Fjárhagsáætlun 2018-Deiliskipulag Ferðamannaþorpsins Hauganes

Málsnúmer 201709051

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 834. fundur - 14.09.2017

Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín og Pétri Einarssyni, dagsett þann 7. september 2017 er varðar deiliskipulag Ferðamannaþorpsins Hauganes.

Frestur til að skila inn erindi vegna fjárhagsáætlunar 2018 var til og með 1. september s.l. og er því ofangreint erindi of seint fram komið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022.

Byggðaráð - 876. fundur - 06.09.2018

Á 834. fundi byggðaráðs þann 14. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín og Pétri Einarssyni, dagsett þann 7. september 2017 er varðar deiliskipulag Ferðamannaþorpsins Hauganes. Frestur til að skila inn erindi vegna fjárhagsáætlunar 2018 var til og með 1. september s.l. og er því ofangreint erindi of seint fram komið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022."

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu hvað varðar skipulagsmál.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til atvinnumála- og kynningaráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu hvað varðar ferða- og atvinnumál.

Umhverfisráð - 310. fundur - 07.09.2018

Á 834. fundi byggðaráðs þann 14. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín og Pétri Einarssyni, dagsett þann 7. september 2017 er varðar deiliskipulag Ferðamannaþorpsins Hauganes. Frestur til að skila inn erindi vegna fjárhagsáætlunar 2018 var til og með 1. september s.l. og er því ofangreint erindi of seint fram komið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022."
Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
a)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu hvað varðar skipulagsmál.
Umhverfisráð leggur til að farið verði í deiliskipulag á Hauganesi samkvæmt starfsáætlun ráðsins fyrir 2019.
Samráð verður haft í skipulagsferlinu eins lög gera ráð fyrir.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Atvinnumála- og kynningarráð - 36. fundur - 12.09.2018

Á 876. fundi byggðaráðs var meðal annars bókað:

,,Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín og Pétri Einarssyni, dagsett þann 7. september 2017 er varðar deiliskipulag Ferðamannaþorpsins Hauganes. Frestur til að skila inn erindi vegna fjárhagsáætlunar 2018 var til og með 1. september s.l. og er því ofangreint erindi of seint fram komið.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til atvinnumála- og kynningaráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu hvað varðar ferða- og atvinnumál."

Til umræðu.
Atvinnumála og kynningarráð telur að Dalvíkurbyggð geti ekki með beinum hætti komið að verkefni eins og hér um ræðir en felur upplýsingafulltrúa að leiðbeina umsækjendum um þá styrkmöguleika sem í boði eru fyrir hugmyndir eins og þessar.

Byggðaráð - 878. fundur - 20.09.2018

Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var eftirfarandi bókað meðal annars:
"Umhverfisráð leggur til að farið verði í deiliskipulag á Hauganesi samkvæmt starfsáætlun ráðsins fyrir 2019. Samráð verður haft í skipulagsferlinu eins lög gera ráð fyrir. Samþykkt með fimm atkvæðum."

Á 36. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 12. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Atvinnumála og kynningarráð telur að Dalvíkurbyggð geti ekki með beinum hætti komið að verkefni eins og hér um ræðir en felur upplýsingafulltrúa að leiðbeina umsækjendum um þá styrkmöguleika sem í boði eru fyrir hugmyndir eins og þessar. "
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022.