Frá Láru Betty Harðardóttur og fleirum; Fjárhagsáætlun 2017; Ósk um lagninu göngustígs úr Kotunum að vegi yfir Brimnesá (búið að fara í gegnum umhverfisráð).

Málsnúmer 201608104

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 791. fundur - 08.09.2016

Tekið fyrir erindi frá Kötlu Ketilsdóttur, Kára Brynjólfssyni, Láru Betty Harðardóttur og Skafta Brynjólfssyni, dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem þau óska eftir því við sveitarfélagið að lagður verði göngustígur úr "kotunum" yfir að nýgerðum vegi yfir Brimnesá.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu.

Umhverfisráð - 281. fundur - 16.09.2016

Tekið fyrir erindi frá Kötlu Ketilsdóttur, Kára Brynjólfssyni, Láru Betty Harðardóttur og Skafta Brynjólfssyni, dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem þau óska eftir því við sveitarfélagið að lagður verði göngustígur úr "kotunum" yfir að nýgerðum vegi yfir Brimnesá. Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til umhverfiráðs og óskað eftir niðurstöðu og tillögu að afgreiðslu.
Ráðið getur ekki orðið við umræddri beiðni að svö stöddu, en vísar erindinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

Samþykkt með þremur atkvæðum.

Byggðaráð - 794. fundur - 06.10.2016

Á 281. fundi umhverfisráðs þann 16. september 2016 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Kötlu Ketilsdóttur, Kára Brynjólfssyni, Láru Betty Harðardóttur og Skafta Brynjólfssyni, dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem þau óska eftir því við sveitarfélagið að lagður verði göngustígur úr "kotunum" yfir að nýgerðum vegi yfir Brimnesá. Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til umhverfiráðs og óskað eftir niðurstöðu og tillögu að afgreiðslu.

Ráðið getur ekki orðið við umræddri beiðni að svö stöddu, en vísar erindinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2018. Samþykkt með þremur atkvæðum. "

Byggðaráð tekur undir afgreiðslu umhverfisráðs en samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til umhverfisráðs að ofangreint erindi verði skoðað í tengslum við heildarskoðun á skipulagi á göngustígum í sveitarfélaginu.

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Á 794. fundi byggðaráðs þann 6. október 2017 var eftirfarandi bókað:
"Á 281. fundi umhverfisráðs þann 16. september 2016 var eftirfarandi bókað:
'Tekið fyrir erindi frá Kötlu Ketilsdóttur, Kára Brynjólfssyni, Láru Betty Harðardóttur og Skafta Brynjólfssyni, dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem þau óska eftir því við sveitarfélagið að lagður verði göngustígur úr 'kotunum' yfir að nýgerðum vegi yfir Brimnesá. Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til umhverfiráðs og óskað eftir niðurstöðu og tillögu að afgreiðslu.
Ráðið getur ekki orðið við umræddri beiðni að svö stöddu, en vísar erindinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2018. Samþykkt með þremur atkvæðum. '
Byggðaráð tekur undir afgreiðslu umhverfisráðs en samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til umhverfisráðs að ofangreint erindi verði skoðað í tengslum við heildarskoðun á skipulagi á göngustígum í sveitarfélaginu."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu sem og tímasetta langtímaáætlun um gerð göngustíga og gangstétta í sveitarfélaginu með kostnaðaráætlun.

Umhverfisráð - 295. fundur - 15.09.2017

Guðrún Anna Óskarsdóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessu lið kl. 16:00
Tekið fyrir erindi frá Kötlu Ketilsdóttur, Kára Brynjólfssyni, Láru Betty Harðardóttur og Skafta Brynjólfssyni, dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem þau óska eftir því við sveitarfélagið að lagður verði göngustígur úr 'kotunum' yfir að nýgerðum vegi yfir Brimnesá.
Umhverfisráð leggur til að farið verði í þessa framkvæmd lýkt og fram kemur í framkvæmdartillögu ráðsins.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.