Göngustígur frá Olís að Árgerði

Málsnúmer 201902085

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 316. fundur - 15.03.2019

Til umræðu og kynningar samningsdrög frá Vegagerðinni ásamt kostnaðaráætlun vegna gögnustígs frá Olís að Árgerði sunnan Dalvíkur
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og felur svisstjóra að óska eftir viðauka vegna hlutdeildar sveitarfélagsins í hönnun á árinu 2019.
Samþykkt með fimm atkvæðum

Byggðaráð - 901. fundur - 21.03.2019

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 15. mars 2019, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.756.080 vegna hlutdeildar Dalvíkurbyggðar í hönnun á göngustíg frá Olís að Árgerði. Þar sem óskað hefur verið eftir þessu framlagi Vegagerðarinnar til fjölda ára og nú loks komið fjármagn í verkefnið er afar mikilvægt að veita fjármagn í það.

Á 316. fundi umhverfisráðs þann 15. mars 2019 var sviðsstjóra falið að óska eftir ofangreindum viðauka.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 1.756.080, viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun 2019, málaflokkur og deild 32200 og lykill 11900. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 312. fundur - 02.04.2019

Á 901. fundi byggðaráðs þann 21. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 15. mars 2019, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.756.080 vegna hlutdeildar Dalvíkurbyggðar í hönnun á göngustíg frá Olís að Árgerði. Þar sem óskað hefur verið eftir þessu framlagi Vegagerðarinnar til fjölda ára og nú loks komið fjármagn í verkefnið er afar mikilvægt að veita fjármagn í það. Á 316. fundi umhverfisráðs þann 15. mars 2019 var sviðsstjóra falið að óska eftir ofangreindum viðauka. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 1.756.080, viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun 2019, málaflokkur og deild 32200 og lykill 11900. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. "

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr.7 við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 1.756.080 við deild 32200 og lykil 11900. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.