Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2013.

Málsnúmer 201403019

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 695. fundur - 10.04.2014

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs kl. 9:10 Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins frá KPMG á Akureyri, Anna Guðný Karlsdóttir, aðamaður í sveitarstjórn, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.

Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðsstjórar voru boðaðar á fundinn undir þessum lið.

Þorsteinn G. Þorsteinsson fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreiknings 2013.

Rekstrarniðurstaða samstæðu er jákvæð um kr. 78.889.000. Handbært fé frá rekstri er jákvætt um kr. 267.574.000. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum voru kr. 170.162.000. Lántaka var kr. 80.000.000 og afborgun lána kr. 125.739.000.

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal ársreikningur fullgerður og samþykktur af byggðarráði og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir 15. apríl ár hvert.

Þorsteinn G., Anna Guðný, Börkur Þór, Eyrún, Hildur Ösp og Þorsteinn viku af fundi kl. 10:07.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2013 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 258. fundur - 15.04.2014

Á 695. fundi byggðarráðs þann 10. apríl 2014 var ársreikingur Dalvíkurbyggðar 2013 lagður fram og samþykkti byggðarráð að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2013.

Til máls tóku:
Svanfríður Inga Jónasdóttir, sem gerð grein fyrir helstu niðurstöðum og forsendum.
Jóhann Ólafsson, sem leggur til eftirfarandi ályktun:
Sveitarstjórn samþykkir að fela byggðarráði og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, eftir ábendingu endurskoðanda, að fara yfir vinnuferli innheimtu hjá Dalvíkurbyggð.


Helstu niðurstöður eru:

Rekstrarniðurstaða samantekin A og B hluti; kr. 78.889.000. Fjárhagsáætlun 2013 gerði ráð fyrir kr. 23.769.000 jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
Rekstrarniðurstaða A- hluta (Aðalsjóður og Eignasjóður) kr. 36.003.000 Fjárhagsáætlun 2013 gerði ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að upphæð kr. - 11.677.000.
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs er kr. 38.012.000. Fjárhagsáætlun 2013 gerði ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að upphæð kr. -15.996.000.
Handbært fé frá rekstri samantekið A- og B- hluti: kr. 267.574.000.
Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum kr. 170.162.000.
Tekin ný langtímalán kr. 80.000.000.
Afborganir langtímalána kr. 126.739.000.
Veltufjárhlutfall samstæðu er 1,18 og skuldahlutfall án lífeyrisskuldbindinga eftir 2028 er 83,3%.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2013 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 259. fundur - 20.05.2014

Á 258. fundi sveitarstjórnar þann 15. apríl 2014 var ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2013 tekinn til fyrri umræðu og samþykkt samhljóða að vísa honum til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.
Sveitarstjórn Dalvikurbyggðar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ársreikning Dalvíkurbyggðar 2013 eins og hann liggur fyrir og áritar reikninginn til staðfestingar.