Byggðaráð

1024. fundur 07. apríl 2022 kl. 13:00 - 15:49 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður boðaði forföll og Dagbjört Sigurpálsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla - úttekt

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs.


Á 343. fundi sveitarstjórnar þann 22. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 1018. fundi byggðaráðs þann 24. febrúar sl. var eftirfarandi bókað : Á 345. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var samþykkt tillaga byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að leita tilboða í hönnun og útboðslýsingu vegna endurbyggingu á Gamla skóla sem og endurbyggingu á elsta hlutanum. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi: fundargerð vinnuhóps um Gamla skóla frá 23.02.2022. Drög að umsókn í C.01. sértæk verkefni vegna sóknaráætlana vegna Nýsköpunar- og fjarvinnsluseturs í Dalvíkurbyggð. Þar kemur fram að elsti hluti Gamla skóla á Dalvík verði endurbyggður til að hýsa verkefnið. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að send verði inn umsókn skv. ofangreindu. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að send verði inn umsókn samkvæmt fyrirliggjandi drögum vegna verkefnis um Nýsköpunar- og fjarvinnsluseturs í Dalvíkurbyggð."

Til umræðu áform um úttekt á Gamla skóla með tilliti til myglu og úrræði sem þyrfti þá mögulega að grípa til, áður en lengra er haldið.

Bjarni Daníel vék af fundi kl. 13:35.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram að málinu og gera könnun á verði og verkefnatillögum hjá nokkrum aðilum.

2.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka

Málsnúmer 202203174Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, bréf dagsett þann 25. mars 2022, þar sem með vísan til 5. gr. 2. mgr. laga nr. 162/2006 með síðari breytingum þá hefur Sambandið sett viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálasamtaka. Viðmiðunarreglurnar eru kynntar í bréfinu.

Miðað er við kr. 189 á hvern íbúa sem á lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi 1. janúar ár hvert. Miðað við fjölda íbúa Dalvíkurbyggðar 1.1.2022 þá væri upphæðin kr. 351.540. Gert er ráð fyrir kr. 350.000 í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka mið af ofangreindum viðmiðunarreglum.

3.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Utankjörfundaratkvæðagreiðsla v. sveitarstjórnarkosninga 2022.

Málsnúmer 202201085Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 5. apríl 2022, um utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna sveitarstjórnarkosninga þann 14. maí nk.

Að breyttum kosningalögum, sbr. 69. gr. l. nr. 112/2021, er framkvæmdinni nú lýst svo:
"Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur farið fram: [] Í húsnæði á vegum sveitarfélags, enda skal sýslumaður að ósk sveitarstjórnar skipa kjörstjóra, sem getur verið starfsmaður sveitarfélags, til þess að annast atkvæðagreiðslu. Heimilt er að ósk sveitarfélags að slíkur kjörstaður sé hreyfanlegur, enda sé jafnræðis gætt við veitingu þeirrar þjónustu.".

Sýslumaður bendir á að ósk sveitarstjórnar er nú forsenda skipunar kjörstjóra Sýslumanns. Standi vilji sveitarstjórna áframhaldandi samstarfs óskar Sýslumaður staðfestingar á því, svo fljótt sem verða má. Óskað er upplýsinga um mögulega kjörstjóraefni að teknu tilliti til vanhæfissjónarmiða. Gert er ráð fyrir að upphaf utankjörfundaratkvæðagreiðslu í samstarfi við sveitarfélögin hefjist um næstu mánaðarmót.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir þeirri umfjöllun sem ofangreint hefur fengið innanhúss og hvort og hvaða kostir eru í stöðinni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram í Dalvíkurbyggð í samstarfi við Sýslumanninn á Norðurlandi eystra og með því fyrirkomulagi sem starfsmenn hafa lagt til, sbr. ofangreint.

4.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Ósk um endurnýjun á styrktarsamningi milli leikfélags Dalvíkur og Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202111015Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:45.

Á 91. fundi menningarráðs þann 24. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir drög að styrktarsamningi milli Leikfélags Dalvíkur og Dalvíkurbyggðar. Menningarráð felur sviðsstjóra að ganga frá endanlegum samningi og leggja hann fram til umræðu í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar."

Í meðfylgjandi minnisblaði sviðsstjóra, dagsett þann 4. apríl sl. kemur fram að hann leggur til að samningurinn verði samþykktur. Ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í þetta í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2022. Reynt verður að mæta viðbótarkostnaði á sviðinu, þar sem að þetta er undir þeim viðmiðum um viðauka við fjárhagsáætlun.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindum samningsdrögum.

Byggðaráð frestar afgreiðslu til að afla nánari upplýsinga um þær ábendingar og vangaveltur sem komu upp á fundinum.

5.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Endurskoðun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samrekstur á tónlistarskóla.

Málsnúmer 202202003Vakta málsnúmer

Á 31. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri, fóru yfir helstu breytingar á samstarfssamning milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samrekstur á tónlistarskóla. Samstarfssamingur um samrekstur á tónlistarskóla milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar rennur út í lok árs 2022. Gísli Bjarnason, sviðsstjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri lögðu fyrir drög að endurskoðuðum samningi. Skólanefnd TÁT, gerði smávægilegar breytingar á samstarfssamningi og vísar honum til frekari umræðu og samþykktar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar og Bæjarráði Fjallabyggðar."

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindum samningsdrögum.

Gísli vék af fundi kl. 14:10.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög með þeim breytingum sem lagðar voru til á fundinum á 14. gr. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Frá Upplýsinga- og tækniteymi; Rafræn skeytamiðlun

Málsnúmer 202203180Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá Bjarna Jóhanni Valdimarssyni, tölvuumsjónarmann, um miðlun rafrænna reikninga.

Þar kemur fram að UT-teymi Dalvíkurbyggðar leggur til, að vel athuguðu máli, að flytja alla skeytamiðlun Dalvíkurbyggðar yfir til Unimaze. Upphaf þessarar endurskoðunar kom í kjölfar breytinga vegna orkukerfisins sem Dalvíkurbyggð notar fyrir Hitaveitu Dalvíkur.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að skipt verði um þjónustuaðila og samið verði við Unimaze um rafræna skeytamiðlun. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar 2022; fundargerð 05.04.2022

Málsnúmer 202201039Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 5. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202204004Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók - launaviðauki vegna veikinda.

9.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Beiðni um umsögn vegna umsóknar Í tröllahöndum ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II

Málsnúmer 202203173Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 30. mars 2022, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar frá Í Tröllahöndum ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-D Gistiskóli í Félagsheimilinu Rimar.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsögn slökkviliðsstjóra og byggingafulltrúa.

10.Frá Norðurorku hf.; Samstarf um nýtingu jarðvarma og tengingu hitaveitna

Málsnúmer 202204003Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Norðurorku hf., dagsett þann 25. mars 2022, þar sem vísað er í fund fulltrúa Norðurorku hf og Dalvíkurbyggðar þann 8. mars sl. Óskað er eftir að komið verði á fót teymi frá Dalvíkurbyggð og Norðurorku sem hafi það hlutverk að kanna samstarf um nýtingu jarðvarma og tengingu hitaveitna. Í þessu samhengi er vísað til samkomulags milli Norðurorku og Dalvíkurbyggðar frá 10. mars 2015.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að skipað verði í ofangreint teymi í samráði við veitu- og hafnaráð og samvinna verði hafin á næstu vikum á grundvelli samningsins frá árinu 2015.

11.Frá Innviðaráðuneytinu; Tilkynning Breytingar á lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá til HMS í samráðsgátt

Málsnúmer 202204005Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Innviðarráðuneytinu, dagsettur þann 4. apríl 2022, þar sem ráðuneytið birtir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Umsagnarfrestur er til 11.04.2022.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál

Málsnúmer 202203178Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 30. mars 2022, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. apríl nk.

Lagt fram til kynningar.

13.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202105085Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

14.Frá sviðsstjóra félagsmálasviðs; Beiðni um viðauka vegna ráðningar félagsráðgjafa á félagsmálasvið, 100% staða.

Málsnúmer 202202047Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 6. apríl 2022, er varðar beiðni um viðauka á félagsmálasviði vegna ráðningar félagsráðgjafa.

Í erindinu er óskað eftir heimild til að bæta við stöðugildi á sviðinu sem og eftir viðauka til að hægt sé að ráða félagsráðgjafa til starfa á félagsmálasviði. Lagabreytingar hafa átt sér stað undanfarin misseri s.s. breyting á lögum um barnavernd sem og lög um farsæld barna. Þar eru lagðar skyldur á sveitarfélögin að félagsráðgjafi sé í starfi. Ýmsar útfærslur gætu verið á starfi félagsráðgjafa en ekkert er enn þá fast í hendi með það. Samkvæmt útreikningum starfsmannaþjónustu sveitarfélagsins þá er umbeðinn viðauki að fjárhæð kr. 9.620.998. Félagsráðgjafinn ætti einnig að sinna öldrunarþjónustu að þeim hluta sem sviðsstjóri felur honum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um nýtt starf og stöðugildi félagsráðgjafa, allt að 100% stöðu. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 15:49.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður boðaði forföll og Dagbjört Sigurpálsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs