbyggingaáætlun félagsins

Málsnúmer 202206034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 10. júní 2022, þar sem fram kemur að aðalfundur Skíðafélags Dalvíkur haldinn 30. maí sl. skorar á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að standa við uppbyggingaáætlun félagsins. Um sé að ræða byggingu geymsluhúsnæðis á skíðasvæðinu og endurnýjun snjótroðara sem var á áætlun fráfarandi sveitarstjórnar á árunum 2020-2025. Aðalfundur skorar á sveitarstjórn að hefja viðræður við félagið sem fyrst og uppfæra áðurgerða áætlun og í framhaldinu setja fjármagn í verkefnin á árunum 2022-2026.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs til umfjöllunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

10.Frá fræðslu- og menningarsviði; Samningur um uppbyggingu á Arnarholtsvelli 2022

Málsnúmer 202205199Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa drög að samningi milli Dalvíkurbyggðar og Golfklúbbsins Hamars um uppbyggingu á Arnarholtsvelli í Svarfaðardal. Fram kemur að aðkoma Dalvíkurbyggðar árið 2022 er í formi framlags upp á kr. 18.000.000 vegna uppbyggingu vélaskemmu.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óskar eftir að fá fylgiskjölin sem vísað er til í samningsdrögunum. Einnig að orðalag verði endurskoðað og taki mið af samningi um uppbyggingu á gervigrasvelli.

11.Frá SSNE; Óskað er tilnefninga í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 202205149Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 19. maí 2022, þar sem fram kemur að SSNE hefur borist bréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningum í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga þar sem skipunartíma skólanefndar lauk 11. júní sl. Meðfylgjandi er erindi frá ráðuneytinu dagsett þann 18. maí sl. Fram kemur að SSNE tilnefnir tvo aðalfulltrúa og aðra tvo til vara.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilnefna Dóroþeu Reimarsdóttur áfram sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar.

12.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026; a) framhald skv. tímaramma og b) kynning á fjárhagsáætlunarferlinu

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi staðfestur tímarammi vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Samkvæmt tímarammunum eiga eftirfarandi atriði að vera til umfjöllunar:
Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat.
Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett.
Rætt m.a. um rafrænar kannir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote)

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir tímarammann.


b) Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýsluviðs fór yfir helstu þætti í samþykktinni er snýr að vinnunni við fjárhagsáætlun.
Lagt fram tilkynningar.

13.Frá Innviðaráðuneytinu; Breyting á reglugerð 1212-2015 vegna reikningsskil sveitarfélaga

Málsnúmer 202110022Vakta málsnúmer

Á 1000. fundi byggðaráðs þann 14. október 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, bréf dagsett þann 11. október sl., er varðar breytingu á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga. Tilgangur bréfsins er að minna á þessa breytingu sem gerð var á 20. gr. og nýtt ákvæði. Nú gert skylt að færa inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags vegna byggðarsamlaga, sameignarfélaga, sameignarfyrirtækja og annara félagaforma sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að þegar er hafin vinna við að skoða hvort og þá hvernig ofangreint ákvæði hefur áhrif á reikningsskil og áætlunargerð sveitarfélagsins.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi bréf frá innviðarráðuneytinu, dagsett þann 5. maí 2022, þar sem ráðuneytið minnir á ofangreindar breytingar og áréttar mikilvægi þess að fjárhagsáætlun beri með sér þau áhrif sem breytt ákvæði hafa í för með sér. Heimilt var að beita ekki þeirri aðferð sem kveðið er á um með breytingu á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 við gerð ársreiknings fyrir árið 2021 en velji sveitarfélög að nýta sér ekki heimildina skulu þau fyrir 1. júní 2022 hafa lokið gerð viðauka við fjárhagsáætlun vegna áranna 2022-2025 með þeirri aðferð sem lýst er í 3. mgr. 20. gr.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs hefur aflað sér þá þurfi Dalvíkurbyggð ekki að bregðast við hvað ofangreint varðar, alla vega ekki fyrr en málið skýrist betur.

Lagt fram til kynningar.

14.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Landsþing og landsþingsfulltrúar

Málsnúmer 202205162Vakta málsnúmer

Á 346. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 6. maí sl., þar sem vakin er athygli á að dagana 28. - 30. september nk. verður landsþing Sambandsins haldið á Akureyri. Öll sveitarfélög á landinu sem eiga aðild að Sambandinu eiga rétt til að senda fulltrúa á landsþingið í samræmi við íbúafjölda í viðkomandi sveitarfélagi. Þá eiga framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. bæjar- og sveitarstjórar, rétt til setu á landsþingi með málfrelsi og tillögurétti. Mikilvægt er að sveitarfélög tilnefni landsþingsfulltrúa á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar. Að þeim fundi loknum þarf að senda kjörbréf á Sambandið, í síðasta lagi 15. júlí nk. Samkvæmt 4. lið hér að ofan þá eru eftirtalin kjörin sem fulltrúar á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga; Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga Aðalmenn: Helgi Einarsson (K) Katrín Sigurjónsdóttir (B) Varamenn: Freyr Antonsson (D) Lilja Guðnadóttir (B) Enginn tók til máls. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 10. júní sl., þar sem fram kemur að búið er að taka frá herbergi fyrir landsþingsfulltrúa en þar sem ekki er hægt að halda herbergjunum nema í takmarkaðan tíma er mælt með að sveitarfélög taki strax frá herbergi í sínu nafni.
Lagt fram til kynningar.

15.Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf 2022

Málsnúmer 202206047Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 13. júní sl., þar sem boðað er til aðalfundar Greiðar leiðar ehf., þriðjudaginn 28. júní nk. kl. 13:00 á TEAMS.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð sveitarfélagsins, ef hann hefur tök á. Til vara sækir forseti sveitarstjórnar fundinn.

16.Frá Félagi atvinnurekenda; Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda til sveitarfélaga

Málsnúmer 202206001Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórn Félags atvinnurekenda, dagsett þann 31. maí 2022, þar sem kynnt er álykt stjórnar vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði sem óskað er eftir að sé komið á framfæri við sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

17.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Styrktarsjóður EBÍ 2022 - styrkur til Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Á 1025. fundi byggðaráðs þann 19. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1023. fundi byggðaráðs þann 31. mar sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 24. mars 2022, er varðar Styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfrestur er til loka apríl. Hver aðildarsveitarfélag getur sent inn eina umsókn. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögu að verkefni sem sækja á um fyrir í sjóðinn." Á fundi framkvæmdastjórnar þann 11. apríl sl. var ofangreint til umfjöllunar og tillaga er um að ítreka umsóknina frá því í fyrra um styrk til hönnunar og uppsetningu á skilti sem vísar vegfarendum á útivistarsvæðið "austur á sandi". Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu."

Tekið fyrir erindi frá EBÍ, dagsett þann 31. mai sl., þar sem fram kemur að Dalvíkurbyggð fékk úthlutað styrk að upphæð kr. 300.000 vegna verkefnisins "Austur á sand - upplýsingaskilti".

Lagt fram til kynningar og vísað til skiltanefndar sveitarfélagsins.

18.Frá 346. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní sl.; Fundagerðir Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses 2022

Málsnúmer 202205203Vakta málsnúmer

Á 346. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram fundargerð stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses frá 20. maí 2022 - fundur nr. 60. Í fundargerðinni er 4. lið vísað til nýrrar sveitarstjórnar, mál nr. 201902040 - Framkvæmdastjóri Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses; "Katrín sveitarstjóri hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra til bráðabirgða síðan í september 2020. Hún mun láta af störfum í lok kjörtímabilsins og því þarf stjórn að ákveða hvernig farið verður með framkvæmdastjórn stofnunarinnar.Stjórnin telur mikilvægt að hafa samskonar tengingu inn í stjórnkerfi Dalvíkurbyggðar og verið hefur. Stjórn beinir málefnum framkvæmdastjóra og skipan í fulltrúaráð skv. samþykktum félagsins til nýrrar sveitarstjórnar.Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar um að vísa 4.lið fundargerðarinnar til byggðaráðs."

Til umræðu ofangreint.
Afgreiðslu frestað.

19.Frá 346. fundi sveitarstjóranr þann 8. júní 2022; Siðareglur kjörinna fulltrúa. Endurskoðun í upphafi kjörtímabils 2022-2026

Málsnúmer 202205191Vakta málsnúmer

Á 346. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Í upphafi kjörtímabils skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til að endurskoða siðareglur sveitarstjórnar. Ef niðurstaðan er að siðareglur þarfnist ekki endurskoðunar halda þær gildi sínu. Sjá nánar 29. gr. sveitarstjórnarlaga.Niðurstaða:Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til úrvinnslu. Felix Rafn Felixson. Freyr Antonsson. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar Sigurjónsdóttur."


https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/sidareglur-kjorinna-fulltrua-2018.pdf
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögur að breytingum á siðareglunum miðað við reynslu undanfarinna ára.

20.Frá 346. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní 2022; Vinabæjasamstarf; undirbúningur fyrir Dalvíkurbyggð 2021

Málsnúmer 202001002Vakta málsnúmer

Á 346. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2022 var eftirfarandi bókað: "Á 343. fundi sveitarstjórnar þann 22. mars 2022 var eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að óskað verði eftir við Lund að halda áformaðan undirbúningsfund í fjarfundi og að vísað verði til Ungmennaráðs að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna. Á 33. fundi ungmennaráðs þann 26. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn hefur samþykkt að þiggja boð frá Lund um að þau haldi áformaðan undirbúningsfund og að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna. Einnig þá tillögu framkvæmdastjórnar að óskað verði eftir því við Lund að halda áformaðan undirbúningsfund í fjarfundi. Einnig var vísað til Ungmennaráðs að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna. Lagt fram til kynningar og rætt um áherslur sem ráðið vill leggja á varðandi vinabæjarsamstarf.Tilnefna þarf fulltrúa á fjarfund til undirbúnings á vinabæjamóti. Fjarfundurinn verður haldinn 20. júní nk. frá kl. 9 - kl. 12. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, einn fulltrúi úr ungmennaráði og einn kjörinn fulltrúi sitji fundinn." Á 34. fundi ungmennaráðs þann 24. maí 2022 var eftirfarandi bókað: "Sveitarstjórn hefur samþykkt að þiggja boð frá Lundi um að þau haldi áformaðan undirbúningsfund og að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna. Einnig þá tillögu framkvæmdastjórnar að óskað verði eftir því við Lund að halda áformaðan undirbúningsfund í fjarfundi. Einnig var vísað til Ungmennaráðs að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna. Lagt fram til kynningar og rætt um áherslur sem ráðið vill leggja á varðandi vinabæjarsamstarf. Ungmennaráð þarf að tilnefna fulltrúa á fjarfund til undirbúnings á vinabæjamóti. Fjarfundurinn verður haldinn 20. júní nk. frá kl. 9-12 (7-10 á íslenskum tíma) Ungmennaráð samþykkir að tilnefna Írisi Björk sem fulltrúa ungmennaráðs.Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að byggðaráði verði falin fullnaðarafgreiðsla til að tilnefna kjörinn fulltrúa á fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Freyr Antonsson. Katrín Sif Ingvarsdóttir. a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar Sigurjónsdóttur og að sá fulltrúi sæki fjarfundinn ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu að Íris Björk verði fulltrúi ungmennaráðs."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Katrín Kristinsdóttir verði úr hópi kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar á fundinum.

21.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202206026Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

22.Frá Dómsmálaráðuneytinu; Endurskoðun kosningalaga - áform um lagasetningu

Málsnúmer 202205202Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá dómsmálaráðuneytinu, dagsettur þann 30. maí 2022, þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur birt á samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingu á kosningalögum https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3207
Frestur til að senda inn ábendingar og athugasemdir er til 1. júlí n.k. og hvet ég ykkur til að nýta tækifærið og senda ábendingar sem fyrst.
Lagt fram til kynningar.

23.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál.

Málsnúmer 202205144Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 18. maí sl., þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. júní nk.
Lagt fram til kynningar.

24.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál.

Málsnúmer 202205145Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 18. maí 2022, þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. júní nk.
Lagt fram til kynningar.

25.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga), 571. mál.

Málsnúmer 202205160Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 23. maí 2022, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga), 571. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. júní nk
Lagt fram til kynningar.

26.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál.

Málsnúmer 202205161Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 23. maí 2022, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. júní nk.
Lagt fram til kynningar.

27.Frá nefndasviði Alþignis; Til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 595. mál.

Málsnúmer 202205137Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis rafpóstur dagsettur þann 17. maí 2022, þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 595. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 31. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

28.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fundargerðir 2022 - fundur stjórnar nr. 909

Málsnúmer 202201071Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 909 frá 27. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

29.Frá SSNE; Fundargerðir 2022; fundur stjórnar nr. 37 og nr. 38

Málsnúmer 202202069Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerir stjórnar SSNE nr. 37 og nr. 38. frá 27. apríl sl. og 8. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

30.Fréttabréf SSNE 2022; maí

Málsnúmer 202202049Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf SSNE frá maí 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs