Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Sveitarstjórnir hvattar til aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi og áreiti

Málsnúmer 201801018

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 853. fundur - 25.01.2018

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 4. desember 2017 þar sem fram kemur að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarstjórnir landsins til að ræða leiðir gegn kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum og á vinnustöðum sveitarfélaga. Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, fjallaði á stjórnarfundi þess um frumkvæði stjórnmálakvenna „Í skugga valdsins“ og mikilvægi þess að sveitarfélög láti sig málið varða.Var á stjórnarfundinum einnig bent á nauðsyn þess, að öll sveitarfélög setji sér formlega stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni enda sé slík hegðun ólíðandi með öllu.

Dalvíkurbyggð er nú þegar með aðgerðaráætlun vegna eineltis og kynferðislegrar áreitni, og er hún hluti af Mannauðsstefnu Dalvikurbyggðar, en markmið áætlunarinnar er að vinna á móti einelti, kynferðislegri áreitni og annarri ótilhlýðlegri háttsemi á vinnustað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela teymi Dalvíkurbyggðar gegn einelti og kynferðislegu áreitni að yfirfara aðgerðaráætlun sveitarfélagsins með tilvísan í ofangreinda hvatningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélga.

Félagsmálaráð - 215. fundur - 08.02.2018

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarstjórnir landsins til að ræða leiðir gegn kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum og á vinnustöðum sveitarfélaga. Var á stjórnarfundinum einnig bent á nauðsyn þess að öll sveitarfélög setji sér formlega stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni enda sé slík hegðun ólíðandi með öllu. Voru þau sveitarfélög sem ekki hafa gert slíkt, hvött til að nýta sér sem fyrirmynd stefnu og viðbragðsáætlun sambandsins.
Frestað til næsta fundar

Byggðaráð - 882. fundur - 04.10.2018

Á 853. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela teymi Dalvíkurbyggðar gegn einelti og kynferðislegu áreitni að yfirfara aðgerðaráætlun sveitarfélagsins með tilvísan í ofangreinda hvatningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga."

Á 215. fundi félagsmálaráðs þann 8. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarstjórnir landsins til að ræða leiðir gegn kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum og á vinnustöðum sveitarfélaga. Var á stjórnarfundinum einnig bent á nauðsyn þess að öll sveitarfélög setji sér formlega stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni enda sé slík hegðun ólíðandi með öllu. Voru þau sveitarfélög sem ekki hafa gert slíkt, hvött til að nýta sér sem fyrirmynd stefnu og viðbragðsáætlun sambandsins.Frestað til næsta fundar".

Lagt fram til kynningar, sjá mál 201802073 hér á eftir.