Byggðaráð

971. fundur 17. desember 2020 kl. 13:00 - 17:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá

1.Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; Spennustöð á Norðurgarði, leigusamningur

Málsnúmer 202009011Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.

Á 970. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Lagður fram leigusamningur vegna hluta húsnæðis sem er staðsett í austurhluta masturshúss 3 sem er á Norðurgarði Dalvíkurhafnar. Leigusamningurinn er við Rarik um spennistöðvarrými fyrir hafnarrafmagn við Dalvíkurhöfn. Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar óskaði eftir stækkun á spenni vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á möguleikum Hafnasjóða að standa við kröfur um orkuskipti í höfnum. Umræddur leigusamningur er hefðbundið form sem Rarik hefur notað vegna húsnæðis fyrir spenna sem fyrirtækið hefur leigt af viðskiptavinum sínum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta umfjöllun og afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um samninginn."

Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs kynnti minnisblað sem lagt var fram á fundinum, dagsett þann 17. desember 2020 varðandi málið.

Til umræðu ofangreint.

Þorsteinn vék af fundi kl. 13:22.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan samning eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Staða innheimtumála almennt.

Málsnúmer 202011104Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Íris Daníelsdóttir, þjónustu- og innheimtufulltrúi, kl. 13:20.

Íris kynnti stöðu innheimtu hjá sveitarfélaginu almennt, byggt á samantekt frá Motus.

Íris vék af fundi kl. 14:05.
Byggðaráð þakkar þjónustu- og innheimtufulltrúa fyrir góða yfirferð og kynningu.

Lagt fram til kynningar.

3.Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla; vinnuhópur og erindisbréf.

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

"Á 330. fundi sveitarstjórnar þann 15. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
966. fundi byggðaráðs þann 19. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið auglýsti nú í nóvember eftir umsóknum um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, flokkur C.01 í stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024. Stjórn SSNE velur þau verkefni sem sótt er um fyrir Norðurland eystra og á fundi sínum þann 11. nóvember sl. valdi stjórnin verkefni Dalvíkurbyggðar, Friðlandsstofa - Anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð, sem eitt af umsóknum frá landshlutanum. Friðlandsstofa er verkefni sem sveitarstjórn hefur unnið að í nokkurn tíma og er sprottið af því að finna nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu lokagögn sem fylgdu umsókninni til Ráðuneytisins þann 16. nóvember sl. á lokadegi umsóknarfrests.
Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi afrit af bréfi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til umsækjenda um styrk á grundvelli aðgerðar C.1. í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2020, dagsett þann 9. desember 2020. Fram kemur að verkefnið Friðlandssstofa - anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð fá alls 35 m. kr. styrk sem skiptist niður á árin 2021-2023.

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til að stofnaður verði 3ja manna vinnuhópur og að eftirtaldir skipi vinnuhópinn. Hlutverk og verkefni vinnuhópsins verði samkvæmt erindisbréfi:
Katrín Sigurjónsdóttir frá B
Rúna Kristín Sigurðardóttir frá D
Kristján E Hjartarson frá J

Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin í vinnuhópinn."

Sveitarstjóri kynnti drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn. Gerðar voru nokkrar breytingar á fundinum á erindisbréfinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi erindisbréf með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202012055Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Framtíðarfyrirkomulag brunavarna - beiðni um viðræður

Málsnúmer 202009112Vakta málsnúmer

Á 330. fundi sveitarstjórnar þann 15. desember 2020 samþykkti sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði að óska eftir fundi með bæjarráði Fjallabyggðar þar sem farið verði yfir þær ábendingar og athugasemdir sem komið hafa fram eftir kynningarfundi á úttektarskýrslu HLH ráðgjafar um framtíð brunamála sveitarfélaganna.

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund TEAMS bæjarráð Fjallabyggðar; Nanna Árnadóttir, Helga Helgadóttir, Jón Valgeir Baldursson og bæjarstjóri Fjallabyggðar, Elías Pétursson kl. 15:00.

Á fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 15. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna bæjarstjóra og Tómas Atla Einarsson í formlegan viðræðuhóp sveitarfélaganna sem mun fara yfir málið og leggja tillögu um niðurstöðu fyrir bæjarstjórn. Lögð er á það rík áhersla að formlegar viðræður verði til þess að svara spurningum sem uppi eru og undirbyggja með faglegum hætti ákvörðun bæjarstjórnar um framtíðarfyrirkomulag brunavarna. Fundargerðir viðræðuhóps skulu lagðar fyrir bæjarstjórn.

Til umræðu ofangreint.

Nanna, Helga, Jón Valgeir og Elías viku af fundi kl. 15:39.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilefna sveitarstjóra og Hauk Arnar Gunnarsson, formann umhverfisráðs, í viðræðuhóp sveitarfélaganna sem mun fara yfir málið og leggja tillögur fyrir byggðaráð. Lögð er á það rík áhersla að viðræður verði til þess að svara spurningum sem uppi eru og undirbyggja með faglegum hætti ákvörðun sveitarstjórnar um framtíðarfyrirkomulag brunavarna. Fundargerðir viðræðuhóps skulu lagðar fyrir byggðaráð.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202012021Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Covid-19; Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna Covid-19

Málsnúmer 202003111Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 15. desember 2020, þar sem fram kemur að á fundi stjórnar þann 11. desember sl. var lagt fram meðfylgjandi bréf Velferðarvaktarinnar, dagsett þann 7. desember 2020, um tillögur til stjórnvalda, bæði til ríkis og sveitarfélaga, í mótvægisaðgerðum vegna COVID-19 faraldursins. Stjórn Sambandsins samþykkti að senda bréfið til sveitarfélaga til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 11. desember 2020, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá SSNE; Fundargerðir stjórnar SSNE 2020

Málsnúmer 202002037Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, 19. fundur frá 9. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fundargerðir stjórnar nr. 891 og nr. 892

Fundi slitið - kl. 17:45.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.