Viðmið um tekjur og eignir í reglum sveitarfélaga um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði

Málsnúmer 201902065

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 226. fundur - 12.02.2019

Lagt fram rafbréf frá Tryggva Þórhallssyni lögfræðingi hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga dags. 28.janúar 2019 varðandi fyrirspurnir um fyrirkomulag á viðmiðum um tekjur og eignir í reglum sem sveitarfélög setja sér um úthlutun á félagslegu íbúðarhúsnæði á þeirra vegum (þ.e. félagslegar leiguíbúðir sveitarfélaga). Með rafbréfinu fylgdu lög nr 40-1991 með breytingum sem tóku gildi þann 1.október 2018.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 896. fundur - 14.02.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 7. febrúar 2019, er varðar leiðbeiningar um viðmið tekna og eigna þegar kemur að reglum sveitarfélaga um úthlutanir á félagslegu leiguhúsnæði. Fram kemur að tillit til tekju- og eigna eru meðal þeirra aðstæðna sem meta skal. Hverju sveitarfélagi er í sjálfsvald sett að velja það fyrirkomulag á viðmiðum um tekjum og eignum sem best svarar aðstæðum á hverju svæði fyrir sig, m.a. hvað varðar framboð og eftirspurn félagslegs leiguhúsnæðis. Að hálfu Sambandsins er lögð áhersla á tekju- og eignamörk í reglugerðum nr.1042/2013 og nr. 555/2016 fela í sér hámark þeirra tekna og eigna sem mega koma fram í umsókn.
Lagt fram til kynningar.