Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 77, frá 05.09.2018

Málsnúmer 1808011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 305. fundur - 18.09.2018

Til afgreiðslu:
2. liður.
5. liður.
  • Tekjur Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar á fyrstu sjö mánuðum árins eru töluvert meiri en áætlun 2018 gerði ráð fyrir, munar þar um 13,6 milljónum. Eftir skoðun á þeim tekjum sem vænta má á síðari hluta ársins leggur veitu- og hafnaráð til við byggðarráð að tekjuáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2018 verði hækkuð um kr. 20,0 milljóir. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 77 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 75. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi fært til bókar: "Eins og fram hefur komið er nauðsyn á að dýpka næst Austurgarði, þ.e. við stálþilið og í u.þ.b. 5m frá þili. Gert er ráð fyrir því að núverandi verktak sjái um þennan verkþátt á einingarverði. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er magnið um 2.000 m3. Gert er ráð fyrir að efninu sem upp verði mokað verði komið fyrir í fjörunni norðan við núverandi ytri mannvirki Dalvíkurhafnar."

    Einnig var fært til bókar eftirfarandi niðurstaða:"Veitu- og hafnaráð samþykkir að gerð verði verðkönnum hjá núverandi verktaka í umræddan verkþátt. Ef viðunandi tilboð kemur þá hefur sviðsstjóri heimild til að semja við verktaka."

    Sviðstjóri kynnti tilboð verktaka samkvæmt ofangreindu og samþykki frá siglingasviði Vegagerðar ríkisins.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 77 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tilboð Árna Helgasonar ehf. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Forseti sveitarstjórnar sem gerði grein fyrir viðbótarupplýsingum um málið sem fylgir fundarboði sveitarstjórnar.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
  • Farið var yfir tillögur að framkvæmdum næsta árs og í tengslum við það var þiggja ára áætlun skoðuð til að sjá hvert framlag var áætlað á árinu 2019, til framkvæmda, við afgreiðslu sveitarstjórnar á fjárhagsáætlun 2018. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 77 Sviðsstjóra falið að kostnaðargreina þau verkefni sem voru til umræðu á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með tölvupósti, sem dagsettur er 30.08.2018, sendir Umhverfisstofnun út meðfylgjandi bréf, dags. 30. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir upplýsingum um áætlanir um úrbætur í frárennslismálum stærri þéttbýla (2.000 pe. og meira) í þeim tilvikum sem stofnunin telur að úrbóta kunni að vera þörf.

    Fram kemur að meðfylgjandi er einnig Excel-tafla þar sem fram kemur hvaða þéttbýli um er að ræða hjá sveitarfélaginu. Óskað er eftir að umbeðnar upplýsingar verði færðar inn í töfluna.

    Að öðru leyti er vísað í bréfið og Excel-skjalið.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 77 Veitu- og hafnaráð felur svisstjóra að svara erindinu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Vatnsveita Dalvíkurbyggðar starfrækir vatnsveitu á Árskógsströnd og því rökrétt að umræða fari fram um aðkomu hennar að vatnssölu til væntanlegs fyrirtækis ,sem hefur hug á að hefja seiðaeldi á Árskógsströnd. Kynning á verkefninu fór fram á íbúafundi sem haldinn var í Árskógi 11. júlí sl. eftirfarandi kemur fram í fundargerð fundarins svo vitnað beint í fundargerð:
    „spurning um votlendið, sem var meira beint til sveitarstjórnar, með borholurnar og allt þetta umstang, verður votlendið ennþá fyrir neðan bakkann? Það skipir máli, nú er verið að endurheimta votlendi um allt land, skipir miklu máli hvernig það verður.“
    Og svarað var: "Það er bara spurning um útfærslu, ef menn vilja halda votlendinum setjum við það sem forsendur, tilraunaholan gæti verið dýpri og þannig tryggt það."

    Umræður urðu töluverðar; í þeim komu fram áhyggjur íbúa um hvernig vatnsöflunin yrði og það rask sem hún myndi valda á því svæði sem hún yrði framkvæmd.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 77 Veitu- og hafnaráð leggur til við sveitarstjórn að hún feli Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar að hefja viðræður við Laxós um vatnssölu til fyrirtækisins vegna hugmynda fyrirtækisins um starfrækslu á seiðaeldisstöð á Árskógssandi.


    Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.