Byggðaráð

1013. fundur 20. janúar 2022 kl. 13:00 - 15:29 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Vinnuhópur um brunamál - Slökkviliðsbíll - sameiginlegt útboð

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13 í gegnum TEAMS fund.

Á 1011. fundi byggðaráðs þann 6. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs og Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 8:15 í gegnum TEAMS fjarfund.
Ofangreindir skipa ásamt sveitarstjóra vinnuhóp um brunamál sveitarfélagsins.
Vinnuhópurinn hefur fundað í fjögur skipti. Vinnuhópurinn gerði grein fyrir starfi hópsins og stöðu mála. Kynnt var gróf kostnaðaráætlun fyrir fjóra kosti í húsnæðismálum Slökkviliðsins til framtíðar sem unnið er af Slökkviliðsstjóra.
Bjarni Daníel og Villi viku af fundi kl. 08:57.
Byggðaráð þakkar vinnuhópnum góða kynningu.
Byggðaráð felur vinnuhópnum að fækka kostum í húsnæðismálum úr fjóra í tvo. Slökkviliðsstjóri mun áfram bera undir slökkviliðsmenn í Slökkviliði Dalvíkur hvaða tvo kosti ætti helst að halda áfram að vinna með. Í framhaldinu yrðu áætlanir og kostnaður útfærður nánar."

Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar vinnuhópsins um brunamál frá 19. janúar 2022.
Slökkviliðsstjóri gerir grein fyrir fyrirhuguðu útboði vegna slökkviliðsbíla og útboðslýsingu. Einnig gerði slökkviliðsstjóri grein fyrir samráði við slökkviliðið um að fækka valkostum í húsnæðismálum úr fjóra í tvo.

Villi og Bjarni viku af fundi kl. 13:34.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við þátttöku sveitarfélagsins í ofangreindu útboði vegna kaupa sveitarfélagsins á slökkviliðsbíl, samanber starfs- og fjárhagsáætlun 2022 og samanber 340. fundur sveitarstjórnar frá 23.11.2021.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201902143Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 111. fundi veitu- og hafnaráðs þann 14. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á fundi starfsmanna 10. janúar 2022 með forsvarsmönnum Laxós verkefnisins voru kynnt áform um áframhald á verkefninu. Fyrir veitu- og hafnaráði liggur fyrir að taka afstöðu til veitingu á heitu og köldu vatni til verkefnisins og einnig deiliskipulags vegna verkefnisins við hafnasvæðið á Árskógssandi. Fyrirhugað er að halda íbúafund til kynningar á drögum að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulag vegna verkefnisins þann 19. janúar nk. Veitu- og hafnaráð leggur til við sviðsstjóra að leitað verði til verkfræðistofu og fengið álit á möguleikum veitna til afhendingar orku fyrir verkefnið, bæði á heitu og köldu vatni."
Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir. Þórhalla Karlsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu forseta sveitarstjórnar að vísa þessum lið til frekari umfjöllunar í byggðaráði."

Íbúafundur (fjarfundur) var haldinn í gær 19. janúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi þar sem forsvarsmenn Laxóss ehf. og Dalvíkurbyggð kynntu hugmyndir að breytingum á aðal- og deiliskipulagi og áformaða starfsemi. Einnig voru kynntar módelmyndir/þrívíddarteikningar af svæðinu sem um ræðir sem er lóð sunnan Öldugötu og uppfylling austan ferjubryggju Árskógssandshafnar. Fundurinn var tekinn upp og verður upptakan og gögn aðgengilegt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

Fram kom í máli sveitarstjóra að búið er að lengja frest til að koma með athugasemdir til 6. febrúar nk.

Lagt fram til kynningar.

4.Öflun heildstæðra upplýsinga um samstarfssamninga - fundur með bæjarráði Fjallabyggðar - umræðuefni

Málsnúmer 201801108Vakta málsnúmer

Á 1010. fundi byggðaráðs þann 16. desember sl. var m.a. eftifarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað bæjarlögmanns, dagsett þann 26.11.2021, til Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um ofangreint. Fram kemur m.a. að það liggi beinast við að stofnað verði byggðasamlag um verkefni sem lúta að þjónustu við fatlað fólk sem þá um leið tryggir að búið sé að formfesta samstarf DB og FB hvað varðar þennan málaflokk.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir samráðsfundi með Fjallabyggð um ofangreint málefni ásamt fleiri málefnum sem sveitarfélögin vinna að í sameiningu. Fundurinn verði haldinn sem fyrst á nýju ári."

Ofangreindur samráðsfundur er áformaður fimmtudaginn 27. janúar nk. kl. 15:00 á Dalvík. Til umræðu dagská og fyrirkomulag fundarins.

Lagt fram til kynningar.

5.Frá Landsneti ehf.; Dalvíkurlína 2 - lega jarðstrengs - skipun í samráðshóp.

Málsnúmer 202108059Vakta málsnúmer

Á 338. fundi sveitarstjórnar þann 21. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað: "Með tölvupósti, dagsettum 23. ágúst 2021, óskar Kristinn Magnússon hjá Mannvit eftir umsögn um fyrstu hugmyndir um legu Dalvíkurlínu 2 (DA2) frá Hámundarstaðahálsi að tengivirki í Höfðanum. Mannvit vinnur að hönnun á DA2 fyrir Landsnet, sem er 66kV jarðstrengur milli Rangarvalla á Akureyri og tengivirkisins við Dalvík. Meðfylgjandi er loftmynd með hugmynd að legu strengsins. Umhverfisráð fagnar lagningu jarðstrengs og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða lagnaleið. Umhverfisráð leggur til að hugað verði að því að nýta tækifærið og leggja göngu- og hjólastíg samhliða framkvæmdinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku: Jón Ingi Sveinsson. Guðmundur St. Jónsson. Þórhalla Karlsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða lagnaleið."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Landsneti, dagsettur þann 10. janúar 2022 þar sem óskað er eftir tilnefningu á fulltrúa frá Dalvíkurbyggð í samráðshóp varðandi Dalvíkurlínu og stígagerð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela skipulags- og tæknifulltrúa (verðandi deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar) að vera fulltrúi Dalvíkurbyggðar í samráðshópnum og að sviðsstjóri framkvæmdasviðs verði til vara.

6.Gangur á 2. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur; fyrirhuguð sala

Málsnúmer 202201048Vakta málsnúmer

Í starfsáætlun Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2022 þá er gert ráð fyrir að eignarhluti Dalvíkurbyggðar á 2. hæð verði settur á sölu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindur eignarhluti verði settur á söluskrá sem fyrst og að Hvammur fasteignasala verði fengin til að sjá um ferlið. Leigjendur verði upplýstir um fyrirhugaða sölu.

7.Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september 2021 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Á 991. fundi byggðaráðs þann 8. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi sínum þann 15. júní 2021 vísaði sveitarstjórn ákvarðanatöku um nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla til fullnaðarafgreiðslu í byggðaráði. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um kostnað verkefnisins og útfærslur frá sveitarstjóra, forstöðumanni safna og þjónustu- og upplýsingafulltrúa. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði í endurbyggingu á Gamla skóla og byggingunni falið nýtt hlutverk. Byggðasafnið verði flutt úr Hvoli, fuglasýning og Friðlandsstofa sett upp. Fleiri kostir verða skoðaðir áfram hvað varðar frekari starfsemi í húsinu. Jafnframt verði áfram til skoðunar framtíðarnýting á elsta hlutanum. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2022-2025."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir íbúafundi frá 23. september sl. og hugmyndum um aðkeypta hönnunarvinnu. Lagt fram til kynningar."

Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2022 er gert ráð fyrir að hefja undirbúning á endurbyggingu á Gamla skóla. Í áætluninni er ekki gert ráð fyrir endurbyggingu á elsta hlutanum. Til umræðu hugmyndir að framtíðarnýtingu fyrir elsta hlutann.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita tilboða í hönnun og útboðslýsingu vegna endurbyggingu á Gamla skóla sem og endurbyggingu á elsta hlutanum.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa og verkefnastjóra SSNE að kanna þörf og áhuga hjá einyrkjum að leigja vinnuaðstöðu/skrifstofur í sveitarfélaginu.

8.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fundargerðir 2022

Málsnúmer 202201071Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 905 frá 14.01.2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:29.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs