Frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.; Aðalfundur 2014 og auglýsing eftir framboðum í stjórn.

Málsnúmer 201402128

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 692. fundur - 06.03.2014

Tekið fyrir bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf, dagsett þann 28. febrúar 2014, þar sem fram kemur að aðalfundur sjóðsins verður fimmtudaginn 27. mars n.k. kl. 14:00 á Grand hóteli Reykjavík.
Vakin er athygli á því að allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn.

Einnig fylgdi frá Lánasjóði sveitarfélaga auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, dagsett þann 28. febrúar 2014. Framboðum skal skilað í síðasta lagi á hádegi föstudaginn 21. mars n.k. og kjörnefnd óskar eftir að sveitarstjórnarmönnum sé kynnt innihalds bréfs þessa eins fljótt og unnt er til að þeim gefist tími til að skila inn framboðum.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 695. fundur - 10.04.2014

Tekið fyrir bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett þann 2. apríl 2014, þar sem fram kemur að á aðalfundi sjóðsins þann 27. mars s.l. var samþykkt að greiða út arð til hluthafa vegna góðrar afkomu ársins 2013. Hlutur Dalvíkurbyggðar er 1,347% og nemur því arðgreiðslan kr. 4.822.260. Þegar búið er að taka af 20% fjármagnstekjuskatt þá kemur til útborgunar kr. 3.857.808.

Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2014 þá var gert ráð fyrir kr. 4.396.608 að teknu tillit til fjármagnstekjuskatts, sbr. arður 2013.
Lagt fram til kynningar.