Umsókn um lóð til leigu við Karlsbraut 3, Dalvík

Málsnúmer 201606002

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 278. fundur - 10.06.2016

Með rafpósti dags. 1. júní 2016 óska þau Arnheiður Hallgrímsdóttir og Páll Ómar Jóhannesson eftir að taka á leigu lóðina Karlsbraut 3, Dalvík.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Sviðsstjóra falið að afla nánari upplýsingar um hver fyrirhuguð notkun umsækjenda er á lóðinni.

Umhverfisráð - 281. fundur - 16.09.2016

Með rafpósti dags. 1. júní 2016 óska þau Arnheiður Hallgrímsdóttir og Páll Ómar Jóhannesson eftir að taka á leigu lóðina Karlsbraut 3, Dalvík.

Sviðsstjóra var í framhaldinu falið að óska eftir nánari útskýringum á fyrirhugaðri notkun lóðarinnar.

Til umræðu skýringar umsækjenda.
Ráðið þakkar fyrir framlagðar úskýringar og felur sviðsstjóra að ganga frá leigusamningi við umsækjendur. Ráðið leggur áherslu á að þar sem um byggingarlóð er að ræða þá sé samningurinn uppsegjanlegur með 1. mánaðar fyrirvara að beggja hálfu.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.