Fjárhagsáætlun 2019; erindi frá íbúum Túnahverfis

Málsnúmer 201809002

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 876. fundur - 06.09.2018

Tekið fyrir erindi frá íbúum Túnahverfis með undirskriftarlista, dagsett þann 30. ágúst 2018, þar sem vísað er til fyrri erinda sem og fram koma ýmsar tillögur íbúanna er varðar frágang á opnu svæði, frágang á gangstéttum og stígum, gerð göngustíga, ýmis frágangur við lóðir og snjómokstur.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og óskað er eftir rökstuddri tillögu ráðsins að afgreiðslu. Byggðaráð leggur ríka áherslu á að erindi/erindum íbúanna sé svarað þannig að ljóst liggi fyrir hver áform sveitarfélagsins eru á árinu 2019 og næstu árum. Einnig hvort gert hafi verið ráð fyrir að ráðast í einhverjar framkvæmdir á árinu 2018.

Umhverfisráð - 310. fundur - 07.09.2018

Tekið fyrir erindi frá íbúum Túnahverfis með undirskriftarlista, dagsett þann 30. ágúst 2018, þar sem vísað er til fyrri erinda sem og fram koma ýmsar tillögur íbúanna er varðar frágang á opnu svæði, frágang á gangstéttum og stígum, gerð göngustíga, ýmis frágangur við lóðir og snjómokstur.

Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og óskað er eftir rökstuddri tillögu ráðsins að afgreiðslu. Byggðaráð leggur ríka áherslu á að erindi/erindum íbúanna sé svarað þannig að ljóst liggi fyrir hver áform sveitarfélagsins eru á árinu 2019 og næstu árum. Einnig hvort gert hafi verið ráð fyrir að ráðast í einhverjar framkvæmdir á árinu 2018.
Umhverfiráð leggur til að göngustígur milli Hringtúns 21 og 19 að opnu svæði verði kláraður samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun.
Einnig er lagt til að göngustígur milli Miðtúns 1-3 að opnu svæði verði lagaður.
Malbik fyrir framan Hringtún 1-5 verði lagfært.
Gangstétt verði sett framan við Hringtún 23-25.
Öðrum ábendingum íbúa er vísað til fjárhagsáætlunar 2020-2023

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 878. fundur - 20.09.2018

Á 310. fundi umhverfsiráðs þann 7. september 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Umhverfiráð leggur til að göngustígur milli Hringtúns 21 og 19 að opnu svæði verði kláraður samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun. Einnig er lagt til að göngustígur milli Miðtúns 1-3 að opnu svæði verði lagaður. Malbik fyrir framan Hringtún 1-5 verði lagfært. Gangstétt verði sett framan við Hringtún 23-25. Öðrum ábendingum íbúa er vísað til fjárhagsáætlunar 2020-2023 Samþykkt með fimm atkvæðum."
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022.

Umhverfisráð - 311. fundur - 19.10.2018

Til umræðu innsent erindi frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur dags. 26. september 2018 þar sem óskað er nánari rökstuðnings vegna áður innsends erindis frá íbúum Túnahverfis.
Umhverfisráði er falið að forgangsraða afar takmörkuðum fjármunum til margra mismunandi verkefna um allt sveitafélagið. Í vinnu við gerð framkvæmdaráætlunar töldum við mörg eldri verkefni brýnni.