Sveitarstjórn

305. fundur 18. september 2018 kl. 16:15 - 17:12 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
 • Felix Rafn Felixson varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Jón Ingi Sveinsson boðaði forföll og varamaður hans Felix Rafn Felixsson mætti í hans stað.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876, frá 06.09.2018

Málsnúmer 1809001FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
Liður 22, a) og b)
Liðir 23, 24 og 25 sér liðir á dagskrá
 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 8:15.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð frá Bakkabjörg ehf. í rekstur á Rimum, dagsett þann 20. september 2018 fyrir tímabilið 2018 - 2028. Eitt tilboð barst en auglýst var eftir tilboðum í reksturinn; sjá nánar á vef Dalvíkurbyggðar https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/dalvikurbyggd-auglysir-eftir-rekstraradila-a-felagsheimilinu-rimum-og-adliggjandi-tjaldsvaedi


  Tilboð Bakkabjargar ehf. hljóðar upp á kr. 60.000 á mánuði yfir sumarmánuðina júní, júlí, ágúst og september, auk þess myndi félagið greiða hita og rafmagn.

  Aðra mánuði ársins myndi Bakkabjörg ehf. greiða allan rekstrarkostnað af húsnæðinu og annast húsvörslu á húsnæðinu. Undanskilið er þó snjómokstur yfir vetrarmánuðina fyrir viðburði og uppákomur sem tengjast félags-, menninga- og íþróttastarfi íbúa í Dalvíkurbyggð.

  Til umræðu ofangreint.

  Hlynur vék af fundi kl. 08:36.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að gera drög að leigusamningi við Bakkabjörg ehf. á grundvelli ofangreinds tilboðs og leggja fyrir byggðaráð. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • a) Tekið fyrir erindi frá hjúkrunarframkvæmdastjóra Dalbæjar fyrir hönd stjórnar, dagsett þann 3. september 2018, þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð til endurnýjunar á bifreið Dalbæjar, með vísan í það að bifreiðin nýtist ekki eingöngu íbúum Dalbæjar heldur fleiri íbúum byggðarlagsins.

  b) Tekið fyrir erindi frá hjúkrunarframkvæmdastjóra Dalbæjar fyrir hönd stjórnar, dagsett þann 3. septmeber 2018, þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð til endurbóta á salernisaðstöðu á Dalbæ. Um er að ræða 3 snyrtingar. Kostnaðaráætlun og tilboð liggur ekki fyrir en verður sent til Dalvíkurbyggðar um leið og þau gögn liggja fyrir.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar félagsmálaráðs og byggðaráð óskar eftir að fá rökstudda tillögu ráðsins að afgreiðslu.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til Eignasjóðs til umfjöllunar og skoðunar og byggðaráð óskar eftir að fá rökstudda tillögu Eignasjóðs að afgreiðslu. Byggðaráð samþykkir einnig samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar félagsmálaráðs og óskar jafnframt eftir að fá rökstudda tillögu ráðsins að afgreiðslu.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 839. fundi byggðaráðs þann 12. október 2017 var eftirfarandi bókað:
  "Undir þessum lið vék Bjarni Th. Bjarnason af fundi vegna vanhæfis kl. 14:06. Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðasskjalasafns, ódagsett en móttekið þann 25. september 2017 í rafpósti, þar sem óskað er eftir fjárveitingu til kaupa á verkinu 2,34 eftir listamanninn Guðlaug Arason (GARASON). Óskað hefur verið eftir tilboði frá listamanninum og fylgir það með orðrétt. Í söfnunar- og útlánastefnu Listaverkasafns Dalvíkurbyggðar kemur m.a. fram: "Stefnt er að því, ef fjárhagur leyfir, að kaupa myndverk eftir listamenn sem búsettir eru í sveitafélaginu, þegar þeir halda sína aðra sýningu, hafi sveitafélagið ekki eignast verk eftir öðrum leiðum. Taka þarf sérstaka ákvörðun um önnur form listaverka“. Með vísan í þessa klausu er hér óskað eftir sérstakri ákvörðun um kaup á listaverki sem sennilega myndi flokkast sem annað form listaverka. Verðið á verkinu er 1,3 m.kr. og óskað er eftir kr. 900.000 aukafjárveitingu að upphæð kr. 900.000 við fjárhagsramma 2018 til kaupa á listaverkinu.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og felur forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns að kanna möguleika á styrkjum til að auka líkur á að sveitarfélagið geti eignast þetta verk, sbr. tilboð og tillögur frá listamanninum."
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar menningarráðs og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð óskar jafnframt eftir að menningarráð komi með tillögu að stefnu um kaup og viðhald listaverka. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 871. fundi byggðaráðs þann 12. júlí 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
  "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00. Á 100. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 15. maí 2018 var eftirfarandi bókað: "Tekin fyrir greinagerð frá Skíðafélagi Dalvíkur varðandi endurnýjun á troðara félagsins og uppbyggingu geymsluhúsnæði félagsins. Íþrótta- og æskulýðsráð telur þá leið að endurnýja dælur ofl. (leið 2 í greinagerð) sé vænlegasti kosturinn. Þetta gefur troðaranum nokkur ár til viðbótar. Í framhaldi verði svo gerð tímaáætlun um endurnýjun á troðaranum. Ráðinu lýst vel á áætlanir skíðafélagsins um framtíðaruppbygingu geymsluhúsnæðis félagsins og vísar því til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunarvinnu næsta haust." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 10. maí 2018, sem var sent til íþrótta- og æskulýðsráðs í framhaldi af fundi með íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þann 13. apríl s.l. Fram kemur að leið 2 sem íþrótta- og æskulýðsráð lagði til vegna viðhalds á snjótroðara er áætlað að kosti kr. 4.774.879 og er innifalið 3 nýjar aðaldælur, ný fæði og drifdæla, milligírar yfirfarnir og vinna við dæluskiptin. Til umræðu ofangreint.
  a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs hvað varðar leið 2 í greinargerð Skíðafélags Dalvíkur til gerðar fjárhagsáætlunar 2019. Að sama skapi samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að vísa áætlunum Skíðafélags Dalvíkur um framtíðaruppbyggingu geymsluhúsnæðis til gerðar fjárhagsáætlunar 2019. b)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Skíðafélag Dalvíkur fái Hreiður allt til afnota nú þegar, sbr. erindi frá félaginu 21. febrúar 2018."
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til frekari útfærslu hvað varðar áætlanir Skíðafélags Dalvíkur um framtíðaruppbyggingu geymsluhúsnæðis og óskar eftir rökstuddri tillögu ráðins.

  Hvað varðar viðhald á snjótroðara þá samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þeim lið til sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í tengslum við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2019.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 871. fundi byggðaráðs þann 12. júlí 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
  "Á 100. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 15. maí 2018 var eftirfarandi bókað: "Íþrótta- og æskulýðsráð tekur undir með ungmennaráði og telur mikilvægt að skoðað verði frá grunni með hvaða hætti starfsemi Víkurrastar og þar með félagsmiðstöðvar verði til framtíðar. Það eru miklir möguleikar í alhliða frístundahúsi í Víkurröst. Ráðið telur mikilvægt að þetta verði unnið áfram í samráði við ungmennaráð og sett í farveg þannig að í haust verði búið að móta stefnu um það með hvaða hætti starfsemi Víkurrastar verði háttað." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 2. júlí 2018, á starfi forstöðumanns Víkurrastar og núverandi stöðu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og nær yfir stöðu mála áður og eftir að starf forstöðumanns félagsmiðstöðar var lagt niður. Til umræðu ofangreint. Gísli Rúnar vék af fundi kl. 14:14
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019."

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til ráðningarnefndar sveitarfélagsins sem vinni málið áfram með sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sem og öðrum starfsmönnum eftir því sem þarf og leggi fyrir byggðaráð tillögu til umfjöllunar og afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 873. fundi byggðaráðs þann 9. ágúst 2018 var til umfjöllunar minnisblað frá forsvarsmönnum UMFS sem mátu það mikla fjárhagslega áhættu að hefja verk við nýjan gervigrasvöll áður en ljóst er hvort að frumvarp til laga um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda nái fram að ganga. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að gerður verði viðauki nr.18 til lækkunar á heildarframlagi til framkvæmda UMFS vegna gervigrasvallar á árinu 2018 upp á 30 milljónir króna og til hækkunar á handbæru fé. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa heildarfjárfestingu vegna framkvæmda gervigrasvallar UMFS til gerðar fjárhagsáætlunar 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Hollvinafélagi Sundskála Svarfdæla, dagsett þann 29. ágúst 2018, þar sem fram kemur að það er vilji félagsins að koma fyrir gömlu pottunum sem félaginu áskotnaðist frá Sundlaug Dalvíkur í sumar niður við Sundskála Svarfdæla. Efniskostnaður er áætlaður kr. 500.000 og óskar félagið eftir styrk frá Dalvíkurbyggð vegna efniskostnaðar en félagið lýsir sig reiðubúið að leggja fram alla vinnu við niðursetningu pottanna og frágang. Ennfremur er bent á viðhaldsþörf hússins, að gera þurfi könnun á ástandi lagnarinnar ofan úr borholu og niður í skála. Stjórn félagsins er reiðubúin að mæta á fund byggðaráðs og ræða framtíð og hin margvíslegu og spennandi tækifæri sem felast í Sundskála Svarfdæla. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til starfsmanna Eignasjóðs og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu.
  Byggðaráð óskar eftir að fá stjórn Hollvinafélags Sundskála Svarfdæla á fund með vísan í ofangreint erindi.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Hestamannafélaginu Hringi, rafbréf dagsett þann 3. september 2018, þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð til reiðvegagerðar. Fram kemur að félagið áformar að sækjast eftir að fá styrk frá Reiðvegasjóði Vegagerðarinnar og LH á bilinu kr. 1.500.000 - kr. 2.500.000 og óskar eftir að sveitarfélagið leggi félaginu til krónu á móti krónu. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð óskar einnig eftir að sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kanni hvernig áform félagsins um reiðvegagerð falli að skipulagsmálum sveitarfélagsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá íbúum Túnahverfis með undirskriftarlista, dagsett þann 30. ágúst 2018, þar sem vísað er til fyrri erinda sem og fram koma ýmsar tillögur íbúanna er varðar frágang á opnu svæði, frágang á gangstéttum og stígum, gerð göngustíga, ýmis frágangur við lóðir og snjómokstur.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og óskað er eftir rökstuddri tillögu ráðsins að afgreiðslu. Byggðaráð leggur ríka áherslu á að erindi/erindum íbúanna sé svarað þannig að ljóst liggi fyrir hver áform sveitarfélagsins eru á árinu 2019 og næstu árum. Einnig hvort gert hafi verið ráð fyrir að ráðast í einhverjar framkvæmdir á árinu 2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Hafþóri Gunnarssyni, rafbréf dagsett þann 2. september 2018, þar sem fyrri erindi Hafþórs eru ítrekuð hvað varðar frágang og umhirðu á aðliggjandi svæðum er liggja að lóðinni við Hringtún 21. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og að rökstudd tillaga að afgreiðslu verði lögð fyrir byggðaráð. Byggðaráð leggur ríka áherslu á að bréfritari fá skilmerkileg svör við erindi sínu þannig að ljóst liggi fyrir hver eru áform sveitarfélagsins í þessum málum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • a) Tekið fyrir erindi frá Íbúaráði Árskógssandi, dagsett þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur Íbúaráðsins í 10 liðum í tengslum við veitur og hafnir.
  b) Tekið fyrir erindi frá Íbúaráði Árskógssandi, dagsett þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur Íbúaráðsins í 8 liðum í tengslum við umhverfismál.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til veitu- og hafnaráðs og óskar eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökunum á Hauganesi, bréf móttekið þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur íbúasamtakanna hvað varðar meðal annars umhverfismál, umferðarmál, snjómokstur, gangstéttir og götur. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og að óska eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu. Einnig er þeim hluta er varðar gömlu bryggjuna vísað til veitu- og hafnaráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Kóngsstöðum ehf., bréf dagsett þann 1. september 2018, þar sem óskað er eftir að vegurinn sem liggur um hlaðið á Kóngsstöðum í Stekkjarhús verði færður frá bænum vegna vaxandi umferðarþunga.
  Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs kemur fram að umræddur vegur er hluti af vegslóða inn á Sveinsstaðarafrétt og fellur því undir þær framkvæmdir sem sótt hefur verið um styrk úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar af landbúnaðarráði.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 834. fundi byggðaráðs þann 14. september 2017 var eftirfarandi bókað:
  "Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín og Pétri Einarssyni, dagsett þann 7. september 2017 er varðar deiliskipulag Ferðamannaþorpsins Hauganes. Frestur til að skila inn erindi vegna fjárhagsáætlunar 2018 var til og með 1. september s.l. og er því ofangreint erindi of seint fram komið.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022."

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu hvað varðar skipulagsmál.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til atvinnumála- og kynningaráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu hvað varðar ferða- og atvinnumál.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín og Pétri Einarssyni, rafbréf dagsett þann 21. ágúst 2018, sem er samhljóða erindi 201709051 hér að ofan um deiliskipulag vegna hugmynda um Ferðamannaþorpið Hauganes. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð vísar til afgreiðslu sinnar á samhljóða erindi hér að ofan. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 834. fundi byggðaráðs þann 14. september 2017 var eftirfarandi bókað:
  "Tekið fyrir erindi frá stjórn Kirkjugarða Dalvíkurprestakalls, er barst sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs þann 7. september 2017, þar sem stjórnin óskar eftir bundnu slitlagi á nýja veginn upp að Upsakirkjugarði á fjárhagsáætlun 2018. Frestur til að senda inn erindi vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2018 var til og með 1. september 2017 og er því ofangreint erindi of seint fram komið.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022."
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • a) Tekið fyrir erindi frá Kirkjugörðum Dalvíkurprestakalls, dagsett þann 29. ágúst 2018, þar sem fram kemur að fyrirhuguð er stækkun á kirkjugarðinum á Tjörn og óskað er eftir að gert sé ráð fyrir á fjárhagsáætlun efni í girðinguna.
  b) Tekið fyrir erindi frá Kirkjugörðum Dalvíkurprestakalls, dagsett þann 29. ágúst 2018, þar sem stjórnin óskar eftir bundnu slitlagi á nýja veginn að Upsakirkjugarði.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og að ráðið skili rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð felur jafnframt sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að óska eftir kostnaðaráætlun frá Kirkjugörðum Dalvíkurprestakalls sem og öðrum gögnum svo hægt sé að taka afstöðu til erindisins.
  b) Byggðaráð vísar til afgreiðslu sinnar á erindi 201709102.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá sóknarnefnd Dalvíkursóknar, dagsett þann 31. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir áframhaldandi styrk á móti fasteignagjöldum vegna Dalvíkurkirkju. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Einnig felur byggðaráð sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að óska eftir ársreikningi og/eða fjárhagsáætlun sóknarnefndar Dalvíkursóknar með vísan til reglna sveitarfélagsins um almennar styrkumsóknir. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá íbúum á Böggvisstöðum, rafbréf dagsett þann 20. ágúst 2018, þar sem þess er farið á leit að nágrannalóð þeirra sem Böggvisstaðaskáli sendur á verði gerð snyrtileg og gert verði ráð fyrir kostnaði árið 2019 sem þvi fylgir.  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og að fá rökstudda tillögu að afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni, dagsett þann 18. ágúst 2018, þar sem Hjörleifur minnir á að við gerð fjárhagsáætlunar 2019 þurfi að gera ráð fyrir verkefnum tengd Friðlandi Svarfdæla sem áður voru á höndum Náttúruseturs á Húsabakka. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir að fá rökstudda tillögu að afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 873. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
  "Teknar fyrir upplýsingar frá sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs. Samtölur fasteignamats 2007-2019 og samtölur fasteignaálagningar 2019 miðað við óbreyttar forsendur frá fyrra ári. Til umræðu ofangreint.
  Lagt fram til kynningar."

  Til umræðu forsendur vegna álagningu fasteignagjalda 2019.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 875. fundi byggðaráðs þann 30. ágúst 2018 voru til umfjöllunar drög að fjárhagsramma fyrir árið 2019, forsendur Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2019-2022 sem og ýmis önnur mál er varðar vinnuna við starfs- og fjárhagsáætlun 2019-2022.

  a) Tillaga að fjárhagsrammam 2019

  Sveitarstjóri og sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu tillögu að fjárhagsramma ársins 2019 og helstu forsendur.

  b) Forsendur með fjárhagsáætlun 2019

  Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu Dalvíkurbyggðar að forsendum með fjárhagsáætlum 2019.

  c) Önnur mál; stefnumótun, áherslur, o.fl.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að fjárhagsramma 2019 eins og hann liggur fyrir með breytingum sem gerðar voru á fundinum.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að forsendum Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2019 eins og þær liggja nú fyrir.
  c) Lagt fram til kynningar.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2019.
  b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að forsendum Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2019.
  c) Lagt fram til kynningar í sveitarstjórn.
 • Á 77. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. september 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Tekjur Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar á fyrstu sjö mánuðum árins eru töluvert meiri en áætlun 2018 gerði ráð fyrir, munar þar um 13,6 milljónum. Eftir skoðun á þeim tekjum sem vænta má á síðari hluta ársins leggur veitu- og hafnaráð til við byggðarráð að tekjuáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2018 verði hækkuð um kr. 20,0 milljóir.
  Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu."

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 27, að upphæð kr. 20.000.000 á lykil 41010-0248, mætt með hækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Er sér liður á dagskrá.
 • a) Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti útreikninga á áður samþykktum launaviðaukum 2018 í samanburði við launaáætlunarkerfi.
  b) Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti launaviðauka vegna launaþróunartrygging kjarasamninga , alls kr. 7.057.286 sem dreifist á ýmsar deildir.
  c) Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti launaviðauka vegna nýrra kjarasamninga á árinu 2018, alls kr. 7.472.123 sem dreifist á ýmsar deildir.

  Samtals hækkun launa samkvæmt viðauka: kr. 18.570.431
  Viðaukar sem eftir er að samþykkja: kr. 14.294.409

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að útreikningar viðauka samkvæmt launaáætlunarkerfi gildi og fari inn í heildarviðauka II, mætt með lækkun á handbæru fé.
  b) Byggðaráð samþykkir sámhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 28 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 7.057.586 samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, mætt með lækkun á handbæru fé.
  c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 29 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 7.472.123 samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, mætt með lækkun á handbæru fé.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti útreikninga á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga samkvæmt endurskoðun fjárhæðar í fjárhagsáætlun 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 30 við fjárhagsáætlun 2018 og lækkun á áætlun á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga 2018 að upphæð kr. 1.714.508, annars vegar deild 22600 kr. - 2.384.182 og hins vegar deild 41210 kr. 669.673. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 11:31 til annarra starfa.

  Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti útreikninga á endurskoðun á áætluðu útsvari 2018 vegna vinnu við heildarviðauka II, með fyrirvara um eftirálagningu staðgreiðslu sem liggur ekki fyrir.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta afgreiðslu til næsta fundar.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti drög að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2018 með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið eftir gerð heildarviðauka I. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs taka saman heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2018 með tillögum að ofangreindum breytingum með því markmiði að heildarviðauki II fari fyrir næsta fund sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett þann 27. ágúst 2018, þar sem tilkynnt er um fasteignamat 2019 og meðfylgjandi eru gögn til upplýsingar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 31. ágúst 2018, þar sem kynnt er tillaga Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra í Fjallabyggð, til aðalfundar Eyþings 2018 um fjölgun fulltrúa í stjórn Eyþings.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 307. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877, frá 13.09.2018

Málsnúmer 1809005FVakta málsnúmer

Liðir 6 og 8 sér liðir á dagskrá.
 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 13:09.

  Til umræðu og undirbúningur fyrir fyrirhugaðan íbúafund um "Gamla skóla" og framtíðarhlutverk hans.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með inn á næsta fund byggðaráðs tillögu að könnun til íbúa um hvert framtíðarhlutverk húsnæðisins ætti að vera. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Lagt fram til kynningar.
 • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, dagsettur þann 5. september 2019, þar sem fram kemur að þann 19. september n.k. munu þrettán Færeysk fyrirtæki standa fyrir fyrirtækjasýningu í Hofi. Fram kemur að kjörnir fulltrúar eru velkomnir og er sveitarstjórum falið að bjóða þeim.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 2.3 201809039 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók.

  Margrét vék af fundi kl. 13:43.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877
 • Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var meðel annars eftirfarandi bókað:
  "a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að fjárhagsramma 2019 eins og hann liggur fyrir með breytingum sem gerðar voru á fundinum.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að forsendum Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2019 eins og þær liggja nú fyrir.
  c) Lagt fram til kynningar. "

  Til umræðu áherslur og stefna í ýmsum málaflokkum.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 11:31 til annarra starfa. Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti útreikninga á endurskoðun á áætluðu útsvari 2018 vegna vinnu við heildarviðauka II, með fyrirvara um eftirálagningu staðgreiðslu sem liggur ekki fyrir.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta afgreiðslu til næsta fundar. "

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að láta gildandi áætlun 2018 standa óbreytta um sinn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti drög að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2018 með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið eftir gerð heildarviðauka I.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs taka saman heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2018 með tillögum að ofangreindum breytingum með því markmiði að heildarviðauki II fari fyrir næsta fund sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."

  Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2018:
  a) Launaviðaukar frá fundi byggðaráðs 6. september 2018 færðir inn, mál nr. 201809018, alls kr. 14.529.409. Að auki breytingar á áður samþykktum launaviðaukum.
  b) Á móti launaviðaukum í a) lið áætlað launaskrið tekið út, að upphæð kr.17.852.860.
  c) Áætlaðar tekjur Hafnasjóðs hækkaðar um 20 m.kr., sbr. mál 201809010 frá fundi byggðaráðs þann 6. september s.l.
  d) Áætlað útsvar hækkað, sbr. mál 201809012 hér að ofan.
  e) Breyting á áætlaðri verðbólgu úr 2,9% í 2,7%.
  f) Breyting á áætlaðri uppfærslu lífeyrisskuldbindinga, sbr. mál 201809011 frá fundi byggðaráðs þann 6. september s.l.
  g) Hækkun á hlutdeild Dalvíkurbyggðar í rekstri Tónlistarskólans á Tröllaskaga vegna breytinga á skiptihlutfalli á milli skólanna, kr. 3.783.959.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2018 til afgreiðslu í sveitarstjórn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Til umfjöllunar auglýsing frá Íbúðalánasjóði um tilraunaverkefni sjóðsins þar sem leitað er eftir sveitarfélögum á landsbyggðinni til samstarfs til að bregðast við þeim mikla húsnæðisvanda sem ríkir víðsvegar á landsbyggðinni, m.a. vegna óvirks íbúða - og leigumarkaðar og skorts á viðunandi íbúðarhúsnæði. Þau sveitarfélög sem óska eftir að taka þátt í verkefninu eru beðin að tilkynna það fyrir 30. september 2018.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 874. fundi byggðaráðs þann 23. ágúst 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Á 873. fundi byggðaráðs þann 9. ágúst 2018 var eftirfarandi bókað: "Lögð fram drög að Reglum Dalvíkurbyggðar um stofnframlög unnið af fjármála-og stjórnsýslustjóra. Tilkomnar vegna stofnframlags Dalvíkurbyggðar til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Fram kemur í rafrænum samskiptum við endurskoðanda sveitarfélagsins dags 27.júlí.2018 að í slíkum reglum væri eðlilegt að það sé sett inn ákvæði um endurgreiðslu framlags sveitarfélagsins og í raun sé það forsenda fyrir því að hægt sé að eignfæra stofnframlögin sem eignarhluta en ekki gjaldfæra. Lagt fram til kynningar." Til umræðu ofangreint.
  a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar reglur Dalvíkurbyggðar um stofnframlög eins og þær liggja fyrir. b) Í samræmi við 6. gr. reglna Dalvíkurbyggðar um stofnframlög þá samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leggja fyrir fund byggðaráðs drög að samningi um endurgreiðslu á stofnframlagi Dalvíkurbyggðar til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses í samræmi við 5. gr. 14. gr. laga nr. 52/2016. Í rafpósti sveitarstjóra til Íbúðalánasjóðs þann 19. september 2017 er staðfest stofnframlag sveitarfélagsins er alls 32.592.192,- Þar af er gatnagerðar- og byggingarleyfisgjald 8.359.906,- Það sem eftir stendur, 24.232.286,- verður í formi eigin framlags (reiðufé, hönnun og undirbúningur). "

  Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað sér um hvort að sveitarfélög hafi verið að gera sérstaka samninga um stofnframlögin.

  Til umfræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn eftirfarandi bókun:
  Með vísan í Reglur Dalvíkurbyggðar um stofnframlög og ákvæði þeirra um endurgreiðslu framlags sveitarfélagsins skal félagið Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses endurgreiða Dalvíkurbyggð stofnframlag sveitarfélagsins í samræmi við 5. gr. 14. gr. laga nr. 52/2016. Áætlað stofnframlag Dalvíkurbyggðar til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses er áætlað allt að kr. 32.592.192 vegna bygginga á 7 íbúðum fyrir fatlað fólk sem áætlað er að taka í notkun á árinu 2019.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Tekin fyrir drög að samningi við Orkusöluna ehf. um raforkusölu.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877 Sveitarstjóra falið að ræða við Orkusöluna um uppsagnarákvæði samningsins og samningstíma. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:

  "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 8:15. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð frá Bakkabjörg ehf. í rekstur á Rimum, dagsett þann 20. september 2018 fyrir tímabilið 2018 - 2028. Eitt tilboð barst en auglýst var eftir tilboðum í reksturinn; sjá nánar á vef Dalvíkurbyggðar https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/dalvikurbyggd-auglysir-eftir-rekstraradila-a-felagsheimilinu-rimum-og-adliggjandi-tjaldsvaedi Tilboð Bakkabjargar ehf. hljóðar upp á kr. 60.000 á mánuði yfir sumarmánuðina júní, júlí, ágúst og september, auk þess myndi félagið greiða hita og rafmagn. Aðra mánuði ársins myndi Bakkabjörg ehf. greiða allan rekstrarkostnað af húsnæðinu og annast húsvörslu á húsnæðinu. Undanskilið er þó snjómokstur yfir vetrarmánuðina fyrir viðburði og uppákomur sem tengjast félags-, menninga- og íþróttastarfi íbúa í Dalvíkurbyggð. Til umræðu ofangreint. Hlynur vék af fundi kl. 08:36.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að gera drög að leigusamningi við Bakkabjörg ehf. á grundvelli ofangreinds tilboðs og leggja fyrir byggðaráð. "

  Með fundarboði fylgdu drög að samningi við Bakkabjörg ehf.


  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877 Byggðaráð frestar afgreiðslu og felur sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að uppfæra drögin miðað við þær ábendingar sem komu fram á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 862. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, liðir 6 og 8 eru sér liðir á dagskrá. Eru því allir liðir lagðir fram til kynningar.

3.Atvinnumála- og kynningarráð - 36, frá 12.09.2018

Málsnúmer 1809004FVakta málsnúmer

 • Upplýsingafulltrúi fer yfir starfsáætlun upplýsingafulltrúa fyrir árið 2018. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fer yfir fjárhagsáætlun málaflokks 21-50, sem viðkemur starfi upplýsingafulltrúa, og málaflokks 13-10 og 13-41 undir atvinnumál.

  Til umræðu.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 36 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir starfsáætlun upplýsingafulltrúa samhljóða með 5 atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Upplýsingafulltrúi fer yfir stöðu mála varðandi vinnslu við kynningarmyndband fyrir Dalvíkurbyggð.

  Komin er beinagrind að verkefninu og haldinn hefur verið fundur með tengilið aulýsingastofunnar Hype þar sem farið var yfir grunnhugmyndir varðandi verkefnið. Meginmarkmið þess er að kynna sveitarfélagið sem búsetukost fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur.

  Til umræðu.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 36 Upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu miðað við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 876. fundi byggðaráðs var meðal annars bókað:

  ,,Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín og Pétri Einarssyni, dagsett þann 7. september 2017 er varðar deiliskipulag Ferðamannaþorpsins Hauganes. Frestur til að skila inn erindi vegna fjárhagsáætlunar 2018 var til og með 1. september s.l. og er því ofangreint erindi of seint fram komið.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til atvinnumála- og kynningaráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu hvað varðar ferða- og atvinnumál."

  Til umræðu.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 36 Atvinnumála og kynningarráð telur að Dalvíkurbyggð geti ekki með beinum hætti komið að verkefni eins og hér um ræðir en felur upplýsingafulltrúa að leiðbeina umsækjendum um þá styrkmöguleika sem í boði eru fyrir hugmyndir eins og þessar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Upplýsingafulltrúi fer yfir þau verkefni sem unnin hafa verið í kringum 20 ára afmæli sveitarfélagsins.

  Haldin var samkeppni um 20 ára afmælismerki en þar varð Mjöll Magnúsdóttir hlutskörpust. Merkið er birt á heimasíðu sveitarfélagsins og á öllu bréfsefni.

  Búið var til blómabeð með merkinu 20 til að minnast afmælisins.

  Leiktæki í kringum 17. júní voru í veglegri kantinum.

  Að auki óskaði ráðið eftir hugmyndum frá öðrum fagráðum sveitarfélagsins og komu eftirfarandi hugmyndir fram:

  Frá umhverfisráði kom hugmynd um að halda sveitarfélaginu vel snyrtu og umhverfisstjóra falið að vinna að málinu í samráði við upplýsingafulltrúa.

  Félagsmálaráð leggur til að haldin verði vegleg afmælisveisla fyrir íbúa og gesti með veitingum og skemmtiatriðum.

  Til umræðu.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 36 Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að koma með tillögu að frekari hátíðarhöldum ásamt kostnaðaráætlun fyrir næsta fund ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 869. fundi byggðaráðs var meðal annars bókað:

  ,,Tekið fyrir erindi frá Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis á Íslandi, bréf dagsett í maí 2018, þar sem afmælisnefndin fer þess á leit við sveitarfélög í landinu að taka virkan þátt í afmælisárinu, að þau hvetji grunn- og leikskóla til að líta til afmælisársins í störfum sínum og nýta sér fræðsluefni sem er á vefsíðu afmælisnefndar. Jafnframt er hvatt til að í sem flestum sveitarfélögum verði 1. desember haldinn hátíðlegur þar sem áhersla verði lögð á ungt fólk og framtíðina."

  Til umræðu.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 36 Vísað í bókun á fundarlið nr. 4. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir lagðir fram til kynningar.

4.Fræðsluráð - 229, frá 12.09.2018

Málsnúmer 1809002FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
6. liður, vísa til byggðaráðs.
7. liður, vísa til byggðaráðs.
 • Fundarboði fylgdu drög að starfsáætlun Skólaskrifstofu, Dalvíkurskóla, Frístundar, Árskógarskóla og Krílakots. Fræðsluráð - 229 Lagt fram til kynningar og umræðu. Drögin verða uppfærð í samræmi við umræður á fundinum og skilað 17. september til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 875. fundi Byggðaráðs Dalvíkubyggðar var tekin fyrir beiðni um ráðningu umsjónarkennara í 100% starf við Árskógarskóla. Byggðaráð samþykkti beiðnina og heimilaði Jónínu Garðarsdóttur, skólastjóra Árskógarskóla að auglýsa starfið.
  Fræðsluráð - 229 Lagt fram til kynningar.

  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla lagði fram og kynnti skólanámskrá og starfsáætlun Dalvíkuskóla fyrir skólaárið 2018-2019. Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir skólastjóri Krílakots lagði fram og kynnti skólanámskrá og starfsáætlun Krílakots fyrir skólaárið 2018-2019.
  Námskrárnar og starfsáætlanirnar fylgdu fundarboði.
  Fræðsluráð - 229 Fræðsluráð samþykkir skólanámskrá/starfsáætlun Dalvíkurskóla með fimm atkvæðum og skólanámskrá/starfsáætlun Krílakots með fimm atkvæðum með þeim fyrirvara að ábendingum sem komu fram á fundinum verði fylgt eftir. Ákveðið að framvegis verði skólanámskrár/starfsáætlanir lagðar fyrir á júnífundi fræðsluráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, kynnti uppsögn Heiðars Davíðs Bragasonar íþróttakennara. Fræðsluráð hafði á 223. fundi sínum, 14.febrúar 2018, heimilaði að veita honum launalaust leyfi skólaárið 2018-2019. Fræðsluráð - 229 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Hlynur Sigursveinsson og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir lögðu fram og kynntu umbóta og aðgerðaáætlun fyrir Krílakot. Áætlunin var unnin út frá skýrslu Vinnuverndar sem lögð var fyrir Fræðsluráð á 225. fundi þess 11.apríl 2018. Fræðsluráð - 229 Lagt fram til kynningar og umræðu. Fræðsluráð óskar eftir því að stöðuskýrsla verði lögð fyrir ráðið í nóvember 2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Í málefna- og samstarfssamningi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar kjörtímabilið 2018-2022 kemur fram að í ljósi góðrar rekstrarafkomu sveitarfélagsins undanfarið ætlar sveitarfélagið að hækka mótframlag sitt til skólamáltíða grunnskólastigs í 50% frá næstu áramótum. Málið verður síðan endurskoðað við gerð fjárhagsáætlunar hvers árs. Fræðsluráð - 229 Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að frá og með 1.janúar 2019 verði kostnaðarþátttaka sveitarfélagsins í skólamat á grunnskólastigi 50% í stað 40% eins og nú er. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tók Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar með öðrum tillögum að gjaldskrám 2019.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs.
 • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri lagði fram gjaldskrár Dalvíkurskóla og leikskóla í Dalvíkurbyggð fyrir árið 2019. Fræðsluráð - 229 Fræðsluráð samþykkir gjaldskrár fyrir málaflokk 04 með fimm atkvæðum. Tekið verður mið af gjaldskránum í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2019. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tók Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar með öðrum tillögum að gjaldskrám 2019.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs.
 • Hlynur Sigursveinsson kynnti fjármálastöðu málaflokks 04 eins og hún var 31.ágúst 2018. Fræðsluráð - 229 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Samkvæmt fyrirliggjandi samningi um skólaakstur úr dreifbýli 2017 - 2020 skal einingarverð á hvern ekinn kílómetra endurskoðað í upphafi skólaárs m.t.t. hækkunar á vísitölu neysluverðs. Fyrir liggur að einingarverð hækkar nú um 2,62% og að vegalengdir lengjast samtals um 7 kílómetra í Svarfaðardal og Skíðadal. Þetta leiðir af sér aukin kostnað við skólaakstur sem nemur 700 þúsundum á þessu fjárhagsári sem reynt verður að mæta innan ramma núgildandi fjárhagsáætlunar.

  Fræðsluráð - 229 Lagt fram til kynningar.

  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Erindisbréf fræðsluráðs lagt fram til yfirlestrar og endurskoðunar. Fræðsluráð - 229 Erindisbréf fræðsluráðs yfirfarið og tillögur að breytingum ræddar. Fræðsluráð felur sviðsstjóra og kennsluráðgjafa að gera breytingar á grein þrjú um skipan fræðsluráðs. Drög að nýju erindisbréfi verði lögð fyrir fræðsluráð á næsta fundi þess. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls og annað í fundargerð fræðsluráðs þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Íþrótta- og æskulýðsráð - 102, frá 04.09.2018

Málsnúmer 1808012FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður, til byggðaráðs.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir áherslur við gerð starfs-og fjárhagsáætlunar. Rætt var um forgangsröðun verkefna.
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 102 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • . Íþrótta- og æskulýðsráð - 102 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir gjaldskrá fyrir íþróttamiðstöð og Víkurröst og verður tekið mið af henni við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2019. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tók Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar ásamt öðrum tillögum að gjaldskrám 2019.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs.
 • 5.3 201807095 Sundlaugar á Íslandi
  Á 872. fundi Byggðaráðs var tekið fyrir erindi frá Jóni Karli Helgasyni fyrir hönd JKH-Kvikmyndagerð ehf., ódagsett en móttekið 17. júlí 2018 skv. rafpósti. Með bréfi þessu er sótt um styrk til Dalvíkurbyggðar til að taka upp atriði á Dalvík og nágrenni í heimildamyndina Sundlaugar á Íslandi. Fram kemur að Sundlaugin á Dalvík og Sundskáli Svarfdæla komi mikið við sögu í myndinni. Hugmyndin er að taka upp í Sundskálanum í september á þessu ári. Áætlaður kostnaður við upptökur á Dalvík og nágrenni er kr. 805.000.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til upplýsingar.
  Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að styrkja verkefnið um mat fyrir 7 aðila í 3 daga.
  Lagt fram til kynningar.
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 102 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir að búið er að endurnýja gervigras á sparkvelli. Altís ehf sá um verkið.
  Laga þarf netin í mörkunum.
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 102 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að láta laga netin. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Frá 873. fundi Byggðaráðs:
  Sveitarstjóri lagði fram minnisblað frá fundi sem hann átti með forsvarsmönnum UMFS, Kristjáni Ólafssyni og Birni Friðþjófssyni þann 26.júlí 2018. Á þeim fundi var rætt um stöðu á undirbúningi fyrir uppbyggingu gervigrasvallar á íþróttasvæði UMFS en áætlað er að hefja framkvæmdir eftir síðasta heimaleik í haust. Á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 eru 30 miljónir til UMFS vegna framkvæmda.
  Nú liggur fyrir 149.löggjafarþingi 2018-2019 frumvarp til laga um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda. Markmiðið með lögunum er að styðja við mannvirkjagerð og aðrar framkvæmdir félagasamtaka til almannaheilla og hvetja til þess að þau efli starfsemi sína eða bæti aðstöðu sína.
  Í frumvarpinu er lagt til að endurgreiddur verði sá kostnaður sem nemur virðisaukaskatti vegna mannvirkjagerðar eða annarra framkvæmda á vegum félagasamtaka til almannaheilla.
  Beiðni um endurgreiðslu verður að berast áður en framkvæmdir hefjast og verður metið hvort framkvæmd uppfylli skilyrði fyrir endurgreiðslu. Forsvarsmenn UMFS meta það svo að mikil fjárhagsleg áhætta sé að hefja þetta verk áður en það sé ljóst hvort frumvarpið verði að lögum. Því sé best að fresta framkvæmdarbyrjun fram á árið 2019.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gerður verði viðauki nr.18 til lækkunar á heildarframlagi til framkvæmda UMFS vegna gervigrasvallar á árinu 2018 upp á 30 miljónir króna. Til hækkunar á handbæru fé.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa heildarfjárfestingu vegna framkvæmda gervigrasvallar UMFS til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 102 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar
  Til máls tók:

  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu framkvæmda í sundlaug. Rennibrautirnar hafa verið teknar í notkun. Íþrótta- og æskulýðsráð - 102 Ráðið samþykkir merkingar á rennibrautina. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

6.Landbúnaðarráð - 121, frá 04.09.2018

Málsnúmer 1808010FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður, til byggðaráðs.
 • Á 120. fundi landbúnaðarráðs þann 17. ágúst var eftirfarandi erindi frestað. Með innsendu erindi dags. 13. ágúst 2018 óskar fjallgirðingarnefnd/fjallskilanefnd Árskógsdeildar eftir áframhaldandi framlagi sveitarfélagsins til fjallgirðingarsjóðs samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
  Landbúnaðarráð - 121 Landbúnaðarráð telur þörf á að endurskoða umgjörð, skipulag og eftirfylgni hvað varðar endurnýjun og viðhald fjallgirðingarinnar á Árskógsströnd áður en lengra er haldið.
  Ráðið leggur til að kr. 2.000.000 verði settar á fjárhagsáætlun.
  Sviðsstjóra er falið að kalla nefndarmenn á fund ráðsins fyrir áramót þar sem undirbúið verður fyrirkomulag næsta árs.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu starfsáætlun Umhverfis- og tæknisviðs 2019. Landbúnaðarráð - 121 Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við framlagða starfsáætlun.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til kynningar og afgreiðslu gjaldskrár landbúnaðarráðs fyrir 2019. Landbúnaðarráð - 121 Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við framlagðar gjaldskrár.

  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tók Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til umfjöllunar í byggðaráði með öðrum tillögum að gjaldskrám 2019.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs.
 • Til umræðu umsókn um styrk til Umhverfisráðuneytisins vegna förgunar á gömlum og ónýtum girðingum. Landbúnaðarráð - 121 Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að sækja um styrk til niðurrifs og förgunar á gömlum og ónýtum girðingum í sveitarfélaginu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til kynningar tvær fundargerðir fjallskiladeildar Árskógsdeildar ásamt fylgigögnum Landbúnaðarráð - 121 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnst ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

7.Umhverfisráð - 309, frá 03.09.2018

Málsnúmer 1808013FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður, vísa til byggðaráðs
3. liður
4. liður
 • Til kynningar og umræðu tillaga að gjaldskrám umhverfisráðs fyrir 2019 Umhverfisráð - 309 Umhverfisráð samþykkir framlagða gjaldskrá byggingarfulltrúa og leggur til að gjaldskrá sorphirðu verði tekin til gagngerðrar endurskoðunar fyrir fund ráðsins í nóvember. Sviðsstjóra falið að gera tillögu að þeim breytingum sem lagðar eru til.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tók Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar ásamt öðrum tillögum að gjaldskrám 2019.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs.
 • Með innsendu erindi dags. 26. ágúst 2018 óskar Kristján Vigfússon eftir samráði við sveitarfélagið vegna bílastæða og sorpmála við Karlsrauðatorg 4 (Höfn). Umhverfisráð - 309 Umhverfiráð leggur til að bréfritara verði boðin til leigu allt að 200 m2 spilda austan Karlsrauðatorgs 4 við lóðarmörk þar sem koma má fyrir bæði bílastæðum og sorpílátum.
  Umhverfiráð felur sviðsstjóra að senda bréfritara tillögu að lóðarmörkum.
  Ráðið hefur ekki hug á að breyta eignarhaldi lóðarinnar.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.


  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tóku:
  Guðmundur St. Jónsson.
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu innsend fyrirspurn frá Jóni Emil Árnassyni fyrir hönd Bræðranna Árnasynir dags. 29. ágúst 2018 þar sem óskað er eftir breyttri notkun á sumarhúsinu Holti í íbúðarhús. Umhverfisráð - 309 Umhverfisráð getur ekki fallist á umbeðna breytingu þar sem ekki er um nýbyggingu að ræða.
  Almennt er stefnan sú í Svæðisskipulagi Eyjafjarðar og Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar að stefna að hagkvæmu byggðamynstri og stýra íbúðarbyggð inn í núverandi þéttbýlisstaði.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 30. ágúst 2018 óskar Steingrímur Jónsson fyrir hönd RARIK eftir leyfi til lagningar á 11kv jarðstreng í landi sveitarfélagsins samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 309 Umhverfisráð getur ekki fallist á umbeðna lagnaleið og óskar eftir því að strengirnir verði lagðir meðfram þjóðveginum að Skíðabraut 21
  til þess að minnka rask í Friðlandi Svarfdæla.
  Sviðsstjóra er falið að óska eftir nýrri tillögu.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Vinnugögn vegna stafs- og fjárhagsáætlunar 2019. Umhverfisráð - 309 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

8.Umhverfisráð - 310, frá 07.09.2018

Málsnúmer 1809003FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
12. liður
 • Til umræðu umferðarhraði á þjóðvegum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar. Umhverfisráð - 310 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar lýsing áhyggjum af umferðarhraða á þjóðvegunum í gegnum þéttbýli í Dalvíkurbyggð og felur sviðsstjóra að koma eftirfarandi ósk á Vegagerðina:

  Umhverfirsráð Dalvíkurbyggðar óskar eftir að umferðarhraða á þjóðvegunum í þettbýli Dalvíkurbyggðar verði breytt eftirfarandi.

  Árskógssandur: Umferðarhraði merktur 50 km/kls við Sólvelli (við þéttbýlismörk) og 35 km/kls rétt við hraðahindrunina hjá Öldugötu.

  Hauganes: Umferðarhraði merktur 35 km/kls við þéttbýlismörk.

  Dalvík: Umferðarhraði á Gunnarsbraut, Hafnarbraut og Skíðabraut verði lækkaður niður í 35 km/kls.

  Ráðið óskar eftir að fá aðila frá Vegagerðinni á næsta fund ráðsins í október.

  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá íbúum Túnahverfis með undirskriftarlista, dagsett þann 30. ágúst 2018, þar sem vísað er til fyrri erinda sem og fram koma ýmsar tillögur íbúanna er varðar frágang á opnu svæði, frágang á gangstéttum og stígum, gerð göngustíga, ýmis frágangur við lóðir og snjómokstur.

  Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og óskað er eftir rökstuddri tillögu ráðsins að afgreiðslu. Byggðaráð leggur ríka áherslu á að erindi/erindum íbúanna sé svarað þannig að ljóst liggi fyrir hver áform sveitarfélagsins eru á árinu 2019 og næstu árum. Einnig hvort gert hafi verið ráð fyrir að ráðast í einhverjar framkvæmdir á árinu 2018.
  Umhverfisráð - 310 Umhverfiráð leggur til að göngustígur milli Hringtúns 21 og 19 að opnu svæði verði kláraður samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun.
  Einnig er lagt til að göngustígur milli Miðtúns 1-3 að opnu svæði verði lagaður.
  Malbik fyrir framan Hringtún 1-5 verði lagfært.
  Gangstétt verði sett framan við Hringtún 23-25.
  Öðrum ábendingum íbúa er vísað til fjárhagsáætlunar 2020-2023

  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Hafþóri Gunnarssyni, rafbréf dagsett þann 2. september 2019, þar sem fyrri erindi Hafþórs eru ítrekuð hvað varðar frágang og umhirðu á aðliggjandi svæðum er liggja að lóðinni við Hringtún 21.
  Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og að rökstudd tillaga að afgreiðslu verði lögð fyrir byggðaráði. Byggðaráð leggur ríka áherslu á að bréfritari fá skilmerkileg svör við erindi sínu þannig að ljóst liggi fyrir hver eru áform sveitarfélagsins í þessum málum.
  Umhverfisráð - 310 Umhverfiráð leggur til að farið verði í göngustíg norðan við Hringtún 21 samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun.
  Öðrum ábendingum er vísað til bókunar undir máli 201809002
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • b) Tekið fyrir erindi frá Íbúaráði Árskógssandi, dagsett þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur Íbúaráðsins í 8 liðum í tengslum við umhverfismál.
  Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu.
  Umhverfisráð - 310 Umhverfisráð þakkar íbúaráði Árskógssands fyrir ábendingarnar og leggur til eftirfandi.
  1. Gangstígur og ljósastaurar við Aðalbraut vísað til fjárhagsáætlunar 2020. Göngustígur við Hafnargötu er við þjóðveg svo leita þarf áfram samráðs við Vegagerðina og er sviðsstjóra falið það verkefni.
  2. Lagfæringar á malbiki og uppsetning á vegriði á horni Aðalbrautar og Ægisgötu eru í tillögum að framkvæmdaáætlun umhverfisráðs fyrir 2019.
  3.Umhverfisráð kallar eftir tillögu íbúaráðsins í samráði við skólaaksturaðila að betri staðsetningu biðskýlisins. Umhverfisráð leggur til að götulýsing verði bætt á núverandi staðsetningu skýlisins.
  4.Umhverfisráð leggur til að gangbrautir og hraðatakmarkanir verði málaðar sumarið 2019.
  5.Umhverfisráð felur sviðsstjóra að leita eftir samstarfi við bóndann á Stærri-Árskógi.
  6.Umhverfisráði lýst vel á framlagða hugmyndir að uppbyggingu Brúarhvammsreits og næsta nágrennis og felur sviðsstjóra í samstarfi við sveitarstjóra að fylgja verkefninu eftir.
  7.Umhverfisráð leggur til að göngustígurinn milli Öldugötu 7 og 9 verði lagfærður.
  8.Vísað í bókun við lið 6.
  Samþykkt með fimm atkvæðum
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Kóngsstöðum ehf., bréf dagsett þann 1. september 2018, þar sem óskað er eftir að vegurinn sem liggur um hlaðið á Kóngsstöðum í Stekkjarhús verði færður frá bænum vegna vaxandi umferðarþunga.
  Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs kemur fram að umræddur vegur er hluti af vegslóða inn á Sveinsstaðarafrétt og fellur því undir þær framkvæmdir sem sótt hefur verið um styrk úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar af landbúnaðarráði.
  Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu.
  Umhverfisráð - 310 Þar sem umhverfisráð hefur ekki séð um tillögur vegna umsókna í styrkvegasjóð er erindinu vísað áfram til landbúnaðarráðs.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökunum á Hauganesi, bréf móttekið þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur íbúasamtakanna hvað varðar meðal annars umhverfismál, umferðarmál, snjómokstur, gangstéttir og götur.
  Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og að óska eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu. Einnig er þeim hluta er varðar gömlu bryggjuna vísað til veitu- og hafnaráðs.
  Umhverfisráð - 310 Umhverfisráð þakkar íbúasamtökunum á Hauganesi fyrir innsendar ábendingar og leggur eftirfarandi til.
  1.Vetrarstæði við Ásholt verði stækkað að Lyngholti (samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun).
  2.Áframhald á gangstétt við Aðalgötu er vísað til deiliskipulagsgerðar fyrir Hauganes sem gert er ráð fyrir að fara í á árinu 2019.
  3. Hraðahindrun við Aðalgötu verði lengd samkvæmt tillögu og er umhverfisstjóra falið að framkvæma það næsta sumar.
  4. Umhverfisráð hefur þegar óskað eftir lækkun á umferðarhraða og uppsetningu á skiltum undir málnr. 201809040.
  5. Sviðsstjóra falið að skerpa á tímasetningum vegna snjómoksturs.
  Samþykkt með fimm atkvæðum
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 834. fundi byggðaráðs þann 14. september 2017 var eftirfarandi bókað:
  "Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín og Pétri Einarssyni, dagsett þann 7. september 2017 er varðar deiliskipulag Ferðamannaþorpsins Hauganes. Frestur til að skila inn erindi vegna fjárhagsáætlunar 2018 var til og með 1. september s.l. og er því ofangreint erindi of seint fram komið.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022."
  Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
  a)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu hvað varðar skipulagsmál.
  Umhverfisráð - 310 Umhverfisráð leggur til að farið verði í deiliskipulag á Hauganesi samkvæmt starfsáætlun ráðsins fyrir 2019.
  Samráð verður haft í skipulagsferlinu eins lög gera ráð fyrir.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín og Pétri Einarssyni, rafbréf dagsett þann 21. ágúst 2018, sem er samhljóða erindi 201709051 hér að ofan um deiliskipulag vegna hugmynda um Ferðamannaþorpið Hauganes.

  Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
  Byggðaráð vísar til afgreiðslu sinnar á samhljóða erindi hér að ofan.
  Umhverfisráð - 310 Umhverfisráð vísar til afgreiðslu sinnar á samhljóða erindi hér að ofan málsnr. 201709051.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 834. fundi byggðaráðs þann 14. september 2017 var eftirfarandi bókað:
  "Tekið fyrir erindi frá stjórn Kirkjugarða Dalvíkurprestakalls, er barst sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs þann 7. september 2017, þar sem stjórnin óskar eftir bundnu slitlagi á nýja veginn upp að Upsakirkjugarði á fjárhagsáætlun 2018. Frestur til að senda inn erindi vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2018 var til og með 1. september 2017 og er því ofangreint erindi of seint fram komið.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022."
  Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu.
  Umhverfisráð - 310 Umhverfisráð leggur til að lagt verði olíumöl að kapellunni við Upsir samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun 2019.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • a) Tekið fyrir erindi frá Kirkjugörðum Dalvíkurprestakalls, dagsett þann 29. ágúst 2018, þar sem fram kemur að fyrirhuguð er stækkun á kirkjugarðinum á Tjörn og óskað er eftir að gert sé ráð fyrir á fjárhagsáætlun efni í girðinguna.
  b) Tekið fyrir erindi frá Kirkjugörðum Dalvíkurprestakalls, dagsett þann 29. ágúst 2018, þar sem stjórnin óskar eftir bundnu slitlagi á nýja veginn að Upsakirkjugarði.
  Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
  a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og að ráðið skili rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð felur jafnframt sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að óska eftir kostnaðaráætlun frá Kirkjugörðum Dalvíkurprestakalls sem og öðrum gögnum svo hægt sé að taka afstöðu til erindisins.
  b) Byggðaráð vísar til afgreiðslu sinnar á erindi 201709102.
  Umhverfisráð - 310 a)Umhverfisráð leggur til að allt að kr. 467.000,- verði greiddar vegna stækkunar á kirkjugarðinum við Tjörn (efniskaup)samkvæmt kostnaðaráætlun umsækjanda. Fjármunir til verksins greiðist af 11020-9145.
  b)Umhverfisráð vísar til afgreiðslu sinnar á erindi 201709102 þar sem ráðið leggur til að olíumöl verði lögð á veginn að Upsakapellu.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá íbúum á Böggvisstöðum, rafbréf dagsett þann 20. ágúst 2018, þar sem þess er farið á leit að nágrannalóð þeirra sem Böggvisstaðaskáli sendur á verði gerð snyrtileg og gert verði ráð fyrir kostnaði árið 2019 sem þvi fylgir.
  Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og að fá rökstudda tillögu að afgreiðslu.
  Umhverfisráð - 310 Umhverfisráð leggur til að farið verði í hreinsunaraðgerðir í kringum Böggvisstaðaskála sem allra fyrst og felur umhverfisstjóra að leggja áherslu á þetta verkefni fyrir veturinn.

  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með innsendu erindi dags. 6. september óskar Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverk ehf eftir breytingum á húsgerð við Hringtún 7 með óbreyttu byggingarmagni samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 310 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við breytingar á húsgerð við Hringtún 7.
  Samþykkt með fimm atkvæðum
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Felix Rafn Felixson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl.16:35.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs, Felix Rafn tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
 • Til kynningar og umræðu gögn vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2019. Umhverfisráð - 310 Umhverfisráð samþykkir framlögð gögn með þeim breytingu sem gerðar voru á fundinum.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Felix Rafn kom inn á fundinn að nýju k. 16:36.

  Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

9.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 77, frá 05.09.2018

Málsnúmer 1808011FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.
5. liður.
 • Tekjur Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar á fyrstu sjö mánuðum árins eru töluvert meiri en áætlun 2018 gerði ráð fyrir, munar þar um 13,6 milljónum. Eftir skoðun á þeim tekjum sem vænta má á síðari hluta ársins leggur veitu- og hafnaráð til við byggðarráð að tekjuáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2018 verði hækkuð um kr. 20,0 milljóir. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 77 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 75. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi fært til bókar: "Eins og fram hefur komið er nauðsyn á að dýpka næst Austurgarði, þ.e. við stálþilið og í u.þ.b. 5m frá þili. Gert er ráð fyrir því að núverandi verktak sjái um þennan verkþátt á einingarverði. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er magnið um 2.000 m3. Gert er ráð fyrir að efninu sem upp verði mokað verði komið fyrir í fjörunni norðan við núverandi ytri mannvirki Dalvíkurhafnar."

  Einnig var fært til bókar eftirfarandi niðurstaða:"Veitu- og hafnaráð samþykkir að gerð verði verðkönnum hjá núverandi verktaka í umræddan verkþátt. Ef viðunandi tilboð kemur þá hefur sviðsstjóri heimild til að semja við verktaka."

  Sviðstjóri kynnti tilboð verktaka samkvæmt ofangreindu og samþykki frá siglingasviði Vegagerðar ríkisins.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 77 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tilboð Árna Helgasonar ehf. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Forseti sveitarstjórnar sem gerði grein fyrir viðbótarupplýsingum um málið sem fylgir fundarboði sveitarstjórnar.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
 • Farið var yfir tillögur að framkvæmdum næsta árs og í tengslum við það var þiggja ára áætlun skoðuð til að sjá hvert framlag var áætlað á árinu 2019, til framkvæmda, við afgreiðslu sveitarstjórnar á fjárhagsáætlun 2018. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 77 Sviðsstjóra falið að kostnaðargreina þau verkefni sem voru til umræðu á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með tölvupósti, sem dagsettur er 30.08.2018, sendir Umhverfisstofnun út meðfylgjandi bréf, dags. 30. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir upplýsingum um áætlanir um úrbætur í frárennslismálum stærri þéttbýla (2.000 pe. og meira) í þeim tilvikum sem stofnunin telur að úrbóta kunni að vera þörf.

  Fram kemur að meðfylgjandi er einnig Excel-tafla þar sem fram kemur hvaða þéttbýli um er að ræða hjá sveitarfélaginu. Óskað er eftir að umbeðnar upplýsingar verði færðar inn í töfluna.

  Að öðru leyti er vísað í bréfið og Excel-skjalið.

  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 77 Veitu- og hafnaráð felur svisstjóra að svara erindinu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Vatnsveita Dalvíkurbyggðar starfrækir vatnsveitu á Árskógsströnd og því rökrétt að umræða fari fram um aðkomu hennar að vatnssölu til væntanlegs fyrirtækis ,sem hefur hug á að hefja seiðaeldi á Árskógsströnd. Kynning á verkefninu fór fram á íbúafundi sem haldinn var í Árskógi 11. júlí sl. eftirfarandi kemur fram í fundargerð fundarins svo vitnað beint í fundargerð:
  „spurning um votlendið, sem var meira beint til sveitarstjórnar, með borholurnar og allt þetta umstang, verður votlendið ennþá fyrir neðan bakkann? Það skipir máli, nú er verið að endurheimta votlendi um allt land, skipir miklu máli hvernig það verður.“
  Og svarað var: "Það er bara spurning um útfærslu, ef menn vilja halda votlendinum setjum við það sem forsendur, tilraunaholan gæti verið dýpri og þannig tryggt það."

  Umræður urðu töluverðar; í þeim komu fram áhyggjur íbúa um hvernig vatnsöflunin yrði og það rask sem hún myndi valda á því svæði sem hún yrði framkvæmd.

  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 77 Veitu- og hafnaráð leggur til við sveitarstjórn að hún feli Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar að hefja viðræður við Laxós um vatnssölu til fyrirtækisins vegna hugmynda fyrirtækisins um starfrækslu á seiðaeldisstöð á Árskógssandi.


  Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

10.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 9, frá 03.05.2018

Málsnúmer 1805002FVakta málsnúmer

Til kynningar.
 • 10.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda; kynningarfundur með væntanlegum leigjendum, forráðamönnum og aðstandendum.
  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses boðuðu til fundar foreldra og væntanlega leigjendur íbúðanna á kynningarfund.

  Ágúst Hafsteinsson arkitekt hjá Form ráðgjöf kynnti teikningar og útskýrði hvernig húsnæðið væri hugsað. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar séu 61 m2 og 63 m2. Þjónusturými og starfsmannaaðstaða er áætlað 135m2. Börkur Þór Ottósson kynnti verkferilinn og hver væru næstu skref. Undirbúningur hófst í september 2017, hönnun hófst í desember 2017, gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í ágúst 2018 og ljúki í ágúst 2019. Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, kynnti hugmyndir að starfsmannahaldi, gerð þjónustuáætlana með tilvonandi íbúum og mat á þjónustuþörf þeirra.
  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 9 Gestir á fundinum spurðu um ýmislegt svo sem um hita í stétt og aðgengi að íbúðunum, hvort akfært væri að íbúðum, hugmyndir að gróðri í kringum húsin, hvort yrði verönd í kringum húsin og hvernig snjóalög verða. Foreldrar ítreka ánægju sína með að í öðru húsinu er gert ráð fyrir sameiginlegu rými þar sem væntanlegir íbúar geta komið saman. Allir á fundinum sammála um að þetta yrðu fallegar íbúðir, vel hannaðar og lausar við íburð og óþarfa á fermetra. Bókun fundar Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 13, frá 06.07.2018

Málsnúmer 1807003FVakta málsnúmer

Til kynningar.
 • 11.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
  Undir þessum lið kom á fundinn Ágúst Hafsteinsson, arkitekt hjá Form ráðgjöf ehf., kl. 13:00.

  Á 12. fundi stjórnar þann 2.júlí s.l. voru til umfjöllunar upplýsingar er varðar val á byggingarefni og byggingarleiðum við Lokastíg 3. Ágústi var falið að vinna áfram að upplýsingaöflun hvað varðar val á byggingarefni, byggingarleiðum og verktökum og stilla upp samanburði á valkostum til að leggja fyrir stjórnina.


  Til umræðu ofangreint.

  Ágúst vék af fundi kl. 14:45.
  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 13 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar ehf. felur Ágústi að vinna áfram að málum og fá nánari útlistanir frá mögulegum verktökum. Berki Þór er falið að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum um efnisval. Guðrún Pálínu er falið að ítreka beiðni um upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Bókun fundar Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 14, frá 31.08.2018

Málsnúmer 1808009FVakta málsnúmer

Til kynningar.
 • 12.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
  Undir þessum lið kom á fundinn Ágúst Hafsteinsson frá Form ráðgjöf, kl. 11:00.

  Á 13. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses þann 6. júlí 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Undir þessum lið kom á fundinn Ágúst Hafsteinsson, arkitekt hjá Form ráðgjöf ehf., kl. 13:00. Á 12. fundi stjórnar þann 2.júlí s.l. voru til umfjöllunar upplýsingar er varðar val á byggingarefni og byggingarleiðum við Lokastíg 3. Ágústi var falið að vinna áfram að upplýsingaöflun hvað varðar val á byggingarefni, byggingarleiðum og verktökum og stilla upp samanburði á valkostum til að leggja fyrir stjórnina. Til umræðu ofangreint. Ágúst vék af fundi kl. 14:45. Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar ehf. felur Ágústi að vinna áfram að málum og fá nánari útlistanir frá mögulegum verktökum. Berki Þór er falið að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum um efnisval. Guðrún Pálínu er falið að ítreka beiðni um upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. "


  Guðrún Pálína kynnti svar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 09.07.2018, við fyrirspurnum frá stjórnarfundi, um innkaupa- og útboðsmál.

  Börkur Þór kynnti þær upplýsingar sem hann hefur aflað um efnisval.

  Ágúst kynnti samanburð á tilboðum frá Kötlu ehf. dagsett þann 24.08.2018 og Tréverki ehf. dagsett þann 24.08.2018.
  Til umræðu ofangreint.

  Ágúst vék af fundi kl. 12:09.
  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 14 Stjórn leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að byggja timbureiningahús og felur Ágústi að halda áfram með hönnun á byggingum og sækja um framkvæmdaleyfi til umhverfisráðs.

  Stjórnin samþykkir einnig samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi að afla nánari upplýsinga frá tilboðsgjöfum hvað varðar eftirfarandi:
  Mannafla
  Upplýsingar um framkvæmdatíma og afhendingu
  Yfirlýsingu um allar vottanir fyrir íslenska byggingareglugerð.
  Upplýsingar um framleiðanda timbureininga, drög að samningi á milli aðila og dæmi um sambærileg hús á Íslandi.

  Óskað er eftir að ofangreindar upplýsingar liggi fyrir eigi síðar en 14. september n.k.
 • 12.2 201807117 Ársreikningur 2017, staðfestingarbréf, skattframtal og þjónustusamningur við KPMG
  Með fundarboði stjórnar fylgdu eftirfarandi gögn:

  a) Ársreikningur fyrir árið 2017.
  b) Drög að þjónustusamningi við KPMG um þjónustu og þóknun KPMG vegna verkefna sem tilgreind eru í samningnum.
  c) Skattframtal rekstraraðila 2018
  d) Staðfestingarbréf með ársreikiningi 2017.


  Til umræðu ofangreint.
  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 14 a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ársreikninginn eins og hann liggur fyrir og staðfestir með undirritun sinni á reikninginn ásamt framkvæmdastjóra.
  b) Stjórn Leiguíbúða Dalvikurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi þjónustusamning við KPMG og felur framkvæmdastjóra að undirrita.
  c) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi skattframtal og felur framkvæmdastjóra að undirrita.
  d) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi staðfestingarbréf og felur framkvæmdastjóra að undirrita.
  Bókun fundar Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

13.Frá 876. fundi byggðaráðs þann 06.09.2018; Fjárhagsáætlun 2018; launaviðaukar skv. kjarasamningum

Málsnúmer 201809018Vakta málsnúmer

Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
"a) Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti útreikninga á áður samþykktum launaviðaukum 2018 í samanburði við launaáætlunarkerfi.
b) Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti launaviðauka vegna launaþróunartrygging kjarasamninga , alls kr. 7.057.286 sem dreifist á ýmsar deildir.
c) Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti launaviðauka vegna nýrra kjarasamninga á árinu 2018, alls kr. 7.472.123 sem dreifist á ýmsar deildir. Samtals hækkun launa samkvæmt viðauka: kr. 18.570.431 Viðaukar sem eftir er að samþykkja: kr. 14.294.409 Til umræðu ofangreint.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að útreikningar viðauka samkvæmt launaáætlunarkerfi gildi og fari inn í heildarviðauka II, mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Byggðaráð samþykkir sámhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 28 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 7.057.586 samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, mætt með lækkun á handbæru fé.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 29 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 7.472.123 samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, mætt með lækkun á handbæru fé.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda launaviðauka samkvæmt a), b) og c) liður hér að ofan.

14.Frá 876. fundi byggðaráðs þann 06.09.2018; Fjárhagsáætlun 2018; hækkun á tekjuáætlun Hafnasjóðs - viðauki

Málsnúmer 201809010Vakta málsnúmer

Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 77. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. september 2018 var eftirfarandi bókað: "Tekjur Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar á fyrstu sjö mánuðum árins eru töluvert meiri en áætlun 2018 gerði ráð fyrir, munar þar um 13,6 milljónum. Eftir skoðun á þeim tekjum sem vænta má á síðari hluta ársins leggur veitu- og hafnaráð til við byggðarráð að tekjuáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2018 verði hækkuð um kr. 20,0 milljóir. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu." Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 27, að upphæð kr. 20.000.000 á lykil 41010-0248, mætt með hækkun á handbæru fé. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 27.

15.Frá 876. fundi byggðaráðs þann 06.09.2018; Fjárhagsáætlun 2018; lækkun á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga

Málsnúmer 201809011Vakta málsnúmer

Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. septmeber 2018 var eftirfarandi bókað:
"Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti útreikninga á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga samkvæmt endurskoðun fjárhæðar í fjárhagsáætlun 2018.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 30 við fjárhagsáætlun 2018 og lækkun á áætlun á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga 2018 að upphæð kr. 1.714.508, annars vegar deild 22600 kr. - 2.384.182 og hins vegar deild 41210 kr. 669.673. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 30.

16.Frá 877. fundi byggðaráðs þann 13.09.2018; Fjárhagsáætlun 2018; heildarviðauki II

Málsnúmer 201809019Vakta málsnúmer

Á 877. fundi byggðaráðs þann 13. september 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2018 til afgreiðslu í sveitarstjórn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. "

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2018. Helstu niðurstöður eru að rekstrafgangur Samstæðu A- og B- hluta er áætlaður kr. 74.215.000, veltufé frá rekstri er áætlað kr. 270.164.000, fjárfestingar eru áætlaðar kr. 298.090.000 og viðbótarlántaka vegna Eignasjóðs er áætluð 70 m.kr.

Enginn tók til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2018.

17.Frá 877. fundi byggðaráðs þann 13.09.2018; Reglur um stofnframlög vegna íbúða - krafa um endurgreiðslu

Málsnúmer 201807085Vakta málsnúmer

Á 877. fundi byggðaráðs þann 13. september 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn eftirfarandi bókun: Með vísan í Reglur Dalvíkurbyggðar um stofnframlög og ákvæði þeirra um endurgreiðslu framlags sveitarfélagsins skal félagið Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses endurgreiða Dalvíkurbyggð stofnframlag sveitarfélagsins í samræmi við 5. gr. 14. gr. laga nr. 52/2016. Áætlað stofnframlag Dalvíkurbyggðar til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses er áætlað allt að kr. 32.592.192 vegna bygginga á 7 íbúðum fyrir fatlað fólk sem áætlað er að taka í notkun á árinu 2019."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs að bókun.

18.Frá stjórn Dalbæjar; Fundagerðir stjórnar árið 2018; frá 04.06.18 og 09.07.18

Málsnúmer 201806017Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Dalbæjar frá 4. júní 2018 og 9. júlí 2018.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

19.Sveitarstjórn - 304; til kynningar.

Málsnúmer 1806001FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

20.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 869, til kynningar

Málsnúmer 1806005FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

21.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 870, til kynningar

Málsnúmer 1807001FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

22.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 871, til kynningar

Málsnúmer 1807005FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

23.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 872, til kynningar

Málsnúmer 1807007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

24.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 873, til kynningar

Málsnúmer 1808001FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

25.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 874, til kynningar

Málsnúmer 1808006FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

26.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 875, til kynningar

Málsnúmer 1808008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

Fundi slitið - kl. 17:12.

Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
 • Felix Rafn Felixson varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs