Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis og tæknisviðs 2017

Málsnúmer 201609080

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 281. fundur - 16.09.2016

Til umræðu starfs og fjárhagsáætlun 2017.
Umhverfiráð felur sviðsstjóra að kostnaðargreina framlagðar hugmyndir að framkvæmdum næsta árs svo ráðið geti forgangsraðað verkefnum á næsta fundi.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Landbúnaðarráð - 107. fundur - 20.09.2016

Til umræðu starfs- og fjárhagsáætlun 2017.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn. Ráðið leggur þó til að tryggt verði fjármagn til endurbyggingar á brú yfir Holá í Skíðadal.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 282. fundur - 20.09.2016

Áframhaldandi vinna við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2017.
Umhverfisráð samþykkir framlagðar tillögur með þeim breytingum sem ráðið hefur gert.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 283. fundur - 14.10.2016

Til umræðu breytingar á framkvæmdaráætlun 2017.
Ráðið leggur til að yfirlögn á Flæðavegi frá Grundargötu að Nýjabæ verði bætt við áður samþykkta framkvæmdaráætlun.

Samþykkt með fimm atkvæðum.