Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Málaflokkur 57; Tillaga um hækkun á húsaleigu 2019

Málsnúmer 201809009

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 878. fundur - 20.09.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Íris Daníelsdóttir, þjónustu- og innheimtufulltrúi, kl. 13:00.

Tekið fyrir minnisblað sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og þjónustu- og innheimtufulltrúa um endurskoðun á leiguverði Félagslegra íbúða. Í minnisblaðinu er farið yfir samanburð á leiguverði íbúða í eigu Dalvíkurbyggðar og leiguverði samkvæmt skýrslu KPMG fyrir Varasjóð húsnæðismála, sem var kynnt í byggðaráði 5. apríl s.l., og samkvæmt verðsjá leiguverðs í Dalvíkurbyggð af vef Þjóðskrá Íslands. Minnisblaðið ásamt meðfylgjandi gögnum er lagt fram til umræðu til ákvörðunar á hækkun leiguverðis frá og með 1.1.2019.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hækka leiguverðið um 10% á árinu 2019 í tveimur áföngum; frá 1.1.2019 um 5% og síðan aftur 5% 1.7.2019. Miðað við áætlaða hækkun neysluverðsvísitölu á árinu 2019 um 2,9% er áætluð raun hækkun leigu því um 7,10% í lok árs 2019.