Frá Lánasjóði sveitarfélaga; Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga 29. mars 2019

Málsnúmer 201903049

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 901. fundur - 21.03.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsettur þann 11. mars 2019, þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 29. mars n.k. í Reykavík. Vakin er athygli á því að allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn og sveitarstjóri fer með atkvæðisrétt á fundinum eða sá sem hann hefur veitt skriflegt umboð

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita sveitarstjóra umboð til að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fara með atkvæðisrétt fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.