Byggðaráð

1026. fundur 05. maí 2022 kl. 13:00 - 16:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; viðhald troðara og viðgerð á lyftu vor 2022

Málsnúmer 202204123Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Hörður E. Finnabogason frá Skíðafélagi Dalvíkur, kl. 13:00.

Tekið fyrir minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 27. apríl 2022, þar sem fram kemur að Skíðafélagið hefur óskað eftir því við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að koma í farveg beiðni þeirra um endurnýjun á beltum snjótroðara sem og beiðni um styrk vegna viðgerðar á lyftu vegna bilunar sem varð stuttu fyrir páska 2022. Félagið telur að ekki sé hægt að bíða eftir fjárhagsáætlunargerð í haust, þar sem panta þarf beltin sem allra fyrst. Kostnaður við ný belti er kr. 6.588.311 samkvæmt upplýsingum frá Skíðafélagi Dalvíkur. Viðhald á lyftu er áætlað a.m.k. ein milljón króna samkvæmt upplýsingum frá Skíðafélagi Dalvíkur.


Til umræðu ofangreint.

Gísli Rúnar og Hörður viku af fundi kl. 13:20.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn styrk til Skíðafélags Dalvíkur allt að kr. 8.000.000 á deild 06800, viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2022, vegna ofangreinds erindis. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

2.Vinnuhópur um brunamál - kaup á slökkviliðsbíl - samningur og beiðni um viðauka.

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13:30.

a) Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við þátttöku sveitarfélagsins í ofangreindu útboði vegna kaupa sveitarfélagsins á slökkviliðsbíl með vísan í starfs- og fjárhagsáætlun 2022 og 340. fund sveitarstjórnar frá 23.11.2021."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar undirritaður kaupsamningur við Ólaf Gíslason og Co hf. um kaup á nýjum slökkviliðsbíl fyrir Slökkvilið Dalvíkur, dagsettur þann 22. apríl 2022. Afhending er áætluð undir árslok 2023.

b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð vinnuhópsins um brunamál, 6. fundur þann 4.maí sl. Í 2. lið fundargerðinnar kemur fram ósk um viðauka vegna kaupa á slökkviliðsbíl. Heimild þessa árs á áætlun er 80 m.kr. Fyrir liggur að skila þarf þeim fjárheimildum þar sem slökkviliðsbíllinn verður ekki til afhendingar og greiðslu fyrr en í lok árs 2023. Vinnuhópurinn leggur til að sama upphæð, 80 m.k.r., verði áfram til fjárfestingar á þessu ári fyrir slökkvilið, breytt úr kaupum á slökkvibíl og sett í uppbyggingu á húsnæði slökkviliðs í samræmi við tillögur um kosti í húsnæðismálum slökkviliðsins sem koma fram í fundargerð vinnuhópsins.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka á deild 32200, viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2022, þannig að áætluð fjárfestingaheimild vegna kaupa á slökkviliðsbíl að upphæð 80 m.kr. verði tekin út á þessu ári. Varðandi tillögu um að sama fjárhæð verði sett á fjárfestingaáætlun 2022 vegna uppbyggingu á húsnæði slökkvliðsins þá samþykkir byggðaráð að leggja til við sveitarstjórn að sú ákvörðun bíði nýrrar sveitarstjórnar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202205032Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.
Viðauki vegna veikindalauna.

4.Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs fundinn.

Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl 2022 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Til umræðu áform um úttekt á Gamla skóla með tilliti til myglu og úrræði sem þyrfti þá mögulega að grípa til, áður en lengra er haldið. Bjarni Daníel vék af fundi kl. 13:35.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram að málinu og gera könnun á verði og verkefnatillögum hjá nokkrum aðilum."

Bjarni Daníel gerði grein fyrir þeirri könnun sem hann hefur gert á verði og verkefnatillögum. Niðurstaðan var að fá verkfræðastofuna Eflu í úttekt með tilliti til myglu. Efla tók sýni þann 26. apríl sl. sem bíða greiningar og tekur að jafnaði tvær til þrjár vikur að fá niðurstöðu sem verður í formi minnisblaðs frá Eflu.
Lagt fram til kynningar.

5.Skíðabraut 12, Gamli skóli, úttekt á eigninni v. myglu - staða mála

Málsnúmer 202103109Vakta málsnúmer

Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum lið.

Varðandi þennan lið á dagskrá er vísað til 4. liðar hér að ofan.
Lagt fram til kynningar.

6.Ráðning verkefnastjóra tæknideildar.

Málsnúmer 202205030Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, fundinn.

Auglýsing um starf Skipulags- og byggingafulltrúa var framlengd til og með 1. maí sl.
Sjá nánar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar;
https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-1/laust-til-umsoknar-skipulags-og-byggingafulltrui

Sviðsstjóri óskar eftir heimild til að ráða í starf verkefnistjóra tæknideildar en störfum byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa verði áfram útvistað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að sviðsstjóri framkvæmdasviðs hafi heimild til að auglýsa laust til umsóknar og ráða í 100% starf verkefnisstjóra á tæknideild. Störf byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa verði áfram leyst með aðkeyptri þjónustu.

7.Leigusamningur um tjaldsvæði

Málsnúmer 202204062Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat fundinn Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs.

Á 1025. fundi byggðaráðs þann 19. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fyrstu drög að leigusamningi vegna reksturs og umsjónar með tjaldsvæðinu á Hauganesi við Ektafisk ehf. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs til skoðunar".

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind samningsdrög með ábendingum sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum áfram til vinnslu hjá framkvæmdasviði.

8.Verkefnahópur um farartæki og vinnuvélar - erindi um sölu, tilfærslu og fl. - viðaukabeiðni.

Málsnúmer 202203048Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat áfram fundinn sviðsstjóri framkvæmdasviðs.

Á 343. fundi sveitarstjórnar þann 22. mars 2022 var eftirfarandi bókað hvað varðar c) lið:

"Á 1020. fundi byggðaráðs þann 10. mars sl. var eftirfarandi bókað m.a.; "Tekið fyrir erindi frá verkefnahópi Dalvíkurbyggðar um farartæki og vinnuvélar, dagsett þann 28. febrúar sl. :
c) Óskað er eftir heimild til að selja verkfærabíl veitna Toyota Hiace DO-476. Búið er að kanna söluverðmæti á bílnum hjá Toyota umboðinu á Akureyri. Það þarf að gera ráð fyrir söluþóknun/launum þegar bíllinn selst sem greiðist af seljanda. Vinnuhópurinn óskar eftir því að andvirði bílsins fari í að kaupa innréttingar og búnað í nýja verkfærabílinn sem búið er að festa kaup á og er kominn til landsins. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 var gert ráð fyrir 8.000.000,- krónum vsk til kaupa á bílnum og er endanlegt verð ekki komið en reikna má að upphæðin verði rúmar 9.500.000,- og því ekki afgangur til að kaupa innréttingar eða búnað sem þarf í nýja bílinn. Ekki er orðið ljóst hvenær afhending á þeirri bifreið verður til veitna. c) Afgreiðslu frestað og byggðaráð óskar eftir nánari upplýsingum." Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsettur þann 15. mars sl., þar sem fram kemur að verkfærabíllinn kostar hingað kominn kr. 7.720.657 án vsk. Innrétting og verkfæri eru áætluð kr. 1.100.000 án vsk. Fjármögnun á bílnum eru kr. 8.000.000 heimild í fjárhagsáætlun og ósk um að söluandvirði á bifreið, kr. 800.000 - kr. 900.000. Heildarverð á verkfærabílnum með öllu er þá kr. 8.820.657 án vsk og hann fjármagnaður samkvæmt ofangreindu. Óskað er því eftir heimild til að nota söluandvirði verkfærabíls til að innrétta nýja verkfærabílinn.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sölu á verkfærabílnum. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 þegar tilboð liggur fyrir vegna kostnaðar við innréttingar og verkfæri í nýja verkfærabílinn." Til máls tók: Þórhalla Karlsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:42. Guðmundur St. Jónsson, 1. varaforseti tók við fundarstjórn undir þessum lið. Fleiri tóku ekki til máls.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og heimilar sölu á verkfærabílnum."

Samkvæmt rafpósti frá sviðsstjóri framkvæmdasviðs þann 3. maí sl. þá er gert ráð fyrir að kostnaður við innréttingu og verkfæri í nýja verkfærabílinn sé um kr. 1.018.780.

Bjarni Daníel vék af fundi undir þessum lið kl. 14:46.
Byggðáráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2022 þannig að söluhagnaður bifreiðar verði nýttur til innréttingar á nýjum verkfærabíl, að upphæð kr. 819.929. Alls er þá heimild vegna verkfærabíls þá kr. 8.819.929. Byggðaráð vísar viðauka nr. 8 til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Beiðni um viðauka vegna Fiskidagsins Mikla 2022

Málsnúmer 202205028Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék af fundi Guðmundur St. Jónsson kl. 14:47 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022, dagsett þann 5. maí 2022, í samræmi við afgreiðslu sveitarstjórnar þann 26. apríl sl.
Óskað er eftir niðurfellingu framlags til Fiskidagsins upp á kr. 10.800.000 sem er sú heildarupphæð sem gert var ráð fyrir til hátíðarinnar á fjárhagsáætlun 2022, þ.e. kr. 5.500.000 beint fjárframlag til Fiskidagsins mikla skv. samningi og kr. 5.300.000 áætlaður beinn umframkostnaður sveitarfélagsins vegna hátíðarinnar. Lagt er til að fjárhæðin komi til hækkunar á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun 2022, deild 05710, að upphæð kr. - 10.800.000 og til hækkunar á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202204004Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Guðmundur St. Jónsson á fundinn að nýju kl. 14:48.

Bókað í trúnaðarmálabók.
Beiðni um launaviðauka vegna veikinda að upphæð kr. 4.093.642.

11.Fjárhagsáætlun 2022; heildarviðauki I

Málsnúmer 202204135Vakta málsnúmer

a) Á fundinum kynnti sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs drög að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2022 þar sem búið er að setja inn raunniðurstöður ársins 2021 í fjárhagsáætlunarlíkan.Í framhaldinu verða settir inn þeir viðaukar sem samþykktir hafa verið á árinu sem og þeir viðaukar sem verða samþykktir á þessum fundi.

b) Sviðsstjóri kynnti einnig viðaukabeiðni vegna heildarviðauka launa vegna ytri áhrifa, að upphæð kr. 27.416.659. Um er að ræða nýja kjarasamninga hjá nokkrum félögum, nýja vörpun starfsheita hjá KVH og LSS, nýjar launatöflur vegna hagvaxtarauka og leiðréttingu á vaktavinnuhvata í íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Áætlað er að um 21 m.kr. vegna þessa viðauka megi rekja til hagvaxtarauka lífskjarasamninga. Ekki var gert ráð fyrir áhrifum hagvaxtaraukans í fjárhagsáætlun 2022 þar sem upplýsingar um lágu ekki fyrir við vinnslu fjárhagsáætlunar 2022.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2022 til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar að teknu tilliti til þeirra viðauka sem staðfestar hafa verið og þeirra tillagna að viðaukum sem liggja fyrir á þessum fundi.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heildarviðauka vegna launa eins og hann liggur fyrir að upphæð kr. 27.416.659 vegna fjárhagsáætlunar 2022 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.Byggðaráð vísar viðaukanum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, viðauki nr. 11 við fjárhagsáætlun 2022.

12.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

a) Auglýsing

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023, sbr. undanfarin ár.

b) Tímarammi.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að timaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 í samræmi við fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum auglýsinguna eins og hún liggur fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að tímaramma eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umföllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

13.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202201057Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

14.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202205027Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.
Bókað í trúnaðarmálabók.

15.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar 2022

Málsnúmer 202201039Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 3. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

16.Fjarvinnustefna Dalvíkurbyggðar - tillaga vinnuhóps

Málsnúmer 202202035Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fundinn Bjarni Jóhann Valdimarsson, tölvuumsjónarmaður kl. 16:03.

Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög, frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um gerð Fjarvinnustefnu Dalvíkurbyggðar. Fram kemur að á fundi UT_teymis þann 3. febrúar sl. var samþykkt að beina því til framkvæmdastjórnar hvort Dalvíkurbyggð ætti að setja sér Fjarvinnustefnu. Framkvæmdastjórn fjallaði um málið þann 7. febrúar sl. og niðurstaðan var að vísa erindinu til byggðaráðs. Gert er ráð fyrir að fjarvinnustefnan verði hluti af Mannauðsstefnu sveitarfélagsins, stjórnendahandbók og starfsmannahandbók.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fulltrúum UT-teymis að skipa vinnuhópinn. Byggðaráð samþykkir erindisbréfið samhljóða með 3 atkvæðum eins og það liggur fyrir."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga UT_teymis að Fjarvinnustefnu Dalvíkurbyggðar sem sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og tölvuumsjónarmaður gerðu grein fyrir.

Bjarni Jóhann vék af fundi kl. 16:16.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að Fjarvinnustefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

17.Samstarf 11 sveitarfélaga á Nl.eystra og N4 2022

Málsnúmer 202112090Vakta málsnúmer

Á 343. fundi sveitarstjórnar þann 22. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1020. fundi byggðaráðs þann 10. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 18. janúar sl. var ofangreint til umfjöllunar og samþykkti sveitarstjórn þá tillögu að sveitarstjórn taki fremur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti, en að því gefnu að önnur sveitarfélög séu sama sinnis og að stuðningi verði deilt niður miðað við íbúafjölda sveitarfélaganna. Endanlegri afgreiðslu var frestað þar sem afstaða sveitarfélaganna er enn óljós. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra um framvindu málsins sem sveitarstjóri gerði grein fyrir ásamt þeim fundum sem haldnir hafa verið um málið. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 4. mars sl., þar sem hjálögð eru samningsdrög vegna erindis til sveitarfélaga um samstarf við N4 og erindi frá SSNE, dagsett þann 24. febrúar sl., um samstarf sveitarfélaga innan SSNE og N4. Í meðfylgjandi töflu er að finna tillögu um kostnaðarskiptingu sem lögð er fyrir sveitarfélögin. Samkvæmt tillögunni er hlutur Dalvíkurbyggðar í verkefninu 440.196 kr. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að Dalvíkurbyggð taki þátt í samstarfinu á þeim grunni sem um er rætt í erindi SSNE. Byggðaráð gengur út frá að uppfærð samningsdrög komi til umfjöllunar byggðaráðs og afgreiðslu sveitarstjórnar. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð taki þátt í samstarfinu á þeim grunni sem um er rætt í erindi SSNE."

Tekið fyrir nýtt erindi frá framkvæmdastjóra N4, rafpóstur dagsettur þann 3. maí sl., þar sem sveitarfélaginu er boðið að taka þátt í stuðningi við þáttagerð í Að norðan fyrir kr. 500.000 hvert sveitarfélag á listanum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi þar sem Dalvíkurbyggð er nú þegar með sérsamning við N4 um afmörkuð verkefni.

18.Hlutur Dalvíkurbyggðar í Norðurböðum hf.

Málsnúmer 202112089Vakta málsnúmer

Á 1021. fundi byggðaráðs þann 17. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1017. fundi byggðaráðs þann 17. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað; "Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað: Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir erindi til stjórnar Norðurbaða hf. (áður Tækifæri hf.) þar sem gert er grein fyrir áhuga sveitarfélagsins á sölu á sínum eignarhluta og þá hvort áhugi sé fyrir hjá stjórn félagsins á kaupum. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar rafpóstur frá Norðurböðum ehf. (áður Tækifæri ehf.) þar sem fram kemur að stjórn Norðurbaða ehf. tók mjög jákvætt í erindið og mun stjórn fá ráðgjafa stjórnar til að vinna málið áfram og hafa samband við Dalvíkurbyggð. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Norðurböðum hf., rafpóstur dagsettur þann 14. febrúar 2022, þar sem fram kemur staðfesting á því að það er gagnkvæmur áhugi hjá félaginu að kaupa hlut Dalvíkurbyggðar. Dalvíkurbyggð á að nafnvirði kr. 6.897.040 í félaginu eða 0,92%. Norðurböð hf. eru tilbúin að leggja fram kauptilboð í alla hluti Dalvíkurbyggðar og er kaupverðið tilgreint í erindinu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óska eftir verði og tímaáætlun frá KPMG í vinnu við óháð mat á verðmæti eignarhluta sveitarfélagsins í Norðurböðum ehf.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sendi beiðni til KPMG í samræmi við ofangreint þann 21. febrúar sl. Sviðsstjóri gerði grein fyrir í hvaða farvegi málið er.

Lagt fram til kynningar."

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir stöðu mála.
Byggðaráð metur að ekki liggja fyrir enn upplýsingar til að taka afstöðu til málsins að svo stöddu. Lagt fram til kynningar.

19.Skýrsla Flugklasans Air 66N - 2022

Málsnúmer 202204083Vakta málsnúmer

Skýrsla Flugklasans 27. október 2021 til 8. apríl 2022 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs