Umhverfisráð 2022

374. fundur 08. ágúst 2022 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
 • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
 • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
 • Eiður Smári Árnason aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Bjarni Daníel Daníelsson sviðstjóri
 • Snæbjörn Sigurðarson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Snæbjörn Sigurðarson Starfsmaður Framkvæmdasviðs
Dagskrá
Katrín Sif Ingvarsdóttir boðar forföll og Friðjón Árni Sigurvinsson situr fund sem varamaður.
Friðjón Árni Sigurvinsson kemur inn sem varamaður fyrir Katrínu Sif Ingvarsdóttur

1.Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 14

Málsnúmer 2205009FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 14. afgreiðslufundar byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar
Lagt fram til kynningar.
 • 1.1 202205084 Umsókn um leyfi til niðurrifs á geymslum að Skeggstöðum
  Með erindi, dagsettu 11. maí 2022, óskar Steinunn Sigvaldadóttir eftir leyfi til þess að láta rífa tvær geymslur að Skeggstöðum í Skíðadal. Um er að ræða matshluta 02 og 04.
  Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda Steinunnar fyrir niðurrifinu.
  Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 14 Erindi samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
 • 1.2 202205091 Umsókn um breytingu á skráningu og notkun fasteignar - Sjávargata 6, Árskógssandi
  Með umsókn, dagsettri 17. maí 2022, óskar Agnes Anna Sigurðardóttir fyrir hönd Bruggsmiðjunnar Kalda ehf. eftir leyfi til breytingar á notkun og skráningu á Sjávargötu 6 á Árskógssandi. Um er að ræða fiskhús byggt 1986 sem breyta á í gististað í flokki III.
  Meðfylgjandi eru teikningar af fyrirhuguðum breytingum unnar af Smára Björnssyni byggingafræðingi.
  Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 14 Erindi samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
 • 1.3 202205041 Stækkun á tjaldsvæði og búningsaðstöðu í Sandvíkurfjöru á Hauganesi
  Með tölvupósti, dagsettum 13. apríl 2022, óskar Elvar Reykjalín, fyrir hönd Ektafisks ehf., eftir leyfi til stækkunar á tjaldsvæði á Hauganesi, leyfi til þess að slétta úr og bera mold í land ofan fjörunnar, leyfi til þess að brúa læk og leyfi til þess að stækka búningsaðstöðu við pottana í Sandvíkurfjöru.
  Umhverfisráð tók erindið fyrir á fundi sínum þann 6. maí 2022 og vísaði fyrirhugaðri stækkun á búningsaðstöðu við potta í Sandvíkurfjöru til afgreiðslufundar byggingafulltrúa.
  Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 14 Erindið er samþykkt og leyfi gefið til að reisa tvö smáhýsi til viðbótar við pottana í Sandvíkurfjöru með vísun í gr. 2.3.6 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
  Framkvæmdin telst tilkynningaskyld og því þarf umsækjandi að leggja fram aðalteikningar og greinargerð hönnuðar.
  Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
 • 1.4 202205165 Tilkynning um framkvæmd - útlitsbreyting vegna glugga í Skíðabraut 13-15
  Með erindi dagsettu 4. maí 2022 óskar Þorsteinn Benediktsson eftir leyfi til breytinga á fjórum baðgluggum á Skíðabraut 13-15 á Dalvík. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 14 Erindi samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
 • 1.5 202205031 Olíutankar við Dalvíkurhöfn
  Með tölvupósti, dagsettum 23. maí 2022, óskar Sigurður Georg Óskarsson fyrir hönd Olíudreifingar eftir leyfi til þess að endurnýja og færa olíudælur á smábátabryggju upp á ferjubryggju í Dalvíkurhöfn. Meðfylgjandi eru afstöðumynd og teikningar unnar af Arnari Aðalsteinssyni.
  Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 14 Erindið er samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum enda uppfyllir framkvæmdin þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi nr. 884/2017.
 • 1.6 202109114 Fokheldisúttekt - Aðalbraut 16, Árskógssandi
  Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 14

2.Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 15

Málsnúmer 2206003FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 15. afgreiðslufundar byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar
Lagt fram til kynningar.
 • 2.1 202206009 Umsókn um leyfi til uppsetningar á tjaldhúsi til útleigu
  Tilkynning um uppsetningu á tjaldhýsi til útleigu. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 15 Lagt fram til kynningar og engar athugasemdir gerðar.
 • 2.2 202206036 Umsókn um byggingarleyfi - Skáldalækur Ytri
  Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 15 Erindið samþykkt samhljóða með fyrirvara um samþykki allra landeigenda.
 • 2.3 202204110 Umsókn um byggingarleyfi - Sakka III
  Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 15 Erindið samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum og byggingafulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi.
 • 2.4 202204033 Umsókn um byggingarleyfi - Öldugata 2
  Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 15 Farið yfir innsenda athugasemd vegna grenndarkynningar. Athugasemd er vísað til Umhverfisráðs til afgreiðslu. Afgreiðslu erindis um byggingarleyfi er frestað þar til afgreiðsla Umhverfisráðs liggur fyrir.
  Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
 • 2.5 202109040 Bjarkarbraut 5 - Endurskoðun aðaluppdrátta og yfirferð eignaskiptayfirlýsingar
  Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 15 Byggingafulltrúi gerir ekki athugasemd við innsenda eignaskiptayfirlýsingu.
  Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

3.Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 16

Málsnúmer 2206008FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 16. afgreiðslufundar byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar
Lagt fram til kynningar.
 • 3.1 202204033 Umsókn um byggingarleyfi - Öldugata 2
  Tekin aftur fyrir umsókn, dagsett 6. apríl 2022, um byggingarleyfi að Öldugötu 2 á Árskógssandi frá EGO húsum ehf.
  Óskað er eftir leyfi til þess að byggja þriggja íbúða raðhús á lóðinni. Meðfylgjandi eru aðalteikningar, byggingarlýsing og skráningartafla unnar af ArkiBygg arkitektum.
  Þar sem umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði var umsókninni vísað í grenndarkynningu meðal næstu nágranna skv. 1. mgr. 44 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 á 13. afgreiðslufundi byggingafulltrúa þann 26. apríl 2022. Grenndarkynningin var send út 27. apríl og var athugasemdafrestur til 25. maí 2022. Ein athugasemd barst á kynningartíma og snerist hún um ónæði og hávaða á byggingartíma.

  Afgreiðslu grenndarkynningar var vísað til umhverfisráðs sem fjallaði um hana á 373. fundi sínum þann 23. júní 2022 og var afgreiðslan svohljóðandi:
  Umhverfisráð leggur til að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi. Ráðið tekur ekki undir athugasemd um ónæði á byggingartíma enda mun byggingafulltrúi fylgja eftir ákvæðum byggingareglugerðar.
  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 16 Byggingafulltrúi samþykkir fyrirliggjandi umsókn um byggingarleyfi að Öldugötu 2 á Árskógssandi.
 • 3.2 202206089 Umsókn um byggingarleyfi - Öldugata 8 Árskógssandi
  Tekin fyrir umsókn, dagsett 22. júní 2022, um byggingarleyfi að Öldugötu 8 á Árskógssandi frá EGO húsum ehf. Óskað er eftir leyfi til þess að byggja parhús á lóðinni.
  Meðfylgjandi eru aðalteikningar unnar af ArkiBygg arkitektum.
  Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 16 Þar sem umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði er umsókninni vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin skal ná til eigenda eftirfarandi húseigna: Ægisgötu 7, 9, 11 og Öldugötu 6, 9, 10, 11, 13, 15 og 17.
  Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.

4.Umsókn um lóð - Hamar lóð 13

Málsnúmer 202207008Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 3. júlí 2022, óska Bjarney Jóhannsdóttir og Logi Sigurjónsson eftir frístundalóð nr. 13 á Hamri.
Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur Framkvæmdasviði að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Umsókn um lóð - Hringtún 23

Málsnúmer 202207009Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 4. júlí 2022, óska Kristín Kjartansdóttir og Ingi Valur Davíðsson eftir lóðinni við Hringtún 23 á Dalvík.
Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur Framkvæmdasviði að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Umsókn um lóð - Hringtún 24

Málsnúmer 202206076Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 16. júní 2022, óska Erla Björk Jónsdóttir og Haukur Dór Kjartansson eftir lóðinni við Hringtún 24 á Dalvík.
Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur Framkvæmdasviði að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Umsókn um lóð - Skógarhólar 10

Málsnúmer 202207064Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 26. júlí 2022, óska Helga Guðmundsóttir og Guðmundur Ingvar Guðmundsson eftir lóðinni við Skógarhóla 10 á Dalvík.
Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur Framkvæmdasviði að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Umsókn um byggingarleyfi - Öldugata 8 Árskógssandi

Málsnúmer 202206089Vakta málsnúmer

Á 16. afgreiðslufundi Byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar þann 23. júní 2022 var tekin fyrir umsókn EGO hús ehf. um byggingarleyfi að Öldugötu 8 á Árskógssandi. Óskað var eftir leyfi til þess að byggja parhús á lóðinni.
Þar sem umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði var umsókninni vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin náði til eigenda eftirfarandi húseigna að: Ægisgötu 7, 9, 11 og Öldugötu 6, 9, 10, 11, 13, 15 og 17. Grenndarkynningargögn voru send út 4. júlí og var frestur til athugasemda til 1. ágúst 2022. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Dalvíkurlína 2 - Umsagnarbeiðni

Málsnúmer 202207062Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð hefur móttekið erindi Skipulagsstofnunar, dags. 26/07/2022, þar sem óskað er eftir umsögn vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við Dalvíkurlínu 2 - 66 KV jarðstrengur á milli Akureyrar og Dalvíkur. Framkvæmdin er tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu til Skipulagsstofnunar skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. / Í framkvæmdarlýsingu kemur fram að gert er ráð fyrir lagningu á 41 km löngum jarðstreng og nær framkvæmdasvæðið frá Rangárvöllum á Akureyri til Dalvíkur. Tilgangur framkvæmdarinnar er að tryggja örugga orkuafhendingu á Dalvík með tvöfaldri tengingu við meginflutningskerfið.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar telur að gerð sé ítarlega grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd, mögulegum umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum. Umhverfisráð telur að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Fyrirhuguð framkvæmd fer að hluta til um hverfisverndarsvæði 807-Hv og 819-Hv og um Friðland Svarfdæla. Mikilvægt er að tryggja mótvægisaðgerðir svo fyrirhuguð framkvæmd raski ekki landslagi og lífríki á svæðinu. Umhverfisráð leggur áherslu á nýta framkvæmdina við stígagerð og að samþykki allra landeigenda, sem hagsmuna eiga að gæta, liggi fyrir áður en framkvæmdir við lagningu hefjast. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi hjá sveitarfélaginu sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdin er mikilvægur liður í að tryggja innviðaöryggi í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Fyrirspurn frá Minjastofnun

Málsnúmer 202203063Vakta málsnúmer

Kynning á niðurstöðu Minjastofnunar Íslands á svari Dalvíkurbyggðar vegna röskunar fornleifa á Árskógsströnd.
Umhverfisráð leggur áherslu á mikilvægi þess að upplýsa framkvæmdaraðila um ákvæði laga um menningarminjar. Við útgáfu byggingar- og framkvæmdaleyfi skal óskað eftir umsögnum frá MÍ þar sem ekki er deiliskipulag í gildi. Umhverfisráð telur mikilvægt að deiliskipulag liggi fyrir í byggð og felur nefndin Framkvæmdasviði að útbúa minnisblað þar sem listuð eru upp skipulagsverkefni næstu ára í Dalvíkurbyggð og leggja fyrir nefndina.

11.Ósk um viðræður vegna Hánefsstaðaskógar

Málsnúmer 202202028Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi um styrk til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og
útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi.
Umhverfisráð felur Framkvæmdasviði að ganga til samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga og leggja til í fjárhagsáætlunargerð næsta árs.
Umhverfisráð telur verkefnið mikilvægt fyrir lýðheilsu í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Boð um þátttöku í sameiginlegu verkefni í Hringrásarhagkerfi

Málsnúmer 202206107Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá SSNE um þátttöku í sameiginlegu verkefni í Hringrásarhagkerfi.
Umhverfisráð leggur til að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu og felur sviðsstjóra Framkvæmdasviðs að vera tengiliður við SSNE varðandi úrgangsstjórnun.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Umsókn um leiguland á Böggvisstöðum

Málsnúmer 202205196Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar 28. júní 2022 var afgreiðslu málsins hafnað og vísað aftur til umhverfisráðs með tilmælum um að taka verklagsreglur um leigulönd til endurskoðunar.
Umhverfisráð felur Framkvæmdasviði að endurskoða verklagsreglur um leigulönd og leggja fram til umhverfisráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Umsókn um leiguland til slægna og beitar úr landi Selár

Málsnúmer 202205154Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar 28. júní 2022 var afgreiðslu málsins hafnað og vísað aftur til umhverfisráðs með tilmælum um að taka verklagsreglur um leigulönd til endurskoðunar.
Umhverfisráð felur Framkvæmdasviði að endurskoða verklagsreglur um leigulönd og leggja fram til umhverfisráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

15.Varðar Hrísatjörn

Málsnúmer 202206125Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Marinó Heiðari Svavarssyni varðandi Hrísatjörn.
Umhverfisráð leggur til að Framkvæmdasvið í samstarfi við Friðlandsnefnd láti kanna vatnsgæði í Hrísatjörn og leiti lausna um rennsli frá Svarfaðardalsá t.d. með samstarfi við Vegagerðina.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

16.Heimreið að Selá

Málsnúmer 202207014Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni Vegagerðarinnar um að vegurinn heim að Selá verði tekinn inn á vegaskrá sem héraðsvegur.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við að vegurinn verði tekinn inn á vegaskrá.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

17.Erindi sent fyrir hönd Skipulagsdeildar Vegagerðarinnar

Málsnúmer 202207028Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni þar sem minnt er á mikilvægi þess að sveitarfélög og Vegagerðin viðhafi samráð varðandi skipulagsmál.
Lagt fram til kynningar.

18.Ársfundur náttúruverndarnefnda

Málsnúmer 202206138Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfisstofnun um ársfund náttúruverndarnefnda sem haldinn verður 10. nóvember næstkomandi.
Umhverfisráð leggur til að formaður og/eða varaformaður ráðsins sæki ársfundinn.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

19.Ósk um breytingu á deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli

Málsnúmer 202208015Vakta málsnúmer

Ósk um breytingu á Deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli. Fyrirhuguð breyting fellst í hækkun á mænishæð um 0,4 metra.
Umhverfisráð telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem ekki er sótt um stækkun byggingarreits eða aukið byggingarmagn og verði vísað til grenndarkynningar í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Friðjón Árni Sigurvinsson leggur fram eftirfarandi bókun:
"Ég tel að setja ætti skilmála um að byggingin falli að landslaginu og sé ekki lýti á fólkvangi."

Samþykkt með 4 atkvæðum. Friðjón situr hjá.

20.Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað

Málsnúmer 202207056Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfisumsóknar Bruggsmiðjunnar Kalda ehf til sölu áfengis á framleiðslustað að Öldugötu 22, Árskógssandi.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum gerir umhverfisráð ekki athugasemdir við að Bruggsmiðjan Kaldi fái leyfi til að selja áfengi á framleiðslustað að Öldugötu 22, enda sé starfsemin í samræmi við skipulagsskilmála.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Fundi slitið kl. 12:00.

21.Fundargerðir HNE 2022

Málsnúmer 202203051Vakta málsnúmer

Teknar fyrir kynningar á fundargerðum 224. og 225. funda Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra sem haldnir voru 11. maí og 30. júní 2022.
Lagt fram til kynningar.
Umhverfisráð leggur til að tiltektardagur að vori í sveitarfélaginu verði settur á fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
 • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
 • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
 • Eiður Smári Árnason aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Bjarni Daníel Daníelsson sviðstjóri
 • Snæbjörn Sigurðarson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Snæbjörn Sigurðarson Starfsmaður Framkvæmdasviðs