Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 16

Málsnúmer 2206008F

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð 2022 - 374. fundur - 08.08.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 16. afgreiðslufundar byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar
Lagt fram til kynningar.
  • .1 202204033 Umsókn um byggingarleyfi - Öldugata 2
    Tekin aftur fyrir umsókn, dagsett 6. apríl 2022, um byggingarleyfi að Öldugötu 2 á Árskógssandi frá EGO húsum ehf.
    Óskað er eftir leyfi til þess að byggja þriggja íbúða raðhús á lóðinni. Meðfylgjandi eru aðalteikningar, byggingarlýsing og skráningartafla unnar af ArkiBygg arkitektum.
    Þar sem umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði var umsókninni vísað í grenndarkynningu meðal næstu nágranna skv. 1. mgr. 44 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 á 13. afgreiðslufundi byggingafulltrúa þann 26. apríl 2022. Grenndarkynningin var send út 27. apríl og var athugasemdafrestur til 25. maí 2022. Ein athugasemd barst á kynningartíma og snerist hún um ónæði og hávaða á byggingartíma.

    Afgreiðslu grenndarkynningar var vísað til umhverfisráðs sem fjallaði um hana á 373. fundi sínum þann 23. júní 2022 og var afgreiðslan svohljóðandi:
    Umhverfisráð leggur til að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi. Ráðið tekur ekki undir athugasemd um ónæði á byggingartíma enda mun byggingafulltrúi fylgja eftir ákvæðum byggingareglugerðar.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 16 Byggingafulltrúi samþykkir fyrirliggjandi umsókn um byggingarleyfi að Öldugötu 2 á Árskógssandi.
  • .2 202206089 Umsókn um byggingarleyfi - Öldugata 8 Árskógssandi
    Tekin fyrir umsókn, dagsett 22. júní 2022, um byggingarleyfi að Öldugötu 8 á Árskógssandi frá EGO húsum ehf. Óskað er eftir leyfi til þess að byggja parhús á lóðinni.
    Meðfylgjandi eru aðalteikningar unnar af ArkiBygg arkitektum.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 16 Þar sem umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði er umsókninni vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin skal ná til eigenda eftirfarandi húseigna: Ægisgötu 7, 9, 11 og Öldugötu 6, 9, 10, 11, 13, 15 og 17.
    Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.