Umsókn um byggingarleyfi - Öldugata 8 Árskógssandi

Málsnúmer 202206089

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð 2022 - 374. fundur - 08.08.2022

Á 16. afgreiðslufundi Byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar þann 23. júní 2022 var tekin fyrir umsókn EGO hús ehf. um byggingarleyfi að Öldugötu 8 á Árskógssandi. Óskað var eftir leyfi til þess að byggja parhús á lóðinni.
Þar sem umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði var umsókninni vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin náði til eigenda eftirfarandi húseigna að: Ægisgötu 7, 9, 11 og Öldugötu 6, 9, 10, 11, 13, 15 og 17. Grenndarkynningargögn voru send út 4. júlí og var frestur til athugasemda til 1. ágúst 2022. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1034. fundur - 18.08.2022

Á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 16. afgreiðslufundi Byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar þann 23. júní 2022 var tekin fyrir umsókn EGO hús ehf. um byggingarleyfi að Öldugötu 8 á Árskógssandi. Óskað var eftir leyfi til þess að byggja parhús á lóðinni. Þar sem umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði var umsókninni vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin náði til eigenda eftirfarandi húseigna að: Ægisgötu 7, 9, 11 og Öldugötu 6, 9, 10, 11, 13, 15 og 17. Grenndarkynningargögn voru send út 4. júlí og var frestur til athugasemda til 1. ágúst 2022. Engar athugasemdir bárust. Umhverfisráð leggur til að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu um að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi.