Opið svæði milli Svarfaðarbrautar og Goðabrautar ( gæsluvöllur ).

Málsnúmer 201604142

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 276. fundur - 29.04.2016

Til umræðu framtíðarnot á opnu svæði milli Svarfaðarbrautar og Goðabrautar á Dalvík.
Umhverfiráð felur sviðsstjóra að auglýsa eftir tillögum að framtíðarnýtingu svæðisins sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Umhverfisráð - 279. fundur - 15.07.2016

Til umræðu tillögur sem bárust vegna opna svæðisins milli Svarfaðarbrautar og Goðabrautar
Umhverfisráð þakkar innsendar hugmyndir og leggur til að umhverfisstjóra verði falið að vinna frekar úr þeim.

Ráðið leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar 2017 sé gert ráð fyrir fjármunum í þetta verkefni.

Samþykkt með fimm atkvæðum

Umhverfisráð - 281. fundur - 16.09.2016

Valur Þór umhverfisstjóri kynnti samantekt á tillögum vegna opins svæðis milli Goðabrautar og Svarfaðarbrautar.
Umhverfisráði líst vel á framlagðar tillögur Vals þar sem gert er ráð fyrir að svæðinu verði breytt í opinn almenningsgarð með matjurtargörðum til leigu fyrir íbúa. Ráðið leggur áherslu á að breytingar á svæðinu verði framkvæmdar í samráði við nærliggjandi lóðarhafa.

Umhverfisráð óskar eftir kostnaðaráætlun frá umhverfisstjóra fyrir næsta fund ráðsins.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Umhverfisráð - 282. fundur - 20.09.2016

Lögð fram kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðara breytinga á opnu svæði milli Svarfaðarbrautar og Goðabrautar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og vísar verkefninu til 11410-4396.

Ráðið leggur áherslu á að breytingar á svæðinu verði framkvæmdar í samráði við nærliggjandi lóðarhafa.

Samþykkt með fimm atkvæðum

Umhverfisráð - 311. fundur - 19.10.2018

Til umræðu framtíðaskipulag á opnu svæði milli Svarfaðarbrautar og Goðabrautar
(gæsluvöllur).
Ráðið leggur áherslu á að við endurskoðun Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar verði ákveðið hvað gert verði við svæðið.