Frá nemendafélaginu Trölla - styrkbeiðni

Málsnúmer 201903091

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 901. fundur - 21.03.2019

Tekið fyrir erindi frá nemendafélaginu Trölla, rafbréf dagsett þann 18. mars 2019, þar sem óskað er eftir styrk í formi rútu fyrir nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga frá Dalvíkurbyggð sem kæmu til með að sækja árshátíð skólans 4. apríl n.k.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum og með vísan til jafnræðisreglu að hafna ofangreindu erindi.