Ársreikningur 2013; Umbun 2014 vegna 2013 skv. fjárhagsáætlunarferli.

Málsnúmer 201404040

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 695. fundur - 10.04.2014

Samkvæmt fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar, grein 3.4. Umbun og hvatning, þá er gert ráð fyrir að sem liður í hvatningu til stjórnenda og starfsmanna Dalvíkurbyggðar og sem umbun fyrir góðan árangur í rekstri samhliða faglegu starfi er byggðarráði heimilt, að undangenginni umsögn framkvæmdastjórnar, að veita tilteknum vinnustað og/eða vinnustöðum Dalvíkurbyggðar umbun úr sérstökum potti á fjárhagsáætlun (deild 21-02), nú fyrst árið 2014 að upphæð kr. 500.000 en þó aldrei meira en kr. 50.000 á hvert stöðugildi. Umbunin skal nýtt til þess að bæta starfsumhverfi starfsmanna og er það á höndum viðkomandi stjórnanda / starfsmanna að ákvarða hvernig umbunin skal nýtt í þágu vinnustaðarins / starfsmanna.

Þegar niðurstöður undanliðins fjárhagsárs liggja fyrir skal framkvæmdastjórn senda byggðarráði rökstudda tillögu. Ef tillögur framkvæmdastjórnar eru ekki einróma skal meirihluti atkvæða ráða. Byggðarráð tekur ofangreint til umfjöllunar og afgreiðslu á fundi sínum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir rökstuddri tillögu frá framkvæmdastjórn.