Fyrirspurn frá Minjastofnun

Málsnúmer 202203063

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð 2022 - 374. fundur - 08.08.2022

Kynning á niðurstöðu Minjastofnunar Íslands á svari Dalvíkurbyggðar vegna röskunar fornleifa á Árskógsströnd.
Umhverfisráð leggur áherslu á mikilvægi þess að upplýsa framkvæmdaraðila um ákvæði laga um menningarminjar. Við útgáfu byggingar- og framkvæmdaleyfi skal óskað eftir umsögnum frá MÍ þar sem ekki er deiliskipulag í gildi. Umhverfisráð telur mikilvægt að deiliskipulag liggi fyrir í byggð og felur nefndin Framkvæmdasviði að útbúa minnisblað þar sem listuð eru upp skipulagsverkefni næstu ára í Dalvíkurbyggð og leggja fyrir nefndina.