Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 14

Málsnúmer 2205009F

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð 2022 - 374. fundur - 08.08.2022

Friðjón Árni Sigurvinsson kemur inn sem varamaður fyrir Katrínu Sif Ingvarsdóttur
Lögð fram til kynningar fundargerð 14. afgreiðslufundar byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar
Lagt fram til kynningar.
  • .1 202205084 Umsókn um leyfi til niðurrifs á geymslum að Skeggstöðum
    Með erindi, dagsettu 11. maí 2022, óskar Steinunn Sigvaldadóttir eftir leyfi til þess að láta rífa tvær geymslur að Skeggstöðum í Skíðadal. Um er að ræða matshluta 02 og 04.
    Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda Steinunnar fyrir niðurrifinu.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 14 Erindi samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • .2 202205091 Umsókn um breytingu á skráningu og notkun fasteignar - Sjávargata 6, Árskógssandi
    Með umsókn, dagsettri 17. maí 2022, óskar Agnes Anna Sigurðardóttir fyrir hönd Bruggsmiðjunnar Kalda ehf. eftir leyfi til breytingar á notkun og skráningu á Sjávargötu 6 á Árskógssandi. Um er að ræða fiskhús byggt 1986 sem breyta á í gististað í flokki III.
    Meðfylgjandi eru teikningar af fyrirhuguðum breytingum unnar af Smára Björnssyni byggingafræðingi.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 14 Erindi samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • .3 202205041 Stækkun á tjaldsvæði og búningsaðstöðu í Sandvíkurfjöru á Hauganesi
    Með tölvupósti, dagsettum 13. apríl 2022, óskar Elvar Reykjalín, fyrir hönd Ektafisks ehf., eftir leyfi til stækkunar á tjaldsvæði á Hauganesi, leyfi til þess að slétta úr og bera mold í land ofan fjörunnar, leyfi til þess að brúa læk og leyfi til þess að stækka búningsaðstöðu við pottana í Sandvíkurfjöru.
    Umhverfisráð tók erindið fyrir á fundi sínum þann 6. maí 2022 og vísaði fyrirhugaðri stækkun á búningsaðstöðu við potta í Sandvíkurfjöru til afgreiðslufundar byggingafulltrúa.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 14 Erindið er samþykkt og leyfi gefið til að reisa tvö smáhýsi til viðbótar við pottana í Sandvíkurfjöru með vísun í gr. 2.3.6 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
    Framkvæmdin telst tilkynningaskyld og því þarf umsækjandi að leggja fram aðalteikningar og greinargerð hönnuðar.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • .4 202205165 Tilkynning um framkvæmd - útlitsbreyting vegna glugga í Skíðabraut 13-15
    Með erindi dagsettu 4. maí 2022 óskar Þorsteinn Benediktsson eftir leyfi til breytinga á fjórum baðgluggum á Skíðabraut 13-15 á Dalvík. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 14 Erindi samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • .5 202205031 Olíutankar við Dalvíkurhöfn
    Með tölvupósti, dagsettum 23. maí 2022, óskar Sigurður Georg Óskarsson fyrir hönd Olíudreifingar eftir leyfi til þess að endurnýja og færa olíudælur á smábátabryggju upp á ferjubryggju í Dalvíkurhöfn. Meðfylgjandi eru afstöðumynd og teikningar unnar af Arnari Aðalsteinssyni.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 14 Erindið er samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum enda uppfyllir framkvæmdin þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi nr. 884/2017.
  • .6 202109114 Fokheldisúttekt - Aðalbraut 16, Árskógssandi
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 14