Ráðningarnefnd- fundagerðir 2019

Málsnúmer 201902093

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 896. fundur - 14.02.2019

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu greinargerð yfir fundi nefndarinnar frá 3. janúar, 15. janúar 22. janúar, 4. febrúar og 12. febrúar 2019.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 901. fundur - 21.03.2019

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundum ráðningarnefndar á tímabilinu frá 19. febrúar og til og með 18. mars 2019.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 905. fundur - 02.05.2019

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim málum og verkefnum sem hafa komið á borð ráðningarnefndar eftir 18. mars s.l.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 906. fundur - 09.05.2019

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fóru yfir fundi ráðningarnefndar frá tímabilinu frá 26.03.2019 og til 07.05.2019.

Til umræðu ofangreint og þá sérstaklega tillögur fræðsluráðs frá fundi sínum 8. maí s.l: "Fræðsluráð leggur til að störf skólastjóra Árskógarskóla og sérfræðings á fræðslusviði verði auglýst sem fyrst, samkvæmt umræðum og þarfagreiningu sem lögð var fram á fundinum."
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 912. fundur - 11.07.2019

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundum ráðningarnefndar á tímabilinu 14. maí til 2. júlí 2019.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 915. fundur - 22.08.2019

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir fundum ráðningarnefndar á tímabilinu 3. júlí og til og með 20. ágúst s.l.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við ráðningarnefnd að taka til skoðunar að gera tillögu um breytingu á heiti nefndarinnar, til dæmis í starfs- og kjaramálanefnd.