Byggðaráð

695. fundur 10. apríl 2014 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Óskar Óskarsson sem boðaði forföll sem og varamaður hans Kristinn Ingi Valsson.

1.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Drög að nýrri starfslýsingu umsjónarmanns fasteigna.

Málsnúmer 201404010Vakta málsnúmer

Undir þessum lið koma á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisvið, kl. 8:15.

Til umfjöllunar drög að nýrri starfslýsingu umsjónarmanns fasteigna, en byggðarráðs er stjórn Eignasjóðs.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að yfirfara starfslýsinguna í samræmi við umræður á fundinum.

2.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2013.

Málsnúmer 201403019Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs kl. 9:10 Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins frá KPMG á Akureyri, Anna Guðný Karlsdóttir, aðamaður í sveitarstjórn, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.

Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðsstjórar voru boðaðar á fundinn undir þessum lið.

Þorsteinn G. Þorsteinsson fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreiknings 2013.

Rekstrarniðurstaða samstæðu er jákvæð um kr. 78.889.000. Handbært fé frá rekstri er jákvætt um kr. 267.574.000. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum voru kr. 170.162.000. Lántaka var kr. 80.000.000 og afborgun lána kr. 125.739.000.

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal ársreikningur fullgerður og samþykktur af byggðarráði og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir 15. apríl ár hvert.

Þorsteinn G., Anna Guðný, Börkur Þór, Eyrún, Hildur Ösp og Þorsteinn viku af fundi kl. 10:07.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2013 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

3.Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga; Almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla 2014.

Málsnúmer 201309054Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett þann 2. apríl 2014, þar sem fram kemur að nú hefur farið fram endurskoðun á áætlunum um úthlutanir einstakra framlaga sjóðsins til sveitarfélaga á árinu 2014 að teknu tilliti til ráðstöfunarfjármagns sjóðsins á grundvelli fjárlaga ársins 2014, endanlegs álagningarstofns útsvars fyrir árið 2012, uppfærðrar stöðu áætlaðs stofns fyrir árið 2014 og íbúafjölda miðað við 1. janúar 2014 eftir því sem við á. Frétt þar að lútandi var birt á vefsíðu sjóðsins 1. apríl s.l. og þar má sjá niðurstöður fyrir hvert sveitarfélag eftir tegundum framlaga og jafnframt áætlaða heildartölu framlaga fyrir hvert sveitarfélag á árinu 2014.
Lagt fram til kynningar

4.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2014, samanburður við áætlun.

Málsnúmer 201404041Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs er sýnir áætluð framlög Jöfnunarsjóðs samkvæmt fjárhagsáætlun 2014 í samanburði við endurskoðaða áætlun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um framlög 2014, sbr.3. liður hér að ofan.

Ef gert er ráð fyrir að tekjujöfnunarframlagið verði samkvæmt áætlun, en áætlað framlag frá JS liggur ekki fyrir, þá eru áætluð framlög um 11 m.kr. undir áætlun sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá Símey; Ársfundur SÍMEYJAR 2014.

Málsnúmer 201404035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Símey, dagsett þann 2. apríl 2014, þar sem boðað er til ársfundar miðvikudaginn 16. apríl 2014 kl. 14 ö kl. 15:45 að Þórstíg 4 á Akureyri.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að Svanfríður Inga Jónasdóttir sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

6.Frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.; Arðgreiðsla vegna 2013.

Málsnúmer 201402128Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett þann 2. apríl 2014, þar sem fram kemur að á aðalfundi sjóðsins þann 27. mars s.l. var samþykkt að greiða út arð til hluthafa vegna góðrar afkomu ársins 2013. Hlutur Dalvíkurbyggðar er 1,347% og nemur því arðgreiðslan kr. 4.822.260. Þegar búið er að taka af 20% fjármagnstekjuskatt þá kemur til útborgunar kr. 3.857.808.

Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2014 þá var gert ráð fyrir kr. 4.396.608 að teknu tillit til fjármagnstekjuskatts, sbr. arður 2013.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá Þjóðskrá Íslands; Sveitarstjórnarkosningar 2014 - kjörskrá.

Málsnúmer 201404034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett þann 7. apríl 2014, þar sem fram kemur að laugardagurinn 10. maí 2014 er viðmiðunardagur kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninganna sem hafa verið auglýstar þann 31. maí 2014. Þjóðskrá Íslands vill af þessu tilefni minna á nauðsyn þess að íbúaskráningin sé sem réttust.
Lagt fram til kynningar.

8.Ársreikningur 2013; Listi yfir helstu birgja 2013.

Málsnúmer 201404033Vakta málsnúmer

Samkvæmt 13. gr. upplýsingalaga nr. 140 frá 28. desember 2012 þá segir meðal annars:

13. gr. Birting upplýsinga að frumkvæði stjórnvalda.
Stjórnvöld skulu veita almenningi með reglubundnum hætti upplýsingar um starfsemi sína, svo sem með rafrænni útgáfu skýrslna, samantektum um mikilvæg verkefni eða útgáfu annarra gagna.
Stjórnvöld skulu vinna markvisst að því að gera skrár yfir mál, lista yfir málsgögn og gögnin sjálf jafnóðum aðgengileg með rafrænum hætti. Hið sama á við um gagnagrunna og skrár. Þess skal gætt að birting gangi ekki gegn einka- eða almannahagsmunum.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi yfirlit yfir helstu birgja Dalvíkurbyggðar á árinu 2013.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að ofangreint yfirlit verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins til upplýsingar og í tengslum við framlagningu á ársreikningi 2013.

9.Ársreikningur 2013; Umbun 2014 vegna 2013 skv. fjárhagsáætlunarferli.

Málsnúmer 201404040Vakta málsnúmer

Samkvæmt fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar, grein 3.4. Umbun og hvatning, þá er gert ráð fyrir að sem liður í hvatningu til stjórnenda og starfsmanna Dalvíkurbyggðar og sem umbun fyrir góðan árangur í rekstri samhliða faglegu starfi er byggðarráði heimilt, að undangenginni umsögn framkvæmdastjórnar, að veita tilteknum vinnustað og/eða vinnustöðum Dalvíkurbyggðar umbun úr sérstökum potti á fjárhagsáætlun (deild 21-02), nú fyrst árið 2014 að upphæð kr. 500.000 en þó aldrei meira en kr. 50.000 á hvert stöðugildi. Umbunin skal nýtt til þess að bæta starfsumhverfi starfsmanna og er það á höndum viðkomandi stjórnanda / starfsmanna að ákvarða hvernig umbunin skal nýtt í þágu vinnustaðarins / starfsmanna.

Þegar niðurstöður undanliðins fjárhagsárs liggja fyrir skal framkvæmdastjórn senda byggðarráði rökstudda tillögu. Ef tillögur framkvæmdastjórnar eru ekki einróma skal meirihluti atkvæða ráða. Byggðarráð tekur ofangreint til umfjöllunar og afgreiðslu á fundi sínum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir rökstuddri tillögu frá framkvæmdastjórn.

10.Frá Sigurði Hafsteini Pálssyni og Svanfríði Jónsdóttur; Ósk um skráningu lögheimilis.

Málsnúmer 201403175Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sigurði Hafsteini Pálssyni og Svanfríði Jónsdóttur, bréf dagsett þann 18. mars 2014, þar sem þau óska eftir heimild Dalvíkurbyggðar til að skrá lögheimili sitt í frístundahúsi þeirra í landi Hamars í Dalvíkurbyggð.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi þar sem alveg skýrt er að skráning lögheimilis í frístundahúsi í skipulagðri frístundabyggð er óheimil, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um lögheimili.

Ef um er að ræða skipulagða frístundabyggð er eina leiðin til að koma til móts við málshefjendur, að óbreyttum lögum, að breyta skipulagi þannig að svæðið verði skilgreint sem íbúðabyggð.

11.Frá leikskólastjóra Kátakots og Krílakots; Beiðni um viðauka vegna uppþvottavélar fyrir Kátakot.

Málsnúmer 201404039Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra, bréf dagsett þann 7. apríl 2014, þar sem vísað er til bréfs til byggðarráðs þann 3. september 2013 þar sem fram kom að uppvöskunarvél í Kátakoti var orðin lúin og spurning hversu lengi hún myndi endast. Nú hefur vélin gefið upp öndina og þurfti leikskólastjóri að fjárfesta í nýrri vél að upphæð kr. 317.726. Leikskólastjóri óskar því eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessa.
Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum að veita leikskólastjóra heimild til að kaupa vélina en frestar afgreiðslu hvað varðar beiðni um viðauka.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs