Frá Sigurði Hafsteini Pálssyni og Svanfríði Jónsdóttur; Ósk um skráningu lögheimilis.

Málsnúmer 201403175

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 695. fundur - 10.04.2014

Tekið fyrir erindi frá Sigurði Hafsteini Pálssyni og Svanfríði Jónsdóttur, bréf dagsett þann 18. mars 2014, þar sem þau óska eftir heimild Dalvíkurbyggðar til að skrá lögheimili sitt í frístundahúsi þeirra í landi Hamars í Dalvíkurbyggð.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi þar sem alveg skýrt er að skráning lögheimilis í frístundahúsi í skipulagðri frístundabyggð er óheimil, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um lögheimili.

Ef um er að ræða skipulagða frístundabyggð er eina leiðin til að koma til móts við málshefjendur, að óbreyttum lögum, að breyta skipulagi þannig að svæðið verði skilgreint sem íbúðabyggð.

Umhverfisráð - 277. fundur - 13.05.2016

Með innsendu erindi dags. 27. apríl 2016 óska þau Sigurður Hafsteinn Pálsson og Svanfríður Jónsdóttir eftir afstöðu umhverfisráðs til breytinga á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar að Hamri.
Erindið lagt fram til kynningar, en þar sem ekki liggur fyrir álit lögmanns sveitarfélagsins er afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 278. fundur - 10.06.2016

Með innsendu erindi dags. 27. apríl 2016 óska þau Sigurður Hafsteinn Pálsson og Svanfríður Jónsdóttir eftir afstöðu umhverfisráðs til breytinga á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar að Hamri.
Með vísan í minnisblað frá PACTA lögmönnum þá sér umhverfisráð Dalvíkurbyggðar sér ekki fært um að veita leyfi til breytinga á gildandi skipulagi svæðisins.

Umrædd breyting á skipulagi myndi binda hendur sveitarfélagsins um ókomna tíð, þar sem afar erfitt væri í ljósi jafnræðissjónarmiða að afgreiða sambærilegar umsóknir ekki með sama hætti.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 780. fundur - 16.06.2016

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisvið, Helga íris Ingólfsdóttir, varaformaður umhverfisráðs, Sigurður Hafsteinn Pálsson og Svanfríður Jónsdóttir, kl. 8:15.



"Á 278. fundi umhverfisráðs þann 10. júní 2016 var eftirfarandi bókað:

Með innsendu erindi dags. 27. apríl 2016 óska þau Sigurður Hafsteinn Pálsson og Svanfríður Jónsdóttir eftir afstöðu umhverfisráðs til breytinga á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar að Hamri.

Með vísan í minnisblað frá PACTA lögmönnum þá sér umhverfisráð Dalvíkurbyggðar sér ekki fært um að veita leyfi til breytinga á gildandi skipulagi svæðisins. Umrædd breyting á skipulagi myndi binda hendur sveitarfélagsins um ókomna tíð, þar sem afar erfitt væri í ljósi jafnræðissjónarmiða að afgreiða sambærilegar umsóknir ekki með sama hætti. Samþykkt með fimm atkvæðum. "



Til umræðu ofangreint.



Börkur Þór, Sigurður Hafsteinn og Svanfríður viku af fundi kl.08:45.

Helga Íris vék af fundi kl. 08:54.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn - 289. fundur - 21.02.2017

Á 278. fundi umhverfisráðs þann 10. júní 2016 var eftirfarandi bókað:

"Á 278. fundi umhverfisráðs þann 10. júní 2016 var eftirfarandi bókað: Með innsendu erindi dags. 27. apríl 2016 óska þau Sigurður Hafsteinn Pálsson og Svanfríður Jónsdóttir eftir afstöðu umhverfisráðs til breytinga á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar að Hamri. Með vísan í minnisblað frá PACTA lögmönnum þá sér umhverfisráð Dalvíkurbyggðar sér ekki fært um að veita leyfi til breytinga á gildandi skipulagi svæðisins. Umrædd breyting á skipulagi myndi binda hendur sveitarfélagsins um ókomna tíð, þar sem afar erfitt væri í ljósi jafnræðissjónarmiða að afgreiða sambærilegar umsóknir ekki með sama hætti. Samþykkt með fimm atkvæðum. "



Á 282. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní 2016 var eftirfarandi bókað:

"Til máls tók: Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur fram eftirfarandi tillögu: „Sveitarstjórn ákveður að fresta afgreiðslu þar til frekari gagnaöflun vegna málsins hefur farið fram.“ Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra."



Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi minnisblað frá PACTA lögmönnum Akureyri, móttekið þann 27. janúar 2017, þar sem vísað er í fyrra minnisblað PACTA frá 27. maí 2016. Fram kemur að niðurstaða lögmanna sveitarfélagsins er óbreytt, þ.e. ekkert nýtt hefur komið fram í málinu sem breytir þeirri niðurstöðu sem sett var fram í minnisblaði dagsettu þann 27. maí 2016.



Til máls tók:

Bjarni Th. Bjarnason.



Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs frá 10. júní 2016, þ.e. að ekki er veitt leyfi til breytinga á gildandi skipulagi frístundabyggðarinnar að Hamri.