Erindi frá félagsráðgjafafélagi Íslands

Málsnúmer 201809044

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 221. fundur - 18.09.2018

Tekið fyrir erindi frá Félagsráðgjafafélag Íslands dags. 7.september 2018 um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tekur gildi þann 1. október 2018. Þar lýsir félagsráðgjafafélag Íslands ánægju sinni yfir þeim lagabreytingum sem verða í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga þann 1. október nk. þar sem segir að sveitarfélög skuli hafa á að skipa félagsráðgjöfum til að starfa að verkefnum sviðsins. Hafin er vinna við að fá félagsráðgjafa til starfa hjá félagsþjónustu í verktöku eða sem aðkeypta þjónustu við sviðið. En til frekari upplýsinga hefur það verið gert í nokkrum málum á undanförnum misserum.
Félagsmálaráð samþykkir samhljóða það sem þegar hefur verið gert í málinu og felur starfsmönnum að meta þörf fyrir ráðningu félagsráðgjafa reglulega.

Byggðaráð - 878. fundur - 20.09.2018

Á 221. fundi félagsmálaráðs þann 18. september 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Félagsráðgjafafélag Íslands dags. 7.september 2018 um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tekur gildi þann 1. október 2018. Þar lýsir félagsráðgjafafélag Íslands ánægju sinni yfir þeim lagabreytingum sem verða í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga þann 1. október nk. þar sem segir að sveitarfélög skuli hafa á að skipa félagsráðgjöfum til að starfa að verkefnum sviðsins. Hafin er vinna við að fá félagsráðgjafa til starfa hjá félagsþjónustu í verktöku eða sem aðkeypta þjónustu við sviðið. En til frekari upplýsinga hefur það verið gert í nokkrum málum á undanförnum misserum.
Félagsmálaráð samþykkir samhljóða það sem þegar hefur verið gert í málinu og felur starfsmönnum að meta þörf fyrir ráðningu félagsráðgjafa reglulega."

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.