Frá samtökum garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga; Minningarreitur um Árna Steinar Jóhannsson.

Málsnúmer 201605071

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 777. fundur - 19.05.2016

Tekið fyrir erindi frá samtökum garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga, bréf dagsett þann 6. maí 2016, móttekið 10. maí 2016, þar sem fram kemur að tilgangur þessa bréfs er að kanna hug byggðaráðs til samstarfs og hugsanlegs styrks til að minnast Árna Steinars Jóhannssonar, landslagsarkitekts, sem lést 1. nóvember 215.



SAMGUS vill heiðra minningu frumkvöðulsins Árna Steinars í heimabæ hans. Hugmyndin er að gerður verði áningarstaður með bekk og gróðri umhverfis og þar verði einnig söguskilti um Árna Steinar. Hugmyndin hefur ekki verið útfærð eða staðsett en rætt hefur verið um umhverfi lækjarins við Karlsrauðatorg, við æskuheimili hans á Dalvík.



Byggðaráð tekur jákvætt í ofangreint erindi og vísar því til umhverfisráðs/umhverfis- og tæknisviðs til frekari skoðunar sem og til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.

Umhverfisráð - 281. fundur - 16.09.2016

Tekið fyrir erindi frá samtökum garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga, bréf dagsett þann 6. maí 2016, móttekið 10. maí 2016, þar sem fram kemur að tilgangur þessa bréfs er að kanna hug byggðaráðs til samstarfs og hugsanlegs styrks til að minnast Árna Steinars Jóhannssonar, landslagsarkitekts, sem lést 1. nóvember 215.



SAMGUS vill heiðra minningu frumkvöðulsins Árna Steinars í heimabæ hans. Hugmyndin er að gerður verði áningarstaður með bekk og gróðri umhverfis og þar verði einnig söguskilti um Árna Steinar. Hugmyndin hefur ekki verið útfærð eða staðsett en rætt hefur verið um umhverfi lækjarins við Karlsrauðatorg, við æskuheimili hans á Dalvík.

Á 777. fundir byggðarráðs var erindinu vísað til frekari skoðunar hjá umhverfisráði sem og til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.
Umhverfisráð fagnar verkefninu og leggur til að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu. Sá kostnaður sem til fellur er gert ráð fyrir að mætt verði með fjármagni af 11410.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Valur Þór vék af fundi kl. 08:45