Fjárhagsáætlun 2019; Frá stjórn Dalbæjar; Beiðni um framlag til bílakaupa og endurbóta á salernisaðstöðu

Málsnúmer 201809015

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 876. fundur - 06.09.2018

a) Tekið fyrir erindi frá hjúkrunarframkvæmdastjóra Dalbæjar fyrir hönd stjórnar, dagsett þann 3. september 2018, þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð til endurnýjunar á bifreið Dalbæjar, með vísan í það að bifreiðin nýtist ekki eingöngu íbúum Dalbæjar heldur fleiri íbúum byggðarlagsins.

b) Tekið fyrir erindi frá hjúkrunarframkvæmdastjóra Dalbæjar fyrir hönd stjórnar, dagsett þann 3. septmeber 2018, þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð til endurbóta á salernisaðstöðu á Dalbæ. Um er að ræða 3 snyrtingar. Kostnaðaráætlun og tilboð liggur ekki fyrir en verður sent til Dalvíkurbyggðar um leið og þau gögn liggja fyrir.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar félagsmálaráðs og byggðaráð óskar eftir að fá rökstudda tillögu ráðsins að afgreiðslu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til Eignasjóðs til umfjöllunar og skoðunar og byggðaráð óskar eftir að fá rökstudda tillögu Eignasjóðs að afgreiðslu. Byggðaráð samþykkir einnig samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar félagsmálaráðs og óskar jafnframt eftir að fá rökstudda tillögu ráðsins að afgreiðslu.

Félagsmálaráð - 221. fundur - 18.09.2018

Á 876.fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 6.september sl., var tekið fyrir rafrænt erindi frá hjúkrunarframkvæmdarstjóra Dalbæjar beiðni um framlag til bílakaupa og endurbóta á salernisaðstöðu fyrir fjárhagsáætlunargerð 2019. í fundargerð byggðaráðs, 876. fundi, var síðan samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar félagsmálaráðs og óskar byggðarráð eftir að fá rökstudda tillögu ráðsins til afgreiðslu.
a)Félagsmálaráð leggur til að byggðarráð samþykki styrk til bílakaupa til Dalbæjar með þeim rökum að með nýjum lögum er aukin þörf á slíkum bíl til ferðaþjónustu fatlaðra í sveitarfélaginu. Við leggjum til að gerður verði þjónustusamningur um samnýtingu bifreiðarinnar milli Dalbæjar og félagsmálasviðs. Við leggjum til að styrkurinn verði í hlutfalli við áætlaða nýtingu sviðsins á bifreiðinni.
b) Félagsmálaráð vísar erindinu samhljóða til eignarsjóðs og telur sig ekki hafa forsendur til að meta umsókn þessa.

Byggðaráð - 878. fundur - 20.09.2018

Á 221. fundi félagsmálaráðs þann 18. september s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:
"a)Félagsmálaráð leggur til að byggðarráð samþykki styrk til bílakaupa til Dalbæjar með þeim rökum að með nýjum lögum er aukin þörf á slíkum bíl til ferðaþjónustu fatlaðra í sveitarfélaginu. Við leggjum til að gerður verði þjónustusamningur um samnýtingu bifreiðarinnar milli Dalbæjar og félagsmálasviðs. Við leggjum til að styrkurinn verði í hlutfalli við áætlaða nýtingu sviðsins á bifreiðinni. b) Félagsmálaráð vísar erindinu samhljóða til eignarsjóðs og telur sig ekki hafa forsendur til að meta umsókn þessa. "
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022.

Byggðaráð - 883. fundur - 17.10.2018

Á 878. fundi byggðaráðs þann 20. september 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 221. fundi félagsmálaráðs þann 18. september s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:
a)Félagsmálaráð leggur til að byggðarráð samþykki styrk til bílakaupa til Dalbæjar með þeim rökum að með nýjum lögum er aukin þörf á slíkum bíl til ferðaþjónustu fatlaðra í sveitarfélaginu. Við leggjum til að gerður verði þjónustusamningur um samnýtingu bifreiðarinnar milli Dalbæjar og félagsmálasviðs. Við leggjum til að styrkurinn verði í hlutfalli við áætlaða nýtingu sviðsins á bifreiðinni. b) Félagsmálaráð vísar erindinu samhljóða til eignarsjóðs og telur sig ekki hafa forsendur til að meta umsókn þessa. "
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022."

Til umræðu ofangreint.

Börkur Þór vék af fundi kl. 17:40.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gert verði ráð fyrir allt að kr. 6.000.000 framlagi frá Dalvíkurbyggð vegna kaupa á bifreið fyrir Dalbæ og gerður verði samningur á milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar um afnot sveitarfélagsins.