Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál.

Málsnúmer 202011033

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 965. fundur - 12.11.2020

Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 5. nóvember 2020, frá nefndasviði Alþingis þar sem Umverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. nóvember n.k.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita samráðs við önnur sveitarfélög á svæðinu um bókun, frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 966. fundur - 19.11.2020

Á 965. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2020 var samþykkt að fela sveitarstjóra að leita samráðs við önnur sveitarfélög á svæðinu um bókun.

Með fundarboði fylgdi minnisblað sveitarstjóra vegna málsins, tillaga að umsögn.
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar leggur áherslu á mikilvægi þess að miðstöð innanlandsflugs verði áfram óskert í Vatnsmýrinni þar til annar eða betri kostur hefur verið tekinn í notkun.