Frá leikhópnum Lottu; Styrkbeiðni og beiðni um sýningarhald

Málsnúmer 201505122

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 736. fundur - 28.05.2015

Tekinn fyrir rafpóstur frá Leikhópnum Lottu, dagsettur þann 19. maí 2015, þar sem A) óskað er eftir leyfi til að fá að sýna Litlu gulu hænuna á kirkjutúninu þann 8. ágúst kl. 17:00. B) Í öðru lagi er sótt um styrk vegna póstdreifingar og ferðakostnaðar að upphæð kr. 18.000. C) Í þriðja lagi er þess farið á leit að sýningin verði kynnt á vefsíðum sveitarfélagsins og miðlum sem sveitarfélagið sér sér fært að auglýsa hana á. Einnig eru vel þegnar allar ábendingar um bæjarblöð eða vefmiðla sem sérstaklegar eru ætlaðar svæðinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum:

a) að vísa beiðni um leyfi til sýningarhalds í kirkjubrekkunni til umhverfis- og tæknisviðs.

b) að hafna beiðni um styrk.

c) að vísa beiðni um kynningu á vefmiðlum Dalvíkurbyggðar til upplýsingafulltrúa.

Umhverfisráð - 264. fundur - 05.06.2015

Tekinn fyrir rafpóstur frá Leikhópnum Lottu, dagsettur þann 19. maí 2015, þar sem A) óskað er eftir leyfi til að fá að sýna Litlu gulu hænuna á kirkjutúninu þann 8. ágúst kl. 17:00. B) Í öðru lagi er sótt um styrk vegna póstdreifingar og ferðakostnaðar að upphæð kr. 18.000. C) Í þriðja lagi er þess farið á leit að sýningin verði kynnt á vefsíðum sveitarfélagsins og miðlum sem sveitarfélagið sér sér fært að auglýsa hana á. Einnig eru vel þegnar allar ábendingar um bæjarblöð eða vefmiðla sem sérstaklegar eru ætlaðar svæðinu.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umbeðna staðsetningu vegna sýningarinnar.