Fjárhagsáætlun 2017; Frá Mótorsportfélagi Dalvíkur; umsókn um styrk

Málsnúmer 201608108

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 791. fundur - 08.09.2016

Tekið fyrir erindi frá Mótorsportfélagi Dalvíkur, rafbréf dagsett þann 30. ágúst 2016, er varðar umsókn til Dalvíkurbyggðar um styrk vegna uppbyggingar á svæði fyrir félagið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfiráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðum ráðanna og tillögu að afgreiðslu.

Umhverfisráð - 281. fundur - 16.09.2016

Tekið fyrir erindi frá Mótorsportfélagi Dalvíkur, rafbréf dagsett þann 30. ágúst 2016, er varðar umsókn til Dalvíkurbyggðar um styrk vegna uppbyggingar á svæði fyrir félagið.

Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfiráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðum ráðanna og tillögu að afgreiðslu.
Afgreiðsli ráðsins frestað og sviðsstjóra falið að kalla forsvarmenn í Mótorsportfélagi Dalvíkur til fundar með ráðinu.

Samþykkt með þremur atkvæðum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 81. fundur - 29.09.2016

Tekið fyrir erindi frá Mótorsportfélagi Dalvíkur, rafbréf dagsett þann 30. ágúst 2016, er varðar umsókn til Dalvíkurbyggðar um styrk vegna uppbyggingar á svæði fyrir félagið.Byggðaráð vísaði ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfiráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðum ráðanna og tillögu að afgreiðslu.Íþrótta- og æskulýðsráð harmar þá stöðu sem upp er komin og vill að fundin verði varanleg lausn á málum félagsins.Afgreiðslu frestað og óskar íþrótta- og æskulýðsráð eftir því að fulltrúar ráðsins fái að sitja fund umhverfisráðs með forsvarsmönnum Mótorsportfélagsins.

Umhverfisráð - 283. fundur - 14.10.2016

Tekið fyrir erindi frá Mótorsportfélagi Dalvíkur, rafbréf dagsett þann 30. ágúst 2016, er varðar umsókn til Dalvíkurbyggðar um styrk vegna uppbyggingar á svæði fyrir félagið.

Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfiráðs til umfjöllunar og óskað eftir niðurstöðum ráðanna og tillögu að afgreiðslu.

Á 281 fundi umhverfisráðs var afgreiðslu frestað og sviðsstjóra falið að kalla forsvarmenn/fulltrúa frá mótorsportfélagi Dalvíkur til fundar með ráðinu.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri fræðslu- og menningasviðs ásamt formanni umhverfisráðs funduðu með forsvarmönnum félagsins 13.10.2016 og minnisblað frá þeim fundi til umræðu á fundinum.
Minnisblað lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað þar til afmörkun svæðisins berst frá Mótorsportfélagi Dalvíkur.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 800. fundur - 19.10.2016

Á 283. fundi umhverfisráðs þann 14. október 2016 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Mótorsportfélagi Dalvíkur, rafbréf dagsett þann 30. ágúst 2016, er varðar umsókn til Dalvíkurbyggðar um styrk vegna uppbyggingar á svæði fyrir félagið.

Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfiráðs til umfjöllunar og óskað eftir niðurstöðum ráðanna og tillögu að afgreiðslu.

Á 281 fundi umhverfisráðs var afgreiðslu frestað og sviðsstjóra falið að kalla forsvarmenn/fulltrúa frá mótorsportfélagi Dalvíkur til fundar með ráðinu.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri fræðslu- og menningasviðs ásamt formanni umhverfisráðs funduðu með forsvarmönnum félagsins 13.10.2016 og minnisblað frá þeim fundi til umræðu á fundinum.Minnisblað lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað þar til afmörkun svæðisins berst frá Mótorsportfélagi Dalvíkur.

Samþykkt með fimm atkvæðum."
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Á 800. fundi byggðaráðs þann 19. október 2016 var eftirfarandi bókað:
"Á 283. fundi umhverfisráðs þann 14. október 2016 var eftirfarandi bókað:
'Tekið fyrir erindi frá Mótorsportfélagi Dalvíkur, rafbréf dagsett þann 30. ágúst 2016, er varðar umsókn til Dalvíkurbyggðar um styrk vegna uppbyggingar á svæði fyrir félagið.
Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfiráðs til umfjöllunar og óskað eftir niðurstöðum ráðanna og tillögu að afgreiðslu.
Á 281 fundi umhverfisráðs var afgreiðslu frestað og sviðsstjóra falið að kalla forsvarmenn/fulltrúa frá mótorsportfélagi Dalvíkur til fundar með ráðinu.
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri fræðslu- og menningasviðs ásamt formanni umhverfisráðs funduðu með forsvarmönnum félagsins 13.10.2016 og minnisblað frá þeim fundi til umræðu á fundinum.Minnisblað lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað þar til afmörkun svæðisins berst frá Mótorsportfélagi Dalvíkur.
Samþykkt með fimm atkvæðum.'
Lagt fram til kynningar."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs vegna skipulagsmála og óskar eftir tillögu að afgreiðslu.