Ársreikningur 2013; Listi yfir helstu birgja 2013.

Málsnúmer 201404033

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 695. fundur - 10.04.2014

Samkvæmt 13. gr. upplýsingalaga nr. 140 frá 28. desember 2012 þá segir meðal annars:

13. gr. Birting upplýsinga að frumkvæði stjórnvalda.
Stjórnvöld skulu veita almenningi með reglubundnum hætti upplýsingar um starfsemi sína, svo sem með rafrænni útgáfu skýrslna, samantektum um mikilvæg verkefni eða útgáfu annarra gagna.
Stjórnvöld skulu vinna markvisst að því að gera skrár yfir mál, lista yfir málsgögn og gögnin sjálf jafnóðum aðgengileg með rafrænum hætti. Hið sama á við um gagnagrunna og skrár. Þess skal gætt að birting gangi ekki gegn einka- eða almannahagsmunum.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi yfirlit yfir helstu birgja Dalvíkurbyggðar á árinu 2013.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að ofangreint yfirlit verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins til upplýsingar og í tengslum við framlagningu á ársreikningi 2013.