Deiliskipulag sumarhúsasvæðis í landi Hamars.

Málsnúmer 201402122

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 248. fundur - 05.03.2014

Til umræðu endurskoðun á deiliskipulagi sumarhúsasvæðis að Hamri.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að semja við hönnuð fyrirliggjandi tillagna um frekar útfærslu og kynningu fyrir ráðinu á næsta fundi.

Umhverfisráð - 249. fundur - 02.04.2014

Til kynningar uppdráttur, greinargerð og hugleiðingar hönnuðar vegna deiliskipulags sumarhúsasvæðis að Hamri.
Umhverfisráð hefur farið yfir þau gögn sem liggja fyrir og gert töluverðar athugasemdir og endurbætur sem sendar verða hönnuði. Gert er ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.

Umhverfisráð - 250. fundur - 07.05.2014

Á fundinn mætir Ágúst Hafsteinsson frá Arkitektastofunni Form til að kynna hugmyndir að nýju deiliskipulagi.
Ráðið þakkar Ágústi fyrir greinargóða yfirferð og lítilvægar breytingar gerðar á þeim gögnum sem kynnt voru.Hönnuði var falið að gera þær breytingar sæmkvæmt umræðum á fundinum og felur ráðið sviðsstjóra að undirbúa málið til umsagnar til skipulagsstofnunar.

Umhverfisráð - 253. fundur - 08.08.2014

Umfjöllun vegna auglýsingar á nýju deiliskipulagi sumarhúsabyggðar í landi Hamars.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar samþykkir að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi í landi Hamars skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.
123/2010.

Umhverfisráð - 260. fundur - 06.02.2015

Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hamars var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 19. desember 2015 með athugasemdafresti til 30. janúar 2015. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma. Athugasemd dagsett 15. október 2014 barst frá Helgu Björk Eiríksdóttur þegar deiliskipulagstillagan var kynnt samhliða lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem auglýst var 27.9.2014. Athugasemdin gaf ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda.



Umhverfisráð - 262. fundur - 10.04.2015

Til kynningar bréf frá Skipulagsstofnun dag. 24. mars 2015 vegna deiliskipulags í landi Hamars.
Umhverfisráð hefur kynnt sér bréfið og undrar sig á þeim athugasemdum sem fram koma í bréfinu þar sem ýtarleg skráning fornminja er til fyrir sveitarfélagið. Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir.

Umhverfisráð - 264. fundur - 05.06.2015

Til umræðu nýsamþykkt deiliskipulag í landi Hamars.
Ráðið leggur til að lóðir á svæðinu fari í auglýsingu og felur sviðsstjóra verkefnið.

Úthlutun mun í framhaldinu fara fram samkvæmt nýsamþykktum úthlutunarreglum ráðsins.