Byggðaráð

1168. fundur 27. nóvember 2025 kl. 13:15 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Helgi Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Helgi Einarsson Formaður byggðaráðs
Dagskrá

1.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; innheimtuárangur - kynning á skýrslu.

Málsnúmer 202501077Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Anna Lóa Kjerúlf Svansdóttir, innheimtufulltrúi, kl. 13.15.

Innheimtufulltrúi kynnti stöðuskýrslur úr innheimtukerfi Motus yfir innheimtuárangur 2024 og janúar - ágúst 2025.

Katrín Sif Ingvarsdóttir kom inn á fundinn kl. 13:33 undir þessum lið vegna annarra starfa.

Anna Lóa vék af fundi kl. 13:47.
Byggðaráð þakkar Önnu Lóu fyrir yfirferðina.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Markaðs- og kynningarmál Dalvíkurbyggðar - áætlun

Málsnúmer 202509130Vakta málsnúmer

Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 13:53.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að markaðs- og kynningaráætlun Dalvíkurbyggðar sem var jafnframt hluti af fylgigögnum með starfs- og fjárhagsáætlun 2026.

Til umræðu ofangreint.

Friðjón Árni vék af fundi kl. 15:12.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur; Hringtún 5 - umsókn um byggingu smáhýsis; beiðni um endurupptöku máls.

Málsnúmer 202511010Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 15:14 og Katrín Sif Ingvarsdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 15:14.

Á 40. fundi skipulagsráðs þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 7.október 2025 þar sem Anna Kristín Guðmundsdóttir sækir um heimild til byggingar 15 m2 smáhýsis á lóð nr. 5 við Hringtún á Dalvík.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið.
Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hringtúni 3 og Miðtúni 1, auk þess sem samþykki framkvæmdasviðs skal liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur, dagsett þann 14. nóvember sl., þar sem Anna Kristín og Einar Dan óska eftir endurupptöku málsins. Fram kemur að þau, íbúar í Hringtúni 5, sætta sig ekki við afgreiðslu skipulagsráðs á málinu né þau rök sem liggja að baki, þ.e. að gera þurfi breytingu á deiliskipulagi og vísa þar í staðsetningu annarra smáhýsa í hverfinu.
Einnig fylgdu með samskipti bréfritara við byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa Dalvíkurbyggð varðandi ofangreint.

Til umræðu ofangreint.

María vék af fundi kl. 15:37.
Byggðaráð hafnar ofangreindu erindi um endurupptöku málsins.

4.Frá 384. fundi sveitarstjórnar þann 18.11.2025; Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar; breytingar á nefndaskipan

Málsnúmer 202509061Vakta málsnúmer

Katrín Sif Ingvarsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl.15:38.

Á 384. fundi sveitarstjórnar þann 18. nóvember voru drög að breytingum um Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar ásamt erindisbréfum byggðaráðs, Fjöldskylduráðs og Framkvæmdaráðs tekin til fyrri umræðu í sveitarstjórn og vísað til byggðaráðs á milli umræðna.

Til umræðu ofnagreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 að leggja til að byggðaráð fái fullnaðarheimild til að afgreiða umsagnir frá Sýslumanni varðandi leyfisveitingar.

Afgreiðslu frestað til næstu fundar.

5.Frá Innanríkisráðuneytinu; Opinber grunnþjónusta - Leiðbeiningar um mótun og framkvæmd stefna

Málsnúmer 202511117Vakta málsnúmer

Tekiði fyrir erindi frá Innanríkisráðuneytinu, dagsett þann 19. nóvember sl., þar sem fram kemur að Innviðaráðuneytið, í samstarfi við Byggðastofnun, hefur gefið út skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu ásamt leiðbeiningum fyrir stjórnvöld um mótun og framkvæmd stefna. Leiðbeiningarnar voru unnar á grundvelli aðgerðar A.15 á byggðaáætlun, Opinber grunnþjónusta og jöfnun aðgengis. Verkefnið tengist jafnframt aðgerð 12 í stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga,Lágmarksþjónusta sveitarfélaga.
https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/IRN/Frettatengd-skjol/Opinber grunnþjónusta - leiðbeiningar.pdf
Lagt fram til kynningar.

6.Frá 384. fundi sveitarstjornar þann 18.11.2025; Tómstundastarf eldri borgara í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202506035Vakta málsnúmer

Á 384. fundi sveitarstjórnar þann 18. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 291. fundi félagsmálaráðs þann 11. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Tekinn fyrir aftur drög að samningi við Dalbæ um tómstundastarf eldri bogara og öryrkja í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir samninginn við Dalbæ um tómstundastarf eldri borgara og öryrkja í Dalvíkurbyggð með fimm greiddum atkvæðum og vísar samningnum til sveitarstjórnar."
Niðurstaða : Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessum lið verði visað til byggðaráðs.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar og vísar samningnum til byggðaráðs."

Til umræðu ofangreint.
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

7.Frá Eyjafjarðarsveit; Staða starfseminnar á Kristnesspítala og aðgengi að endurhæfingarþjónustu

Málsnúmer 202511121Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eyjafjarðarsveit, dagsett þann 20. nóvember sl., þar sem hjálagt er erindi frá öldungaráði og sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar sem sent var á heilbrigðisráðherra. Fram kemur að fyrirhugaðar eru breytingar á starfsmei Kristnesspítala þar sem gert er ráð fyrir að starfsemin bryetist frá og með áramótum í dag- og fimm daga endurhæfingardeild. Sólarhringsvakt verði því eingöngu í boði fimm daga vikunnar og að lokað verði um helgar.
Óskað er eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga, stjórn SSNE og sveitarfélög á starfssvæði SSNE kynni sér erindið og eftir atvikum taki það til umfjöllunar en öldungaráð og sveitarstjórn telja að um varhugaverða þróun séað ræða sem muni koma illa niður á heilsu landsmanna þegar fram í sækir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir áhyggjur öldungaráðs og sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar sem sent var á heilbrigðisráðherra.

8.Frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra; Fjárframlag til rekstrar Bjarmahlíðar fyrir árið 2026

Málsnúmer 202511072Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 11. nóvember sl., þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk til rekstrar Bjarmahlíðar árið 2026. Óskað er eftir k. 600.000 framlagi frá Dalvíkurbyggð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitartjórn að framlag Dalvíkurbyggðar árið 2026 verð kr. 600.000, vísað á deild 02800.

9.Frá Vinum Gunnfaxa; SÖFNUN TIL VARÐVEISLU GUNNFAXA TF-ISB

Málsnúmer 202511113Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá vinum Gunnfaxa, dagett þann 18. nóvember sl., þar sem fram kemur að Vinir Gunnfaxa hafa fengið öll tilskilin leyfi til þess að hefja landssöfnun sem nú er hafin.
Söfnunin er til verndunar þessari merku flugvél sem sinnti innanlandsflugi til áratuga. Samgöngusafnið á Skógum hefur samþykkt að taka við vélinni til varðveislu í sýningarhæfu ástandi.
Óskað er eftir stuðningi við þetta framtak að upphæð kr. 100.000 - kr. 250.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.

10.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi - Karlakór Dalvíkur

Málsnúmer 202511116Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 19. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi frá Karlakór Dalvíkur vegna Jólatónleika Karlakórsins og Sölku kvennakórs haldinn í félagsheimilinu Rimum. Tónleikar eru fyrirhugaðir laugardagskvöldið 20.desember en einnig er sótt um vegna föstudagsins 19.desember komi til þess að boðið verði uppá aukatónleika.

Með fundarboði byggðaráðs fylgja jákvæðar umsagnir slökkviliðsstjóra og skipulagsfulltrúa Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreind leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

11.Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Til umsagnar 237. mál - Breyting á þingsályktun nr. 24-152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.-

Málsnúmer 202511097Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 237. mál, Breyting á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Til umsagnar 229. mál. Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög.

Málsnúmer 202511096Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 229. mál. Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Haustþing SSNE; þinggerð frá 29.10.2025

Málsnúmer 202509157Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar þingfundargerð haustþings Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem haldið var rafrænt þann 29. október sl.
Lagt fram til kynningar.

14.Frá SSNE; Fundargerð stjórnar nr. 77

Málsnúmer 202503117Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE nr. 77 frá 6. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

15.Frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga; Fundargerð stjórnar nr. 91.

Málsnúmer 202502067Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 91 frá 19. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Helgi Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Helgi Einarsson Formaður byggðaráðs