Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar 136.mál - frumvarp um endurgr.vegna mannvirkjagerða

Málsnúmer 201902056

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 896. fundur - 14.02.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 31. janúar 2019, þar sem Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda, 136. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. febrúar.

Með fundarboði fylgdi drög að umsögn frá Dalvíkurbyggð.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að umsögn frá Dalvíkurbyggð og vísar til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.