Umhverfisráð

309. fundur 03. september 2018 kl. 16:15 - 20:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar 2019

Málsnúmer 201808068Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu tillaga að gjaldskrám umhverfisráðs fyrir 2019
Umhverfisráð samþykkir framlagða gjaldskrá byggingarfulltrúa og leggur til að gjaldskrá sorphirðu verði tekin til gagngerðrar endurskoðunar fyrir fund ráðsins í nóvember. Sviðsstjóra falið að gera tillögu að þeim breytingum sem lagðar eru til.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

2.Bílastæði og sorpmál- Karlsrauðatorgi 4 ( Höfn).

Málsnúmer 201808078Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 26. ágúst 2018 óskar Kristján Vigfússon eftir samráði við sveitarfélagið vegna bílastæða og sorpmála við Karlsrauðatorg 4 (Höfn).
Umhverfiráð leggur til að bréfritara verði boðin til leigu allt að 200 m2 spilda austan Karlsrauðatorgs 4 við lóðarmörk þar sem koma má fyrir bæði bílastæðum og sorpílátum.
Umhverfiráð felur sviðsstjóra að senda bréfritara tillögu að lóðarmörkum.
Ráðið hefur ekki hug á að breyta eignarhaldi lóðarinnar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.


3.Umsókn um breytingu á tegund húsnæðis

Málsnúmer 201808092Vakta málsnúmer

Til umræðu innsend fyrirspurn frá Jóni Emil Árnassyni fyrir hönd Bræðranna Árnasynir dags. 29. ágúst 2018 þar sem óskað er eftir breyttri notkun á sumarhúsinu Holti í íbúðarhús.
Umhverfisráð getur ekki fallist á umbeðna breytingu þar sem ekki er um nýbyggingu að ræða.
Almennt er stefnan sú í Svæðisskipulagi Eyjafjarðar og Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar að stefna að hagkvæmu byggðamynstri og stýra íbúðarbyggð inn í núverandi þéttbýlisstaði.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

4.Lagning 11kV jarðstrengs að hafnarsvæði Dalvíkur

Málsnúmer 201809005Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 30. ágúst 2018 óskar Steingrímur Jónsson fyrir hönd RARIK eftir leyfi til lagningar á 11kv jarðstreng í landi sveitarfélagsins samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð getur ekki fallist á umbeðna lagnaleið og óskar eftir því að strengirnir verði lagðir meðfram þjóðveginum að Skíðabraut 21
til þess að minnka rask í Friðlandi Svarfdæla.
Sviðsstjóra er falið að óska eftir nýrri tillögu.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs 2019

Málsnúmer 201808028Vakta málsnúmer

Vinnugögn vegna stafs- og fjárhagsáætlunar 2019.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs