Mánaðarlegar stöðuskýrslur bókhalds vs. áætlun 2019

Málsnúmer 201902133

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 234. fundur - 20.02.2019

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri lagði fram og kynnti fjárhagslegt stöðumat 1/1-31/12 2018 fyrir deildir 04010-04280 undir málaflokki 04.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 898. fundur - 28.02.2019

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti:
a) Bókfærða stöðu 2018 í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun 2018 með viðaukum.
b) Bókfærða stöðu janúar 2019 í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun 2019.
c) Fjárfestingar málaflokka 32, 42, 44, 48 og 74, bókfært 2018 í samanburði við áætlun.
d) Yfirlit yfir stöðugildi vs. stöðugildisheimildir fyrir árið 2018 og vegna janúar 2019.
e) Yfirlit yfir launakostnað vs. heimildir í áætlun fyrir árið 2018 og vegna janúar 2019.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 109. fundur - 05.03.2019

Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram og kynnti fjárhagslegt stöðumat 1/1-31/12 2018 fyrir málaflokk 06.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 42. fundur - 06.03.2019

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds í samanburði við áætlun fyrir janúar- desember 2019 sem og stöðu bókhalds í samanburði við áætlun fyrir janúar 2019.

Um er að ræða eftirtaldar deildir:
13010 Sameiginlegur kostnaður - Atvinnumála- og kynningarráð.
13410 Atvinnuþróun
13800 Styrkir / framlög til atvinnumála
21500 KynningarmálTil umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar

Félagsmálaráð - 227. fundur - 08.03.2019

Lögð fram til kynningar frávikagreining félagsmálasviðs vegna fjárhagsáætlunar ársins 2018 sem og staðan á fjármálum sviðsins það sem af er ári 2019
Lagt fram til kynningar.

Landbúnaðarráð - 126. fundur - 14.03.2019

Sviðsstjóri lagði fram og kynnti fjárhagslegt stöðumat 1/1-31/12 2018 fyrir málaflokk 13.
Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð - 901. fundur - 21.03.2019

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds janúar - febrúar 2019 í samanburði við fjárhagsáætlun 2019.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Menningarráð - 73. fundur - 03.04.2019

Björk Hólm Þorsteinsdóttir og Björk Eldjárn Kristjánsdóttir mættu á fundinn kl. 11:00 og sátu fundinn undir liðum 15-18.
Lagt fram til kynningar rekstrarreikningur fyrir málaflokk 05 - menningarmál jan.-feb.2019.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 320. fundur - 03.05.2019

Sviðsstjóri lagði fram og kynnti fjárhagslegt stöðumat 1/1-31/3 2019 fyrir málaflokka 08,09,10 og 11.
Yfirferð frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 908. fundur - 23.05.2019

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti:
a) Stöðu bókhalds í samanburði við áætlun, janúar - apríl 2019, með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið það sem af er árs.
b) Útsvarsgreiðslur janúar - apríl 2019 í samanburði við sama tímabil árið 2018. Hækkun útsvars hjá Dalvíkurbyggð er 3,97% á milli ára, á verðlagi hvors árs fyrir sig, en meðaltals hækkun hjá sveitarfélögum á landinum er 5,53% miðað við útreikninga byggða á upplýsingum af vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.
c) Farið var yfir stöðugildisheimildir janúar - apríl 2019 og launakostnað í samanburði við launaáætlun janúar - apríl 2019.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Menningarráð - 74. fundur - 06.06.2019

Lagt fram til kynningar rekstrarreikningur fyrir málaflokk 05 - menningarmál janúar - maí 2019.
Lagt fram til kynningar
Björk Hólm vék af fundi kl. 09:25

Umhverfisráð - 326. fundur - 02.09.2019

Sviðsstjóri lagði fram og kynnti fjárhagslegt stöðumat janúar til júní 2019 fyrir málaflokka 08, 09, 10 og 11.
Lagt fram til kynningar

Menningarráð - 76. fundur - 14.11.2019

Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs lagði fram til kynningar fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05
Lagt fram til kynningar