Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Leiguíbúðir - endurskoðun á leiguverði og úthlutunarreglum

Málsnúmer 201703097

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 857. fundur - 22.02.2018

Tekin fyrir drög að reglum um leiguíbúðir hjá Dalvíkurbyggð og úthlutanir á þeim, bæði hvað varðar útleigu á almennum forsendum sem og á félagslegum forsendum.

Til umræðu ofangreint.
Frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 878. fundur - 20.09.2018

Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:

"Tekin fyrir drög að reglum um leiguíbúðir hjá Dalvíkurbyggð og úthlutanir á þeim, bæði hvað varðar útleigu á almennum forsendum sem og á félagslegum forsendum. Til umræðu ofangreint.
Frestað til næsta fundar."

Með fundarbði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög að reglum.

Til umræðu ofangreint.

Íris vék af fundi kl. 13:45
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela þjónustu- og innheimtufulltrúa og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fullvinna ofangreind drög og leggja fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu.

Byggðaráð - 885. fundur - 25.10.2018

Á 878. fundi byggðaráðs þann 20. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað: "Tekin fyrir drög að reglum um leiguíbúðir hjá Dalvíkurbyggð og úthlutanir á þeim, bæði hvað varðar útleigu á almennum forsendum sem og á félagslegum forsendum. Til umræðu ofangreint. Frestað til næsta fundar." Með fundarbði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög að reglum. Til umræðu ofangreint. Íris vék af fundi kl. 13:45
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela þjónustu- og innheimtufulltrúa og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fullvinna ofangreind drög og leggja fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærð tillaga að reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun íbúða.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar reglur eins og þær liggja fyrir.