Umhverfisráð

264. fundur 05. júní 2015 kl. 09:00 - 12:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
 • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
 • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Vetvangsskoðun um sveitarfélagið þar sem skoðuð eru verkefni sumarsins.

Málsnúmer 201506018Vakta málsnúmer

Vettvangsskoðun um sveitarfélagið þar sem skoðuð eru verkefni sumarsins.

Farið var yfir þau vekefni sem fyrirhuguð eru í sumar.

Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri fór með umhverfisráði í skoðunarferð um sveitarfélagið.

Einnig var farið yfir þau verkefni sem fyrirhuguð eru á næsta ári.
Valur Þór Hilmarsson vék af fundi 10:45

2.Umsókn um byggingarleyfi fyrir Sognstún 4, Dalvík.

Málsnúmer 201505033Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 5. maí óskar Kristján E. Hjartarsson fyrir hönd Mario Roberto Molina eftir byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Sognstún 4 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi og felur sviðsstjóra að grendarkynna framkvæmdina og í framhaldi af því ganga frá leyfinu með fyrirvara um að öll gögn berist. Eiganda er þó bent á að þar sem um tvær íbúðir er að ræða í húsinu þarf að liggja fyrir eignaskiptayfirlýsing fyrir húsið.
Helga Íris Ingólfssdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl 10:57

3.Umsókn um byggingarleyfi fyrir hönd eigenda að Böggvisbraut 21, Dalvík.

Málsnúmer 201506035Vakta málsnúmer

Fyrir hönd eigenda að Böggvisbraut 21 óskar Kristján E Hjartarsson eftir byggingarleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi og felur sviðsstjóra að ganga frá leyfinu með fyrirvara um að öll gögn berist.
Helga Íris Ingólfssdóttir kom aftur inn á fundinn kl 11:02
Haukur Arnar Gunnarsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 11:03 og Helga Íris Ingólfsdóttir tók við funarstjórn.

4.Umsókn um byggingarleyfi vegna garðhýsis.

Málsnúmer 201506024Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 3.júní 2015 óskar Gunnar Gunnarsson eftir byggingarleyfi fyrir garðskála samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi og felur sviðsstjóra að grendarkynna framkvæmdina og í framhaldi af því ganga frá leyfinu með fyrirvara um að öll gögn berist. Eiganda er þó bent á að þar sem um tvær íbúðir er að ræða í húsinu þarf að liggja fyrir eignaskiptayfirlýsing fyrir húsið.
Haukur Arnar Gunnarson kom aftur inn á fundinn kl. 11:10 og tók aftur við funarstjórn.

5.Umsókn um malartöku í landi Ytra-Hvarfs 2015

Málsnúmer 201506026Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 2. júní 2015 óskar Herdís Aðalheiður Geirsdóttir eftir leyfi til malartöku í landi Ytra-Hvarfs, Svarfaðardal.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi, þar sem veiðitímabilið er hafið ( frá 01.06-20.09) og í umsögn veiðifélagsins kemur fram að ekki sé heimilt að taka efni á veiðitíma. Í samráði við veiðifélagið er þó veitt leyfi til að moka upp efni sem ekki hefur áhrif á rennsli árinnar.

Tekið skal fram að framkvæmdir á svæðinu skulu fara fram í samráði við sviðsstjóra.

6.Tímarammi vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019

Málsnúmer 201505076Vakta málsnúmer

Til kynningar
Ráðið hefur kynnt sér tímaramma vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019.

7.Malbik milli Hafnargötu 2 og 4, Hauganesi.

Málsnúmer 201504130Vakta málsnúmer

Á 733. fundi veitu- og hafnarráðs Dalvíkurbyggðar var ósk um malbik milli Hafnargötu 2 og 4 á Hauganesi vísað aftur til umhverfisráðs.
Umhverfisráð getur ekki fallist á umbeðna framkvæmt þar sem frestur til innsendra ábendinga er liðinn. Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2015 liggur fyrir og ekki er svigrúm innan hennar til þessarar framkvæmdar. Umsækjanda er bent á að senda inn erindi fyrir fjárhagsáætlun 2016.

8.Gjaldskrá byggingarfulltrúa.

Málsnúmer 201505157Vakta málsnúmer

Til umræðu túlkun gjaldskrár byggingarfulltrúa.
Túlkun gjaldskrár samþykkt samkvæmt umræðum á fundinum.

9.Styrkbeiðni og beiðni um sýningarhald

Málsnúmer 201505122Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Leikhópnum Lottu, dagsettur þann 19. maí 2015, þar sem A) óskað er eftir leyfi til að fá að sýna Litlu gulu hænuna á kirkjutúninu þann 8. ágúst kl. 17:00. B) Í öðru lagi er sótt um styrk vegna póstdreifingar og ferðakostnaðar að upphæð kr. 18.000. C) Í þriðja lagi er þess farið á leit að sýningin verði kynnt á vefsíðum sveitarfélagsins og miðlum sem sveitarfélagið sér sér fært að auglýsa hana á. Einnig eru vel þegnar allar ábendingar um bæjarblöð eða vefmiðla sem sérstaklegar eru ætlaðar svæðinu.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umbeðna staðsetningu vegna sýningarinnar.

10.Umsögn um leyfi v. Ektarétta

Málsnúmer 201505144Vakta málsnúmer

Til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Umsögn um umsókn.Dalvik Hostel - smáhýsi

Málsnúmer 201505176Vakta málsnúmer

Til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Umsögn um umsókn um leyfi; Dalvik Hostel

Málsnúmer 201505175Vakta málsnúmer

Til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar, endurskoðun

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Til kynningar nýtt deiliskipulag Dalvíkurhafnar
Erindinu frestað þar sem ekki liggur fyrir greinagerð með deiliskipulaginu.

14.Óheimilar auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis

Málsnúmer 201506003Vakta málsnúmer

Til kynningar
Ráðið hefur kynnt sér innsent erindi og felur sviðsstjóra að fylgja málinu eftir.

15.Grundargata, 15 á Dalvík vegna sandfoks úr fjörunni.

Málsnúmer 201306068Vakta málsnúmer

Til umræðu bréf frá eigendum Grundargötu 15, Dalvík.
Ráðið samþykkir þáttöku sveitarfélagsins í framkvæmdinni.

Með fyrirvara um samþykkta kosnaðaráætlun fyrir verkið er sviðsstjóra falið að ganga frá samningi við lóðarhafa.

16.Mat á umhverfisáhrifum - C flokkur

Málsnúmer 201506004Vakta málsnúmer

Til kynningar
Ráðið hefur kynnt sér erindið.

17.Deiliskipulag sumarhúsasvæðis í landi Hamars.

Málsnúmer 201402122Vakta málsnúmer

Til umræðu nýsamþykkt deiliskipulag í landi Hamars.
Ráðið leggur til að lóðir á svæðinu fari í auglýsingu og felur sviðsstjóra verkefnið.

Úthlutun mun í framhaldinu fara fram samkvæmt nýsamþykktum úthlutunarreglum ráðsins.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
 • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
 • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs