Byggðaráð

938. fundur 19. mars 2020 kl. 13:00 - 14:51 utan húss
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Dóra Þorsteinsdóttir staðgengill fjármála- og stjórnsýslustjóra
Dagskrá

1.Lög um neyðarástand í sveitarfélagi

Málsnúmer 202003095Vakta málsnúmer

Frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 - neyðarástand í sveitarfélagi.

Tekin fyrir lög sem voru samþykkt á Alþingi gær, 18. mars. Þau eru sett til að rýmka heimildir sveitarstjórna og tryggja að hægt sé að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þegar neyðarástand ríkir. Þarna eru m.a. veittar heimildir til fjarfunda sveitarstjórna og fastanefnda.
Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að sveitarstjórn og fastanefndir Dalvíkurbyggðar muni nýta fjarfundi til að tryggja starfshæfni þegar aðstæður krefjast þess.

2.Kirkjuvegur 12; sala á eigninni

Málsnúmer 202003053Vakta málsnúmer

Íris Daníelsdóttir kom á fundinn kl. 13:10.
Tekin fyrir þrjú kauptilboð sem borist hafa í Kirkjuveg 9-12 íbúð 4.
Íris vék af fundi kl. 13:29.
Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að gefa tveimur tilboðsgjöfum með samhljóða hæstu tilboðin tækifæri á að endurskoða tilboð sín fyrir kl. 16:00 mánudaginn 23. mars. Byggðaráð veitir jafnframt innheimtufulltrúa heimild til ganga frá hæsta tilboðinu.

3.Upplýsingar vegna kórónuveirufaraldurs.

Málsnúmer 202003086Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslusviðs kom inn á fundinn kl. 13:30.
Til umræðu er erindi frá sviðsstjóra um niðurfellingu leikskólagjalda vegna skerðingar á opnunartíma.
Gísli vék af fundi kl. 13:45.
Byggðarráð samþykkir með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fræðslusviðs að undirbúa tillögur að útfærslu afslátta af gjöldum vegna skerðinga á vistun barna í leik- og grunnskólum Dalvíkurbyggðar í samræmi við tillögur sem verið er að móta í sveitarfélögum landsins.

4.Upplýsingar vegna kórónuveirufaraldurs.

Málsnúmer 202003086Vakta málsnúmer

Umræða um áhrif COVID-19 á fjárhag Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð fer yfir umræður sveitarstjórna víðs vegar um landið varðandi beiðni um frestun fasteignagjalda ferðaþjónustufyrirtækja, áhrif á útsvarstekjur og launakostnað sveitarfélaganna.
Lagt fram til kynningar.

5.Beiðni um upplýsingar um framkvæmdir og aðgerðir

Málsnúmer 202003092Vakta málsnúmer

Beiðni til sveitarfélaga um að leggja sérstaka áherslu á framkvæmdir með aðkomu ríkisins.

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, fór yfir skjal með framkvæmdum og viðhaldi sem þegar hafa verið samþykkt og hvernig þau falla að þessum áherslum ríkisins um að leggja aukið fjármagn í samstarfverkefni ríkis og sveitar sérstaklega þau sem eru mannaflsfrek.
Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra í samvinnu við sviðsstjóra að útfæra upplýsingar um hugsanlegar framkvæmdir og aðgerðir og svara erindinu.

Byggðaráð skorar á RARIK að flýta strengvæðingu í vestanverðum Svarfaðardal fram til ársins 2020. Ástæðan er langvarandi rafmagnsleysi í desember auk rafmagnstruflana sem hafa orðið í framhaldi þess.

6.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 202003065Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Unicef á Íslandi, dagsettur 25. febrúar 2020, tilboð um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur hér á landi árið 2013.
Byggðaráð vísar erindinu til umsagnar í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði.

7.Fundargerðir starfs -og kjaranefndar frá 2020

Málsnúmer 202003008Vakta málsnúmer

Fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 17. mars 2020 lögð fram til kynningar ásamt leiðbeiningum sem sendar voru til stjórnenda hjá Dalvíkurbyggð vegna COVID-19.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:51.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Dóra Þorsteinsdóttir staðgengill fjármála- og stjórnsýslustjóra