Fjárhagsáætlun 2019; Frá Kirkjugörðum Dalvíkurprestakalls; efni í girðingu og bundið slitlag

Málsnúmer 201808098

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 876. fundur - 06.09.2018

a) Tekið fyrir erindi frá Kirkjugörðum Dalvíkurprestakalls, dagsett þann 29. ágúst 2018, þar sem fram kemur að fyrirhuguð er stækkun á kirkjugarðinum á Tjörn og óskað er eftir að gert sé ráð fyrir á fjárhagsáætlun efni í girðinguna.
b) Tekið fyrir erindi frá Kirkjugörðum Dalvíkurprestakalls, dagsett þann 29. ágúst 2018, þar sem stjórnin óskar eftir bundnu slitlagi á nýja veginn að Upsakirkjugarði.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og að ráðið skili rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð felur jafnframt sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að óska eftir kostnaðaráætlun frá Kirkjugörðum Dalvíkurprestakalls sem og öðrum gögnum svo hægt sé að taka afstöðu til erindisins.
b) Byggðaráð vísar til afgreiðslu sinnar á erindi 201709102.

Umhverfisráð - 310. fundur - 07.09.2018

a) Tekið fyrir erindi frá Kirkjugörðum Dalvíkurprestakalls, dagsett þann 29. ágúst 2018, þar sem fram kemur að fyrirhuguð er stækkun á kirkjugarðinum á Tjörn og óskað er eftir að gert sé ráð fyrir á fjárhagsáætlun efni í girðinguna.
b) Tekið fyrir erindi frá Kirkjugörðum Dalvíkurprestakalls, dagsett þann 29. ágúst 2018, þar sem stjórnin óskar eftir bundnu slitlagi á nýja veginn að Upsakirkjugarði.
Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og að ráðið skili rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð felur jafnframt sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að óska eftir kostnaðaráætlun frá Kirkjugörðum Dalvíkurprestakalls sem og öðrum gögnum svo hægt sé að taka afstöðu til erindisins.
b) Byggðaráð vísar til afgreiðslu sinnar á erindi 201709102.
a)Umhverfisráð leggur til að allt að kr. 467.000,- verði greiddar vegna stækkunar á kirkjugarðinum við Tjörn (efniskaup)samkvæmt kostnaðaráætlun umsækjanda. Fjármunir til verksins greiðist af 11020-9145.
b)Umhverfisráð vísar til afgreiðslu sinnar á erindi 201709102 þar sem ráðið leggur til að olíumöl verði lögð á veginn að Upsakapellu.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 878. fundur - 20.09.2018

Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"a)Umhverfisráð leggur til að allt að kr. 467.000,- verði greiddar vegna stækkunar á kirkjugarðinum við Tjörn (efniskaup)samkvæmt kostnaðaráætlun umsækjanda. Fjármunir til verksins greiðist af 11020-9145.
b)Umhverfisráð vísar til afgreiðslu sinnar á erindi 201709102 þar sem ráðið leggur til að olíumöl verði lögð á veginn að Upsakapellu. Samþykkt með fimm atkvæðum."
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022.