Menningarráð

87. fundur 23. september 2021 kl. 08:30 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Rúna Kristín Sigurðardóttir sat fundinn í Teams.

1.Gjaldskrá fræðslu - og menningarsviðs fyrir 2022

Málsnúmer 202109071Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins, fór yfir drög að gjaldskrá safna fyrir fjárhagsárið 2022.
Menningarráð gerir ekki athugasemdir við drög að gjaldskrá safna fyrir fjárhagsárið 2022.

2.Starfs - og fjárhagsáætlun 2022 og 3ja ára áætlun 2023 - 2025

Málsnúmer 202109100Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins, fór yfir drög að starfs - og fjárhagsáætlun safna í Dalvíkurbyggð fyrir fjárhagsárið 2022.
Menningarráð gerir ekki athugasemdir við drög að Starfsáætlun safna í Dalvíkurbyggð fyrir fjárhagsárið 2022.

3.Fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05

Málsnúmer 202001081Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05.
Lagt fram til kynningar
Katrín Sigurjónsdóttir sveitastjóri Dalvíkurbyggðar kom inn á fund kl. 10:25

4.Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Til kynningar staða verkefnisins um Gamla skóla. Katrín Sigurjónsdóttir kemur inn á fund og kynnir framgang verkefnis.
Menningarráð þakkar Katrínu sveitastjóra fyrir góða kynningu á framgangi verkefnis.
Katrín Sigurjónsdóttir sveitastjóri fór af fundi kl. 10:50

5.Lagfæring á listaverki

Málsnúmer 202109102Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, fór yfir stöðu mála vegna lagfæringar á listaverki.
Lagt fram til kynningar. Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og menningarhúsins Berg heldur áfram að vinna í málinu.

6.Ósk um styrk vegna göngustígs meðfram Dalvíkurkirkju

Málsnúmer 202109096Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá sóknarnefnd Dalvíkur, dags. 17.09.2021, þar sem óskað er eftir styrk vegna stígs við austurhlið Dalvíkurkirkjugarðs.
Menningarráði líst vel á verkefnið og sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs er falið að skoða málið betur.

7.Frá sóknarnefnd Dalvíkurkirkju vegna fjárhagsáætlunar 2022

Málsnúmer 202108070Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá formanni sóknarnefndar Dalvíkursóknar, dags. 26.08.2021. Undirritaður f.h. sóknanefndar óskar eftir fjárstyrk fjárhagsárið 2022, með niðurfellingu fasteignagjalda, eins og undanfarin ár.
Meðfylgjandi er einnig minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs dags. 26.08.2021.
Menningarráð samþykkir samhljóða með þremur greiddum atkvæðum að veita styrk fjárhagsárið 2022.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs