Fundargerðir starfs -og kjaranefndar frá 2020

Málsnúmer 202003008

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 936. fundur - 05.03.2020

Lagðar fram til kynningar og umræðu fundargerðir starfs- og kjaranefndar frá 3. september 2019 til 3. mars 2020.

Einnig lagt fram til kynningar leiðbeiningarblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna verkfalla BSRB.

Þá fylgdi með fundarboðinu endurskoðað og uppfært erindisbréf nefndarinnar eftir breytingu á heiti hennar úr ráðninganefnd í starfs- og kjaranefnd í september 2019.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum erindisbréf starfs- og kjaranefndar með þeim breytingum sem lagðar voru til á fundinum.

Byggðaráð - 938. fundur - 19.03.2020

Fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 17. mars 2020 lögð fram til kynningar ásamt leiðbeiningum sem sendar voru til stjórnenda hjá Dalvíkurbyggð vegna COVID-19.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 944. fundur - 14.05.2020

Lagðar fram til kynningar fundargerðir starfs- og kjaranefndar frá 5. og 12. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Með fundarboði fylgdi fundargerð starfs- og kjaranefndar sveitarfélagsins frá 08.09.2020.
Á fundinum var til umfjöllunar erindi frá stjórnendum vegna launaáætlunar 2021.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 955. fundur - 17.09.2020

Tekin fyrir fundargerð starfs- og kjaranefndar frá fundi þann 15. september s.l. og erindi frá stjórnendum vegna aukinna stöðuhlutfalla vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir ofangreindu.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 956. fundur - 24.09.2020

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 22. september s.l. og yfirferð yfir beiðnir stjórnenda um viðbótarstöðugildi 2021.
Lagt fram til kynningar með vísan í lið 2 hér ofar á dagskrá.

Byggðaráð - 957. fundur - 08.10.2020

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi starfs- og kjaranefndar frá 06. október s.l.

Útfærsla á fyrirkomulagi styttingar vinnuviku á Söfnum og Skrifstofum Dalvíkurbyggðar lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 960. fundur - 15.10.2020

Með fundarboði fylgdi fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 13. október 2020.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 962. fundur - 22.10.2020

Sveitarstjóri kynnti fundargerð starfs- og kjaranefndar Dalvíkurbyggðar frá 20, október 2020.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 963. fundur - 29.10.2020

Sveitarstjóri kynnti fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 27.10.2020.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 964. fundur - 05.11.2020

Sveitarstjóri gerði grein fyrir meðfylgjandi fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 03.11.2020.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 965. fundur - 12.11.2020

Undir þessum lið sat Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, áfram fundinn.

Starfs- og kjaranefnd, sveitarstjóri, launafulltrúi og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusvis, gerðu grein fyrir fundi starfs- og kjaranefndar frá 10.11.2020 og stöðu mála hvað varðar vinnu við samkomulög um styttingu vinnuvikunnar samkvæmt kjarasamningum.

Til umræðu útfærslur á samkomulögum um styttingu vinnuvikunnar í stofnunum og deildum sveitarfélagsins og hvernig hægt er að mæta þeim áskorunum sem stjórnendur og starfsmenn standa frammi fyrir án þess að til komi kostnaðarauki og/eða aukið álag.

Rúna Kristín vék af fundi kl. 15:50.
Byggðaráð felur starfs- og kjaranefnd áframhaldandi vinnu við samkomulög um styttingu vinnuvikunnar í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 966. fundur - 19.11.2020

Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, úr vinnuhópi um styttingu vinnuvikunnar komu inn á fundinn undir þessum lið kl. 14:45.

Með fundarboði fylgdi til kynningar fundargerð starfs- og kjaranefndar frá fundi nefndarinnar þann 17. nóvember 2020.
Til umfjöllunar staða mála í vinnu hjá deildum við styttingu vinnuvikunnar samkvæmt kjarasamningum.

Rúna Kristín og Gísli Rúnar viku af fundi kl.15:45.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 970. fundur - 10.12.2020

Til kynningar fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 8. desember 2020.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

Á 970. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2020 var til umfjöllunar fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 17. nóvember s.l. og hún lögð fram til kynningar.
Fram kemur í fundargerðinni undir 1. lið að farið var stuttlega yfir stöðumála hvað varðar styttingu vinnuvikunnar og á stjórnendafundi var rætt um að taka 13 mínútna styttingu á allar deildir í byrjun. Ítrekun var send frá launafulltrúa til stjórnenda með ósk um að fá til baka fyrir næsta fund starfs- og kjaranefndar ný samkomulög, eða fyrir 15. desember.
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir fundi starfs- og kjaranefndar frá 15. desember, fyrirliggjandi samkomulögum, túlkun á sölu á kaffi- og matartímum og skilgreiningu á neysluhléum.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 973. fundur - 14.01.2021

Til kynningar fundargerðir starfs- og kjaranefndar frá 5. og 12. janúar 2021.

Fulltrúar starfs- og kjaranefndar kynntu fundargerðir nefndarinnar frá 5. og 12. janúar sl.
Fulltrúar eru sveitarstjóri, launafulltrúi og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Lagt fram til kynningar.