Covid-19

Málsnúmer 202003111

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 239. fundur - 21.04.2020

Lögð voru fram til kynningar erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga vegna viðbragða við kórónuveirufaraldrinum. Einnig upplýsti félagsmálastjóri um viðbrögð og vinnu félagsþjónustu vegna Covid-19 í þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Heimilisþjónusta hefur verið nánast með óbreyttu sniði, þó nokkrir notendur óskuðu ekki eftir þjónustu um tíma, starfsmaður félagsþjónustu hefur hringt í eldri borgara í sveitarfélaginu til að kanna með einmanaleika og gefa upplýsingar, farið hefur verið í búðarferðir fyrir eldri borgara, fötlunarþjónusta hefur verið með aðeins breyttu sniði, smávægileg skerðing hefur verið á þjónustu í skammtímavistun því nú er einungis einn einstaklingur þar í einu en ekki 2-3 eins og áður. Forgangsraðað var í þjónustu eftir þjónustuþyngd einstaklinganna. Atvinna með stuðningi hefur einnig breyst en vinnustaðir hafa lokað, þrátt fyrir að þar sé dagþjónusta í boði, einungis í breyttri mynd. Viðtöl fara fram í gegnum teams eða starfsmenn fara heim til einstaklinga í viðtöl.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 964. fundur - 05.11.2020

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund TEAMS kl. 13:00 Dagbjört Sigupálsdóttir, Þórunn Andrésdóttir og Þórhalla Karlsdóttir, aðalmenn í sveitarstjórn ásamt byggðaráði og sveitarstjóra.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í sveitarfélaginu vegna Covid-19.

Dagbjört, Þórunn og Þórhalla viku af fundi kl. 13:21.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 965. fundur - 12.11.2020

Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögu framkvæmdastjórnar að gjöf til starfsmanna sveitarfélagsins, umbun fyrir að standa vaktina á árinu, oft við mjög óvenjulegar og krefjandi aðstæður á erfiðum tímum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu framkvæmdastjórnar, kostnaður rúmast innan deildar 21600 og er honum vísað þangað.

Byggðaráð - 971. fundur - 17.12.2020

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 15. desember 2020, þar sem fram kemur að á fundi stjórnar þann 11. desember sl. var lagt fram meðfylgjandi bréf Velferðarvaktarinnar, dagsett þann 7. desember 2020, um tillögur til stjórnvalda, bæði til ríkis og sveitarfélaga, í mótvægisaðgerðum vegna COVID-19 faraldursins. Stjórn Sambandsins samþykkti að senda bréfið til sveitarfélaga til kynningar.
Lagt fram til kynningar.